24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 24

24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 24stundir Byltingarkennt dýjung i tannhirðu Þarf ekki tannkrem Soladey jónatannbustinn vinnur á byltingarkenndan hátt en ljósvirk titan málmstöng er innan í skafti og haus burstans. Þegar ljós fellur á stöngina verða neikvæðar jónir virkar en þær gera munninn basískan og bakteríulausan auk þess að tennurnar verða hvítari. Tannkrem þarf ekki að nota á burstann þar sem vatn (munnvatn) gerir jónaferlið virkt. Soladeuy er japönsk uppfinning og seljast um tvær milljónir bursta á ári í Japan. Tannburstann fann upp og þróaði Dr. Yoshinori Nakagawa en miklar rannsóknir hafa verið gerðar á virkni jóna til þess að eyða bakteríum og örverum. Jónir eru taldar mjög áhrifamiklar til þess að eyða bakteríum sem valda óæskilegri munnsýru og bæta þannig tannheilsu fólks. Stöðva bakteríumyndun Klíniskar rannsóknir bæði í Japan og Kanada hafa sýnt mjög mikla virkni títan málms gegn Streptococcus mutans bakteríum sem finnast í munni og valda tannskemmdum. Vísindalegar rannsóknir sýna að Soladey getur stöðvað bakteríumyndun í munni og að blæðingar frá gómi hafa stórlega minnkað eða horfið. Ný kynslóð tannbursta Patrick Holford, virtur breskur náttúrulæknir, telur að Soladey tannburstarnir séu byltingarkennd nýjung í tannhirðu og af nýrri kynslóð tannbursta sem séu líklegir til að leysa aðra tannbursta af hólmi. Hann bendir á að tengsl séu á milli slæmrar tannhirðu og hjarta- og æðasjúkdóma. Aðeins er skipt um haus á burstanum á nokkra mánaða fresti en skaft tannburstans á að endast svo árum skipti. Hann fæst hér á landi í öllum heilsubúðum. fiú fær› tvennt í einu í sömu vöru „Ég hef teki› Angelicu jurtaveig í fjögur ár. Mér finnst Angelica gefa mér orku sem ég flarf á a› halda bæ›i í vinnu og langhlaupum. Auk fless er hún kví›astillandi og ég fæ sjaldnar kvef.“ www.sagamedica.isFæst í lyfja- og heilsuvöruverslunum Aukin orka og sjaldnar kvef Br yn dí s M ag nú sd ót tir ,R ey kj av ík Sæktu styrk í íslenskt náttúruafl! Me› Angelicu fær› flú tvenns konar virkni í sömu vöru. Rannsóknir sty›ja gó›a reynslu af notkun ætihvannar í 1100 ár. VILTU LOSNA VIÐ APPELSÍNUHÚÐ OG MINNKA UMMÁL? Við höfum meðferðirnar sem hjálpa þér! UltraCel - cellóbaninn: Brýtur niður fitu, vinnur á appelsínuhúð og stinnir slappa húð með blöndu af hljóðbylgjum, sogi og kælingu. U.C.W. leirvafningar: Ummálsminnkun, stinning og hreinsun húðar með leirvafningum úr Dauðahafinu. Eurowave raförvun: Minnkar ummál, stinnir húð, vinnur á appelsínuhúð, vöðvastyrking. Tilboð í ágúst: 1) 10 skipti í UltraCel á aðeins 29.900 (fullt verð 45.500) 2) 10 skipti í UltraCel og 3 x ½ U.C.W. leirvafningur á 38.900 (fullt verð 61.800) 3) 5 skipti í UltraCel og 10 skipti í Eurowave raförvun á 25.850 (fullt verð 44.100) 4) 10 skipti í Eurowave raförvun og 3 x ½ U.C.W. leirvafningur á 22.800 (fullt verð 32.800) Frír prufutími í Eurowave og greiningu - tímabókanir í síma 564 4858. Smiðjuvegi 1 - Kópavogi - Sími: 564 4858 - www.fyrirogeftir.is Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is „Ég byrjaði að æfa skylmingar eftir að hafa slysast inn á námskeið með vinkonu minni og hef nú æft skylmingar með höggsverði í 10 ár, en síðastliðin fjögur ár hef ég dval- ið úti í Kanada og æft þar með landsliðinu á veturna,“ segir Guð- rún. Í skylmingum reynir fólk að koma höggi á andstæðinginn en með höggsverði er reynt að snerta andstæðinginn ofan mittis með egg sverðsins en stungið er með oddinum með lagsverði og stungu- sverði. Keppt er á 14 metra löngum brautum og keppt upp í 5 eða 15 stig eftir keppnum. Samhæfing og vöðvastyrkur „Í skylmingum skiptir máli að hafa gott þol, vöðvastyrk og sprengikraft. Síðan þarf maður að vera fljótur að hugsa og ná sam- hæfingu milli handa og fóta. Eins er mikil taktík á bak við þetta hvað varðar uppbyggingu bardaga og maður þarf að vera fljótur að átta sig á því ef andstæðingurinn les mann og breyta þá til. Til að byrja með er lögð áhersla á að kenna fólki grunnstöðuna en garde og að halda á sverðinu. Eins er lögð áhersla á að styrkja fæturna og æfa snerpu handar,“ segir Guðrún. Fullburða íþróttafélag Guðrún segir skylmingar verða sífellt vinsælli hér á landi og hafi íþróttin styrkst mikið eftir að búlg- arski þjálfarinn Nikolay fluttist hingað til lands fyrir 15 árum. Á þeim tíma hafi skylmingafélagið breyst úr því að vera áhugamanna- félag í fullburða íþróttafélag sem nú er komið í nýja og glæsilega að- stöðu. Mikil áhersla sé lögð á barna- og unglingastarf sem hægt er að sinna enn betur með bættri aðstöðu og til að mynda stofna keppnishópa fyrir eldri krakka. Ísland á kortið Guðrún hefur ásamt þeim Þor- björgu Ágústsdóttur og Ragnari Inga Sigurðssyni keppt hvað mest fyrir hönd Íslands. Í fyrra fengu þær Þorbjörg úthlutað styrk úr af- rekskvennasjóði Glitnis sem gerði þeim meðal annars kleift að kom- ast á heimsbikarmót í Asíu og segir Guðrún það hafa munað miklu að fá stig í slíkum keppnum og kom- ast á heimslista. Atvinnumennska tíðkast ekki í skylmingum en það fyrirkomulag þekkist í Frakklandi að fyrirtæki bjóði skylmingafólki styrktarsamninga þar sem fólk vinnur hálft starf á móti skylm- ingum en fær borgað á fullum launum og segir Guðrún að slíkt myndi vera sín draumastaða. 24stundir/hag Gott þol, vöðvastyrkur og sprengikraftur mikilvægt Skylmingar verða sí- fellt vinsælli hérlendis ➤ Guðrún var aðeins einu stigifrá því að komast áfram á Ól- ympíuleikana í Peking. ➤ Slys eru mjög sjaldgæf ískylmingum en hættulegast er ef sverð brotnar. ➤ Vel hefur gengið að koma Ís-landi á kortið í skylmingum síðastliðin ár. GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR Guðrún Jóhannsdóttir hefur æft skylmingar af krafti með Skylminga- félagi Reykjavíkur í 10 ár. Hún var valin skylm- ingamaður ársins árið 2007 og hefur keppt víða um heim með góðum ár- angri Góður árangur Guðrún Jó- hannsdóttir hefur unnið fjölda skylmingamóta. „Við erum komin með tólf skylmingabrautir sem verða not- aðar sem keppnisbrautir, alveg glæsileg aðstaða sem er með því besta sem gerist í heiminum,“ segir Andri Heiðar Kristinsson, þjálfari hjá Skylmingafélagi Reykjavíkur. „Síðasta vetur var klárað að gera upp skylmingamiðstöð í Laug- ardalnum og er búið að gera hana að skylmingamiðstöð Norður- landanna í höggsverði. Þetta á eftir að verða mikil lyftistöng fyrir skylmingar á Íslandi.“ Andri segir að það séu þrjár teg- undir af skylmingum sem æfðar eru og eru það höggsverð, stungus- verð og lagsverð. „Íslendingar skylmast að lang- mestu leyti með höggsverð og hafa náð gríðarlega góðum árangri á Norðurlöndunum. Við höfum átt mörg verðlaun á Norðurlanda- mótum síðustu ár,“ segir hann. „Íþróttin er að breiðast meira út og það sem hefur staðið okkur fyrir þrifum er að við höfum ekki haft húsnæði til að sinna öllum þeim fjölda sem hefur sóst í að æfa hjá okkur. Það hefur verið mikil að- sókn hjá börnum og unglingum síðastliðin ár og núna er fyrsti heili veturinn sem við getum tekið við öllum þeim sem óska eftir að koma að æfa.“ Andri segir að það eigi eftir að taka einhvern tíma að byggja þetta upp en aðstaðan sé frábær og nú sé hægt að bæta og þjálfa þessa frá- bæru einstaklinga sem eru að æfa hjá Skylmingafélaginu. kyg Skylmingafélag Reykjavíkur hefur fengið nýja aðstöðu Aðstaðan með því besta í heiminum Skylmingar Ný aðastaða er komin fyrir skylmingafólk

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.