24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 34

24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 24stundir William Ray Norwood, Jr. sem ber sviðsnafnið Ray J. fæddist 17. janúar árið 1981 í Bandaríkj- unum. Hann er sonur gosp- elsöngvarans Willie Norwood og yngri bróðir R&B-söngkonunnar Brandy. Ray J. hefur komið víða og er þekktur sem leikari, texta- höfundur, útgáfustjóri, rappari og söngvari. Fjör í svefnherberginu Auk þess að vera þekktur í tón- listarlífinu vestanhafs er Ray J. einnig frægur að endenum en ár- ið 2006 fór kynlífsmyndband með honum og Kim Kardashian, dótt- ur lögfræðings O.J. Simpson, eins og eldur í sinu um Bandaríkin. Ray J. og Kim voru á þessum tíma par og í myndbandinu má sjá þau í margendurteknum ástarleik en bæði neituðu að hafa lekið mynd- bandinu. Segja sumir að ferill Ray J. sé í raun þetta myndband sem hann hefur óhikað nýtt sér til framdráttar til að öðlast frægð og frama. Athafnamaður Ray J. hefur sannarlega ekki lagt árar í bát eftir sambandsslit sín við Kim en frá þeim tíma hef- ur hann leikstýrt klámmynd, gefið út geisladisk og sést á stefnumót- um með Whitney Houston og þykir því hafa plumað sig nokkuð vel. Þó hefur honum ekki gengið nógu vel að næla sér í drauma- konuna og hefur nú verið gengið frá samningi við sjónvarpsstöðina VH1 þess efnis að á næsta ári muni Ray J. sjá um sinn eiginn stefnumótaþátt. Í fréttatilkynn- ingu frá sjónvarpsstöðinni segir að þrátt fyrir að vera þekktur sem einn alræmdasti glaumgosi hipp- hopp heimsins vonist hann þó allra helst til þess að festa ráð sitt með góðri konu. Leit er nú hafin að konum sem gætu hugsað sér að reyna piltinn og ætti ekki að vera minnsta vandamál fyrir þær að kynna sér hann gaumgæflega áður en lengra er haldið. mó Glaumgosinn ógurlegi leiður á svallinu Ray J. vill finna góða konu Heitur, sjóðandi og yf- irleitt í sviðsljósinu fyrir eitthvað ósæmilegt, hvernig getur slíkur mað- ur gengið laus? Rapp- aranum Ray J. hefur ekki gengið sem skyldi í ást- armálunum og hefur nú ákveðið að taka málin í sínar eigin hendur. Mmmm Hver myndi ekki vilja vakna með þennan súkkulaðimola á kodd- anum hjá sér? Heimildar- og stuttmyndahá- tíðin Reykjavík Shorts & Docs stendur nú yfir en hátíðin hófst um síðastliðna helgi. Herlegheitin fara fram í Austurbæ en það er mikið gleðiefni að kvikmyndasýn- ingar fari fram þar á nýjan leik. „Við fengum lánaðan Austurbæ, sem áður var kvikmyndahús, og gerðum hann alveg upp til sýninga. Það var ekkert þarna inni, við fengum tjald og allt annað og er- um búin að gera þetta mjög flott,“ segir Guðrún Ragnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Reykjavík Shorts & Docs. Á hátíðinni er sýnt gott sam- ansafn stutt- og heimildarmynda, jafnt erlendra sem innlendra. Sýndar eru myndir sem vakið hafa athygli á stórum kvikmyndahátíð- um svo sem Cannes og Sundance og er því ljóst að hér er á ferðinni mikill hvalreki fyrir unnendur kvikmynda í öllum mögulegum lengdum. Að þessu sinni eru sýndar átta íslenskar myndir á hátíðinni. Guð- rún segir að gæði á þeim myndum gefi til kynna að íslensk kvik- myndagerð sé á stöðugri uppleið. „Það er gróska í kvikmynda- gerðinni á Íslandi. Það eru nýjar kynslóðir að koma inn og það er rosalega gaman að sjá. Fólk er komið misjafnlega langt en allar myndirnar eru mjög vel gerðar.“ Reykjavík Shorts & Docs stend- ur yfir fram til föstudags og fer miðasala á hátíðina fram í Aust- urbæ. Allar nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar er hægt að nálgast á vefsíðunni www.short- docs.info. viggo@24stundir.is Austurbær iðar af lífi á nýjan leik Einmana skyndibitakokkur Ein fjölmargra mynda sem sýndar eru á Reykjavík Shorts & Docs. Ed Robertson, söngvari Bar- enaked Ladies meiddist lítið sem ekkert þegar hann brotlenti flug- vél sinni í Kanada í fyrradag. Ed var í flugtúr með þrjá farþega þegar vélin missti lofthraða í flugtaki á Baptiste-vatninu nærri Bancroft-skógum. Söngvarinn neyddist því til þess að brotlenda inni í skógarjaðri og náði með kænsku að koma vélinni örugg- lega niður. Lögreglan á svæðinu staðfesti að enginn hefði meiðst en neitaði að gefa upplýsingar um hverjir voru í vélinni. Slúðurnetsíða í Kanada hefur það þó eftir heimamönnum á svæðinu að aðrir í vélinni hafi verið liðsmenn sveitarinnar. bös Söngvari lifir af flugslys Íslenski lundinn kunni greinilega ekki að meta sóðakjaftinn í enska sjónvarpskokknum Gordon Ram- sey þegar hann heimsótti Vest- mannaeyjar fyrir skemmstu. Á YouTube.com er nú komið mynd- skeið þar sem Ramsey sést á lundaveiðum og tekur hann utan um einn fuglinn og ætlar að kyssa hann, þess á milli sem hann notar f-orðið ógurlega. Fuglinn bregst hinn versti við og glefsar beint í nef kokksins sem hlýtur þó ekki mikinn skaða af. Kokkurinn blót- ar þó enn meira og sleppir fugl- inum í flýti. bös Gordon bitinn í nefið af lunda FÓLK 24@24stundir.is a Ray J hefur sannarlega ekki lagt árar í bát eftir sam- bandsslit sín við Kim en frá þeim tíma hefur hann leikstýrt klámmynd, gefið út geisladisk og sést á stefnumótum með Whit- ney Houston og þykir því hafa plumað sig nokkuð vel. poppmenning

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.