24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 12

24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Magnús Halldórsson Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Umræður um valdabrölt fjölmiðla fyrr og nú eru áberandi síðsumars. Furðulegar dagbókarfærslur Matthíasar Johannessen eru góður grunnur að slíkum hugleiðingum en fleira kemur til sem stendur okkur nær í tíma. Dagbækur Matthíasar eru augljóslega hvorki samboðnar ritstjóra né skáldi. Gróa á Leiti hefði ekki getað slegið hann út á för sinni milli bæja þótt hún hefði haft með sér bestu gerð af fartölvu. En gamlar valdalínur blasa við. Forseti Íslands má vel við una. Þeir sem Össur Skarphéðinsson kallar heimastjórnarráðherrana og kollegi þeirra Matthías hafa nú tryggt Ólafi Ragnari Grímssyni samúðarfylgi eins lengi og hann vill vera forseti. Dor- rit varpar svo viðbótarljóma á embættið og gamlir valdsmenn eiga ekki sjéns. Það hjálpar heimastjórnarmönnunum ekki einu sinni að Ríkissjón- varpið geri Ólympíuleikana að sérstakri hátíð fyrir ráðherra Sjálfstæð- isflokksins en setji forsetann til hliðar eftir að Ísland tók við silfrinu í Kína. Formaður Blaðamannafélags Íslands bendir á mikilvægt atriði í 24 stundum í síðustu viku. Arna Schram er spurð hvort birting dagbóka Matthíasar samrýmist starfsreglum blaðamanna og hún svarar að trún- aðarsamtölin við ritstjórann hafi verið við valdsmanninn en ekki blaða- manninn Matthías. Og enginn neitar því að Morgunblaðið hafi verið pólitísk valdastofnun frá upphafi. Menn hafa hinsvegar keppst við að lofsyngja frelsi íslenskra fjölmiðla eftir að flokksblöðin liðu undir lok. Nema þá áðurnefndir heimastjórn- armenn sem grunuðu svokallaða Baugsmiðla um græsku og valdalausir vinstri menn sem höfðu horn í síðu mannaráðninga á Ríkisútvarpinu. Eftir sneypuleg endalok fjölmiðla- frumvarps unnu „Baugsmiðlar“ mikið starf til að koma á sáttum við ráðandi öfl í þjóðfélaginu. Þar var fetuð þekkt slóð. Menn úr valdastöðum þjóðfélagsins voru veiddir og þeim fengnir stjórastólar og há laun. En hvaða ritstjórar, fréttastjórar, eða útvarpsstjórar eru valdsmenn árið 2008? Sjá þeir bara sumar fréttir en taka ekki eftir vafasömum veiðiferðum viðskipta- jöfra og hálfpólitíkusa? Blaðamannafélagið fylgir vonandi fordæmi for- mannsins og opnar nýja og frísklega umræðu um fjölmiðla og vald, því hún á alltaf rétt á sér. Valdatafl, með fjölmiðla að vopni, leið síður en svo undir lok með flokksblöðunum. Á valdaveiðum Magnús Skúlason, fulltrúi Ólafs F. í skipulagsráði, náði varla að sitja nema einn fund í ráðinu. Nú er komið nýtt skipulagsráð og vekur sérstaka athygli að fulltrúi Framsókn- arflokksins þar er Sigmundur Davíð Gunn- laugsson sem hefur haldið uppi merkilegri umræðu um skipu- lagsmál í Reykjavík, þar á meðal í Silfri Egils eins og má sjá hér. Framsókn fær prik fyrir að skipa hann í ráðið – það er heldur alls ekki víst að hugmyndir hans og Óskars Bergssonar fari alltaf saman. Egill Helgason eyjan.is/silfuregils BLOGGARINN Nýtt ráð Ég hef áður bent á það að þrátt fyrir að ríkisstjórn Íslands hafi uppi metnaðarfull áform um að bæta tækjakost Landhelgisgæsl- unnar á næstu ár- um og hefði stig- ið stór skref í því sambandi myndu Íslendingar einir aldrei geta sinnt því hlutverki sem Bandaríkjamenn hafa sinnt við öryggis- og björg- unarmál í Norður-Atlantshafi á síðustu áratugum. Íslenska ríkið hefði einfaldlega ekki bolmagn til þess að tryggja allan þann tækni- búnað sem Bandaríkjamenn höfðu yfir að ráða efna eftirlits- og björgunarmála meðan þeir höfðu hér viðveru. Sigurður Kári Kristjánsson sigurdurkari.blog.is Ekki bolmagn Ætli það sé tilviljun að framsókn- armaðurinn Guðni Ágústsson hefji fundarherferð sína sama dag og framsókn- armaðurinn Bar- ack Obama hefur formlega kosn- ingabaráttu sína fyrir forsetakosn- ingarnar í Banda- ríkjunum … Allavega er ljóst að fundirnir í kvöld eru báðum framsókn- armönnunum mikilvægir. … Guðni stefnir á að endurreisa fylgi Framsóknarflokksins og verður að standa sig vel á Borg- arnesfundinum í kvöld og á haustdögum ef hann ætlar að auka fylgið og halda formennsk- unni í flokknum. Hallur Magnússon hallurmagg.blog.is Aukið fylgi Björg Eva Erlendsdóttir beva@24stundir.is Er réttlætanlegt að fórna umferðaröryggi barna fyrir aðeins meira umferðaröryggi ökumanna? Hvort vegur þyngra, bætt aðgengi að Reykjanesbraut og þjónustu á Ásvöllum eða umferð- aröryggi barnanna okkar? Þurfum við banaslys til að gera okkur grein fyrir alvöru málsins? Eiga börnin okk- ar ekki rétt á sambærilegu umferðaröryggi og önnur börn í Hafnarfirði? Deiliskipulag Reykjanesbrautar hef- ur verið kynnt og hafa íbúar sent inn formlegar at- hugasemdir án þess að hafa fengið formleg svör. Deili- skipulagið gerir ráð fyrir mislægum gatnamótum þar sem opnað verður fyrir umferð af Reykjanesbraut með tengingu við Suðurbraut. Árið 2006 fóru 11.000 bílar á sólarhring um þann hluta Reykjanesbrautar og talið er að árið 2024 muni umferðin vera komin upp í 26.000 bíla. Hluta af þessum umferðarþunga á að beina inn í íbúðarbyggð með 30 km hámarkshraða. Í áliti Skipu- lagsstofnunar kemur fram að helstu neikvæðu áhrif framkvæmdanna á umferðaröryggi sé hætta á auknum gegnumakstri við Hvaleyrarskóla. Hvaleyrarskóli er 600 barna skóli og það er algjörlega ábyrgðarlaust að hleypa umferð af fjórfaldri hraðbraut inn í íbúðarbyggð og beint framhjá skólanum. Í áliti skipulagsstofnunar kem- ur fram að umferðaröryggi fyrir bílaumferð muni batna en aukin umferð um Suðurbraut muni hafi neikvæð áhrif á gangandi vegfarendur, sérstaklega við Hvaleyr- arskóla. Nú þegar er umferð um Suðurbraut mjög mikil og ljóst er að aukin umferð mun stórminnka umferð- aröryggi ásamt því að auka hávaða og mengun. Börn í Hvaleyrarskóla sækja íþrótta- og sundkennslu á Ásvöll- um og þurfa því að fara nokkrum sinnum í viku yfir í Vallarhverfið. Það mun verða ógjörlegt fyrir foreldra að hvetja börnin sín til að ganga eða hjóla á æfingar sökum umferðarhættu. Að opna umferðina mun þýða að börnin okkar búi við alversta umferðaröryggi bæjarins og þar með er ekki jafnræði m.t.t. umferðaröryggis meðal barna í Hafnarfirði. Foreldraráð Hvaleyr- arskóla skorar á bæjaryfirvöld að falla frá því að opna fyrir umferð í gegnum Hvaleyrarholtið. Höfundur er formaður Foreldraráðs Hvaleyrarskóla og á þrjú börn. Hvers virði eru börnin okkar? ÁLIT Sveindís Jóhannsdóttir sveindis@talnet.is www.tskoli.is Tæknimenntaskólinn óskar eftir að ráða stundakennara á haustönn. Um er að ræða kennslu í eftirtöldum áföngum: Þýska: ÞÝS 103 (6 stundir á viku). Saga: SAG 103 (6 stundir á viku). Lífsleikni (12 stundir á viku). Nánari upplýsingar veitir Haukur Gunnarsson í síma 863 0363 og í tölvupósti: hau@tskoli.is. Stundakennarar óskast

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.