24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 26

24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 24stundir Eftir Hildi E. Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Hljómsveit Tómasar R. Einars- sonar og söngkonan Ragnheiður Gröndal halda tónleika í Fríkirkj- unni í Reykjavík næstkomandi fimmtudagskvöld klukkan 20. Á efnisskrá eru ástarkvæði og timb- urmannaljóð eftir ýmsa höfunda sem Tómas hefur samið tónlist við. „Timburmannaljóð eru svona harmagrátur, þau fjalla um hlut- skipti hins breyska manns,“ út- skýrir Tómas. Sem dæmi um slík ljóð má nefna Örljóð langþreytta drykkjumannsins eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson, Náungarnir mínir eftir dóttur Tómasar, Kristínu Svövu og Stolin stef eftir Tómas sjálfan. Hann segist ekki fljótur að yrkja. „Ég hef spreytt mig á því stundum og það tekur mig svona fimm sinnum lengri tíma að semja texta heldur en tónlist. Ég er gamall hagyrðingur og samdi dálítið af rímum þegar ég var um tvítugt, þannig að ég er ekki alveg ókunnugur þeirri iðju. En ég lít þó alls ekki á mig sem skáld og segi eins og einn góður maður orðaði það forðum: Ég er hagyrð- ingur en ekki skáld.“ Ljóð með hægu latínbíti Tómas segir alls ekki erfitt að semja tónlist við rímaðan kveð- skap. „Það er kannski frekar hitt að það sé of þægilegt enda meiri hætta á að maður detti í klisju- pottinn ef svo má segja þegar maður semur tónlist við fer- skeytlur. Öðru máli gegnir um það sem maður getur kallað óreglulega nútímaljóðlist. Hún togar mann oft í óvæntar áttir af því að það þarf að elta orðin hingað og þangað,“ segir hann. Lögin sem Ragnheiður, Tómas og hljómsveit hans ætla að spila á fimmtudaginn eru öll af nýrri plötu Tómasar sem kemur út í október, og verður um frumflutn- ing að ræða á þeim flestum. Eins og inntak ljóðanna gefur til kynna er þung undiralda í plöt- unni að sögn Tómasar. „Þá meina ég bæði taktinn og kveðskapinn. Þannig að þetta er ekki beint par- típlata. Það má kannski segja að þetta séu lífsreynsluljóð með lat- ínbíti.“ Tónleikar Ragnheiðar, Tómasar og hljómsveitar hans eru liður í Jazzhátíð í Reykjavík, sem hefst í dag og stendur til 30. ágúst. Dag- skrá hátíðarinnar má nálgast á slóðinni jazz.is/festival og hægt er að nálgast miða á midi.is. Flytja lífsreynsluljóð með latínbíti Tómas R. og Ragnheiður Gröndal. Hljómsveit Tómasar R. og Ragnheiður Gröndal spila á Jazzhátíð Ástarkvæði og harmagrátur Ástarkvæði og timb- urmannaljóð eru á efnis- skrá tónleika hljómsveitar Tómasar R. Einarssonar og söngkonunnar Ragnheið- ar Gröndal, sem haldnir verða í Fríkirkjunni á fimmtudaginn. Tónleik- arnir eru liður í Jazzhátíð í Reykjavík, sem hefst í dag og stendur til 30. ágúst. ➤ Verður haldin í nítjánda sinndagana 26. til 30. ágúst. ➤ Í boði í ár verða um 30 atriðimeð meira en 100 listamönn- um. ➤ Haldnir verða tónleikar í Von-arsal SÁÁ í Efstaleiti, Há- skólabíói, Norræna húsinu, Nasa, Fríkirkjunni í Reykjavík, Iðnó og í Rúbín í Öskjuhlíð. JAZZHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK Natalie Jeremijenko heldur fyr- irlestur á vegum Opna listaháskól- ans í stofu 113 í Skipholti 1-5 klukkan 12 í dag. Natalie er lista- maður með bakgrunn og menntun í lífefnafræði, eðlisfræði og verk- fræði. Hún er doktor í verkfræði og var nýlega valin einn af 40 áhrifa- mestu hönnuðum heims af ID Ma- gazine og ein af 100 helstu upp- finningamönnum heims af MIT Technology Review. Hún er stofn- andi xDesign Environmental Health Clinic í New York-háskóla, starfar sem aðstoðarprófessor í myndlist auk þess sem hún er gestaprófessor í Royal College í London. Verk hennar hafa verið sýnd víða um heim og verið til um- fjöllunar í hinum ýmsu virtu miðl- um, nú síðast í New York Times. Allir eru velkomnir á fyrirlest- urinn í Opna listaháskólanum meðan húsrúm leyfir. Fyrirlestur Natalie Jeremijenko í Opna listaháskólanum í dag Áhrifamikill hönnuður Opið öllum Fyrirlesturinn verður haldinn í húsnæði LHÍ við Skipholt. LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is menning Það er meira í Mogganum Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800 í dag Þriðjudagur 26. ágúst 2008  Þrír ljósmyndarar ausa af viskubrunni sínum. » Meira í Morgunblaðinu Nokkur góð ráð  Byggingu verslunar- miðstöðvar í miðbænum slegið á frest. » Meira í Morgunblaðinu Hægir á  Akiko Haji er í hlutastarfi á Grund. Í tómstund- um hefur hún hins vegar ráð- ist í að þýða íslenskar bókmenntir yfir á móðurmál sitt. » Meira í Morgunblaðinu Þýðir á japönsku  Ferðaskrifstofur bæta við ferðum og kannast ekki við að kreppa sé í landinu. » Meira í Morgunblaðinu Sólarþrá um vetur

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.