24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 35

24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 35
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 35 Orðrómurinn um yfirvofandi skilnað poppdrottningarinnar Madonnu og eiginmanns hennar Guy Ritchie virðist ekki hafa ver- ið á rökum reistur því hjóna- kornin endurnýjuðu hjúskap- arheit sín á dögunum. Athöfnin fór fram í Kabbalah-miðstöð í London og voru afar fáir gestir við athöfnina. Heimildarmaður Daily mail segir að hjónin hafi ljómað af hamingju. vij Enginn skiln- aður á næstunni Leikstjórinn Kevin Smith segist vera búinn að sjá nýja Star Trek- mynd leikstjórans J.J. Abrams og hann heldur vart vatni yfir því hve góð hún er og hversu vel leik- ararnir standa sig. Smith sá, að eigin sögn, hálfkláraða útgáfu af myndinni en myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum í maí á næsta ári. „Allir þeir sem höfðu einhverjar áhyggjur þurfa þess alls ekki,“ sagði Smith. vij Kevin Smith elskar Star Trek Bandaríski tískuhönnuðurinn Marc Jacobs hefur valið rúss- neska stelpnadúettinn t.A.T.u sem andlit nýjustu haust- og vetr- artísku sinnar. Rússnesku snót- irnar vöktu heimsathygli með lögum á borð við All the things she said en hegðun stúlknanna, sem döðruðu skemmtilega við samkynhneigð, vakti þó yfirleitt mun meiri athygli. vij Nýjar talskonur Marcs Jacobs Eftir Trausta S. Kristjánsson traustis@24stundir.is The Rocker á jafnmikið skylt við rokktónlist og Kiss eða Coldplay. Annars vegar er verið að fjalla um glysrokk og hins vegar angurvært raunarpopp, en þessar tvær tónlist- arstefnur eiga lítið sameiginlegt annað en það, að vera kennt við rokktónlist í þessarri annars ágætu grínmynd. Myndin gæti allt eins verið ævi- saga Pete Best, fyrrum trymbils Bítl- anna, sem Brian Epstein rak árið 1962, með samþykki hinna þre- menninganna, John, Paul og George. Angist Best hlýtur að hafa verið mikil, því varla hefur vel- gengni Bítlanna farið hljóðlega fram hjá honum. Þegar Fish er svikinn af félögum sínum og rekinn sem trommari úr glysrokkhljómsveitinni Vesúvíus ár- ið 1986, tekur andleysi og meðal- mennska daglegs lífs við af villtum og skemmtilegum rokklífsstíl ní- unda áratugsins, meðan fyrrum fé- lagar hans upplifa drauminn og slá í gegn. Þegar Fish býðst að tromma á skólaballi í hljómsveit frænda síns 20 árum síðar verður barnaleg hegðun hans (og ágætur trommu- leikur) til þess að koma sveitinni á kortið, í gegnum youtube að sjálf- sögðu. En þegar hljómsveitinni býðst að hita upp fyrir hina heims- frægu Vesúvíus, eru góð ráð dýr. The Rocker sækir í minni margra annarra mynda. Þar bera hæst Rockstar, School of Rock, Almost Famous og dálítið af Waynes World. Ekki endilega slæm blanda, en handritið er svolítið þvælt og laust við frumleika. Aðalleikarinn Rainn Wilson stendur sig með prýði, en hann er þekktastur fyrir leik sinn sem Dwayne í amerísku útgáfu af The Office. Skemmtileg mynd, en alls engin snilld. Annað færi á heimsfrægð Leikstjóri: Peter Cattaneo Aðalhlutverk: Rainn Wilson, Christina Applegate, Josh Gad The Rocker

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.