24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 38

24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 38
Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@24stundir.is „Ég ætla að ljúka þessu ævintýrum mínum með frábærri hljómsveit sem hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Þetta verður lokagjöf til sjálfs mín,“ segir Grímur Atlason og á þar við ensku sveitina Tind- ersticks sem hann hefur fylgst með frá útgáfu fyrstu breiðskífunnar frá árinu 1993. „Ég fór á hljómleika með þeim árið 1997 í Danmörku. Ætli ég hafi ekki séð um 3.000 tónleika um æv- ina og þessir eru eru ennþá á topp 5. Ég mæli með því að fólk hoppi á þetta hinn 11. september, því það eru aðeins 400 miðar í boði á Nasa.“ Vonlaust starfsumhverfi Grímur rekur fyrirtækið Aust- ur-Þýskaland og hefur flutt inn fjölda sveita undir því nafni. Þar á meðal Eric Clapton, John Fogerty, Sonic Youth, Rufus Wainright, Sufjan Stevens, Kim Larsen, Jo- anna Newsom og Morrissey svo eitthvað sé nefnt. En nú er komið nóg, að minnsta kosti í bili. „Það að vera að flytja inn hljóm- sveitir er eiginlega umhverfi sem er vonlaust að starfa í. Þetta er efna- hagslega óhagstæð grein. Það fylgir þessu mikið vesen.“ Síðustu tónleikar Gríms voru hans stærstu, en um 13 þúsund manns mættu í Egilshöll til að sjá Eric Clapton. Þrátt fyrir það reið Grímur ekki feitum hesti út úr því ævintýri. „Ég hefði komið mjög vel út úr þeim tónleikum ef hér hefði verið eðlilegt ástand. Þegar ég samdi við hann í fyrra voru forsendurnar allt aðrar en svo urðu. Það er bara út af því að við búum í einhvers konar græðgisþjóðfélagi. En það er allt í lagi, ég vissi það alveg. Það er eng- um að kenna.“ Fram undan er verkefni Dala- byggðar þar sem Grímur segir vera í þenslu. „Hjá okkur er þetta ekki eins og á höfuðborgarsvæðinu þar sem 400 íbúðir standa auðar sem bankarnir eru að reyna leigja vegna þess að þær seljast ekki. Hjá okkur vantar húsnæði, það er bara fullt af tækifærum. En hvað framtíðina varðar veit maður ekkert hvað verður. Lífið er svo dásamlegt og maður getur gert svo margt. Ég er líka þroskaþjálfi, þannig að kannski enda ég á því að taka að mér eitthvert sambýlið aftur.“ Grímur Atlason er kominn með nóg af tónlistarbransanum í bili Kúplar sig úr tónleikahaldi Grímur Atlason hefur ákveðið að hætta að flytja inn erlendar sveitir í bili og einbeita sér að starfi sínu í Dalabyggð. Hann klárar með því að flytja inn Tindersticks. Tindersticks Uppáhaldssveit Gríms. 24stundir/Sverrir Grímur Segir innflutn- ing sveita vera vonlaust vinnuumhverfi. 38 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 24stundir „Mér líst mjög vel á það hjá Ólafi Ragnari Grímssyni að sæma ís- lenska handboltalandsliðið, „strákana okkar“, fálkaorðunni. Þeir hafa unnið fyrir henni og gott betur en það. Finnst það hið besta mál að fálkaorðan sé veitt Íslendingum sem skara framúr á alþjóðavettvangi.“ Stefán Friðrik Stefánsson stebbifr.blo.is „Nú fékk þessi ábyggilega frá- bæra mynd ekkert voða góða dóma hér heima […] – en síðan er hlaðið á hana verðlaunum úti og eitt af þekktari blöðum í bransanum gefur frábæra dóma – getur verið að „gagnrýnendur“ Íslands hafi verið eitthvað í fýlu þegar myndin kom út?“ Magni Ásgeirsson hugs.blog.is „Úrslitin urðu náttúrlega ljós í fyrri hálfleik og þegar það gerðist þá sofnuðu svolítið margir í Vodafone-höllinni eða svona lyppuðust niður eins og stelpan sem endaði með hausinn undir stól og fána yfir sér. Svo sofnaði þessi sem sat á stólnum og síðan svona datt fólk út í kring.“ Margrét Hugrún Gústavsdóttir eyjan.is/goto/maggabest BLOGGARINN HEYRST HEFUR … Þeir þrjú hundruð miðar sem almenningi voru boðnir á tónleika Bjarkar Guðmundsdóttur í Lang- holtskirkju í kvöld ruku út á rétt rúmum klukkutíma í gær, eftir að þeir voru settir á sölu á netinu. Aðdá- endur söngkonunnar settu það ekki fyrir sig að miða- verð væri svipað og á stóra tónleika í Laugardalshöll enda ekki á hverjum degi sem söngkonan heldur órafmagnaða tónleika hérlendis. bös Leikarinn Gísli Örn Garðarsson er farinn aftur til Afríku að vinna að kvikmyndinni Prince of Persia, sem framleidd er af Disney, eftir stutt stopp á Ís- landi. Á leið sinni á tökustað þurfti hann að eyða tíma í flughöfninni í Casablanca og furðaði hann sig á því að þar mætti alls staðar reykja og að þar væri áfengi bannað. Myndin verður frumsýnd á næstnæsta ári. bös Ásdís Rán tjáir eiginmanni sínum, Garðari Gunn- laugssyni, ást sína í nýjustu bloggfærslu sinni en hann gerði nýverið þriggja ára samning um að spila í úrvalsdeildinni í Búlgaríu í fótbolta. Ásdís við- urkennir að hún sé ekkert sérlega spennt fyrir því að flytja til Búlgaríu en segist vera að venjast til- hugsuninni og að hún ætli sér að hrista upp í land- anum þar á komandi mánuðum. bös Myndlistarsýning Hörpu Dagg- ar Kjartansdóttur Klikk í Klipp verður opnuð í austursal efri hæð- ar START ART fimmtudaginn 28. ágúst. Harpa Dögg útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2007 og er þetta hennar fyrsta einkasýning eftir út- skrift. Ævintýralegur heimur Harpa hefur ekki einskorðað sig við ákveðna miðla, heldur gert ým- iss konar innsetningar, ljósmyndir, klippimyndir og fleiri verk með blandaðri tækni. „Ég hef að- allega gert innsetningar og skúlp- túra en allaf klippimyndir með og hef nærri eingöngu einbeitt mér að þeim eftir útskrift. Mér finnst koma skemmtilega út að blanda saman úrklippum úr ólíkum blöð- um og setja saman í það samhengi sem ég vil. Stundum mála ég í grunninn og nota vatnsliti með. Ég nota aðallega tímarit og einnig ál- plötur sem eru offsetplötur sem búið er að prenta á. Mér finnst heillandi að endurvinna hluti og gefa þeim nýtt líf en lokaverkefnið mitt var einmitt gert úr gömlum pípulögnum sem ég endurvann,“ segir Harpa Dögg. Tilraunir Picasso Verk Hörpu má setja í samhengi við ýmsar stefnur í listasögunni, en efst í huga eru súrealismi og popplist. Í báðum stefnunum not- uðust menn við úrklipputæknina, svokallað „collage“, en tæknina má rekja til snemmkúbismans í til- raunum Braques og Picassos með að taka hluti í sundur og raða á nýjan hátt inn á myndflötinn. maria@24stundir.is Myndlistarsýningin Klikk í Klipp Heillandi að endurvinna hluti Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 2 1 9 3 6 4 5 8 7 3 8 4 5 7 1 6 9 2 5 6 7 2 9 8 4 1 3 4 2 1 6 5 9 7 3 8 7 3 5 8 1 2 9 4 6 6 9 8 4 3 7 1 2 5 9 4 6 7 8 3 2 5 1 8 7 2 1 4 5 3 6 9 1 5 3 9 2 6 8 7 4 Heyrið þið þetta? Gaurinn er að reyna að komast á stefnumót með símadömunni. a Já, en þá verður hring- itónninn líka að vera í „kamúflas“. Eruð þið að grípa gæsina? Vodafone hefur sent viðvörun til skotveiðimanna þess efnis að stór- bætt gsm-samband fyrirtækisins geti haft þær afleiðingar að farsímar hringi á miðjum heiðum og fæli bráðina. Til að trufla ekki skyttiríið hefur Vodafone sett á vef sinn gæsaveiðihringitón. Björn Víglundsson er markaðsstjóri Vodafone. JAZZINN Í BORGINNI! 26.-30. ÁGÚST FÓLK 24@24stundir.is fréttir stundir

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.