24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 25

24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 25
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 25 ÍS L E N S K A S IA .I S L B I 43 43 8 08 .2 00 8 Landsbankinn býður 16 ára og yngri á völlinn. Sækja þarf boðsmiðann í næsta útibú Landsbankans. Þór/KAþri. 26. ágúst þri. 26. ágúst þri. 26. ágúst þri. 26. ágúst þri. 26. ágúst 16. umferð Afturelding Valur Breiðablik18:00 18:00 HK/Víkingur KR18:00 Fjölnir Keflavík18:00 Stjarnan 18:00 Fylkir Landsbankadeild kvenna Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@24stundir.is Bolt varð þar með fyrsti hlauparinn til að sigra í öllum þremur grein- unum á sömu leikunum síðan Carl Lewis lék þennan leik árið 1984. Bolt, eða „Lightning Bolt“ (gæti útlagst sem Eldingin á íslensku) eins og virðist ætla að festast við hann, er stór og stæðilegur strákur því hann er 196 sentimetra hár og 86 kíló. Hann varð heimsmeistari unglinga árið 2003 í 200 metra hlaupi og aftur ári seinna. Hann gerðist atvinnumaður árið 2004 en var meira og minna frá næstu tvö árin vegna meiðsla. Hlaupasérfræðingar segja að hann sé þannig vaxinn að hann eigi ekki að geta keppt við þá bestu í 100 metra hlaupi, til þess sé hann allt of hávaxinn, en hann sé með fínan vöxt til að hlaupa 200 metrana. „Þetta var alveg magnað hjá hon- um, alveg ótrúlegt,“ sagði Michael Johnson, sem átti metið í 200 metra hlaupinu, en það met var tólf ára gamalt og töldu margir að það myndi standa enn lengur. „Svona stórir strákar eiga ekki að geta þetta. Startið hjá honum var frábært og ótrúlegt miðað við hversu hávaxinn hann er,“ sagði Johnson. Kim Collins, sem varð heims- meistari 2003 og varð sjöundi núna, er einnig hrifinn af Bolt. „Þetta er bara ruddalegt. Maður er að rembast á fullu þarna fyrir aftan hann en Bolt hleypur þetta svo áreynslulaust og fallega og hann lætur þetta líta út fyrir að vera svo auðvelt. Michael Johnson gerði þetta líka, en það virtist ekki svona auðvelt hjá honum,“ segir Collins. Hár og fljótur  Sérfræðingar segja að Usain Bolt eigi ekki að geta verið svona fljótur í 100 metrunum en sé flottur fyrir 200 metra hlaup Frægðarsól Usain Bolt skein skært í Peking í síð- ustu viku þar sem hann sigraði á glæsilegu heims- og ólympíumeti bæði í 100 og 200 metra hlaupi auk þess að vera í boðhlaupssveit Jamaíku sem setti heims- og ól- ympíumet í 4x100 metra boðhlaupi. SPRETTHARÐUR ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Ég borða aldrei morgunmat og daginn sem ég vann 100 metrana vaknaði ég klukkan 11, horfði á sjón- varpið í smátíma, lagði mig aftur og þegar ég vaknaði fékk mér kjúklinganagga og fór svo út á völl. Rosalegur Bolt er fljót- asti maður í heimi og telja menn að afrek hans, að sigra í 100, 200 og 4x100 metra hlaupi á Ólympíu- leikum verði ekki bætt á næstunni – nema þá hann geri það sjálfur. Hann hampar jafnan gullskónum sínum, sem eru frá Puma. ➤ Bolt, fljótasti maður jarð-arkringlunnar, er fæddur í Trelawny-héraði á Jamaíku 21. ágúst 1986 og því nýorð- inn 22 ára. ➤ Bolt lék krikket þegar hannvar yngri en þegar hann fór í menntaskóla veitti þjálfarinn hans því eftirtekt hversu fljótur hann var og hvatti hann til að fara á frjáls- íþróttaæfingu, sem hann gerði og ekki varð aftur snú- ið.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.