24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 13

24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 13
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 13 Vinstri græn búa í fortíðinniog eru á móti framförum,það vita all- ir. Allir vita líka að framsóknarmenn eru handhafar fram- tíðarinnar og allra framfara. Nú er Guðni Ágústsson, formaður Framsóknar, að hefja fundaherferð um landið til þess að ræða efnahagsvandann tæpu hálfu ári eftir að afturhaldsflokkurinn gerði slíkt. Auk þess lagði aft- urhaldið fram frumvarp um efna- hagsaðgerðir tæpri viku fyrir „svarta mánudaginn“. Þar var meðal annars að finna tillögur um að styrkja gjaldeyrisvaraforðann og stofnun þjóðhagsstofnunar. Er framtíð Framsóknar þá í fortíð- inni? Eða hvað? Öðru sinni hefur sannast aðValgerður Sverrisdóttir,fyrrverandi utanrík- isráðherra, er klárari pólitíkus en sumir hafa haldið fram. Ekki nóg með að hún hafi á undan Birni Bjarnasyni lagt til að kannað yrði hvort taka mætti upp evru án ESB-aðildar. Nú er líka komið í ljós að varaformaður Framsókn- arflokksins er mun snjallari en Davíð Oddsson, fyrrverandi for- maður Sjálfstæðisflokksins. Val- gerður sá nefnilega hætturnar sem felast í því að sitja á hljóðskrafi við ritstjóra Morgunblaðsins. Hún af- þakkaði þann heiður eftir tvö skipti og fannst að verið væri að veiða upp úr sér. Það er pólitísk snilld sem fólk úr mörgum flokkum öf- undar Valgerði af í dag. Orkumálaráðherrann, ÖssurSkarphéðinsson, hefurmargoft sýnt að hann er tilbúinn að ganga gegn tísku- straumum. Nú þegar grænt er hið nýja svart stígur hann fram og boðar olíu- leit í hafinu norð- austan við landið, á svokölluðu „Dreka- svæði“. Á sama tíma vinnur rík- isstjórnin hörðum höndum að markmiði sínu um að draga úr los- un gróðurhúsalofttegunda um 50- 70% fyrir miðja öld. Þáttur í því er einmitt að draga úr notkun jarð- efnaeldsneytis hér á landi. Össur er þó ekki fullkomið tískuslys því á dögunum opnaði hann fyrstu met- anstöðina þar sem borgarbúar geta fyllt bifreiðar sínar með metani úr sorhaugum borgarbúa. elias/beva@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Nýlega kom út mat ríkislög- reglustjóra á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi á Ís- landi. Matið, sem er afar fróðleg lesning og það fyrsta sinnar teg- undar, er unnið af greiningardeild ríkislögreglustjóra. Eitt af hlutverk- um greiningardeildarinnar er að vinna stefnumiðaða greiningu um þessi mál til lengri tíma og vinna áhættumat á víðtækum grunni sem taki mið af þróun mála hérlendis og erlendis og segja til um líklega framtíðarþróun þeirra. Matið er kærkomið og ætti að nýtast vel til að upplýsa almenning og aðstoða stjórnmálamenn við ákvarðana- töku á sviði lögreglumála. Grundvallarbreyting Í matinu kemur fram að nú hef- ur orðið grundvallarbreyting á skipulagðri glæpastarfsemi á Ís- landi. Hingað til hafa íslenskir rík- isborgarar nánast einir haldið uppi skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi s.s. varðandi smygl, sölu fíkniefna, tóbaks og áfengis. Nú hins vegar stendur lögreglan hér á landi frammi fyrir breyttum veru- leika og ræður þar mest um aukin aðkoma erlendra ríkisborgara að skipulagðri glæpastarfsemi sem og að starfsemin tekur nú til áður óþekktra sviða. Því fer hins vegar víðs fjarri að erlendir ríkisborgarar, búsettir hér á landi eða erlendis, standi fyrir allri skipulagðri glæpa- starfsemi hér á landi. Íslenskir glæpahópar eru ekki síður fyrir- ferðarmiklir á þessu sviði og telur greiningardeildin að samvinna ís- lenskra og erlendra glæpahópa muni eflast og verða víðtækari í framtíðinni en nú er. Aukin harka Helsti vandi löggæslunnar nú og í fyrirsjáanlegri framtíð er að sporna við innflutningi og sölu fíkniefna og brotum sem þeim oft fylgja s.s. peningaþvætti, skjalafalsi, vændi og ógnunum. Allar upplýs- ingar greiningardeildarinnar benda til þess að skipulögð glæpastarf- semi færist í vöxt hér á landi og ger- ist sífellt fjölbreyttari. Í matinu kemur fram að þetta eigi ekki síst við um erlenda glæpahópa, en er- lendir ríkisborgarar hafa í einhverj- um tilvikum verið „fluttir inn“ til skemmri eða lengri dvalar í þeim tilgangi að fremja afbrot. Í matinu kemur fram að vísbendingar eru um að þessi starfsemi sé mun um- fangsmeiri en flestir höfðu ætlað. Fram kemur í matinu að aukin harka setur mark sitt á skipulagða glæpastarfsemi hér á landi og að full ástæða sé til að óttast að enn aukin harka, þar með talinn vopna- burður, verði viðtekin í íslenskum undirheimum. Þessari þróun fylgir sú hætta að aukinnar andúðar gæti í garð útlendinga almennt og Aust- ur-Evrópubúa sérstaklega sem skapað getur spennu og minnkað umburðarlyndi í samfélaginu. Samkvæmt matinu kann þessi þró- un að geta af sér öfgahópa, sem ala á andúð í garð útlendinga og skap- að hættu á átökum, pólitískum og raunverulegum, milli hópa og ein- staklinga, sem eru á öndverðum meiði í þessum efnum. Víðtækari glæpasvið Í matinu er fjallað um víðtæk svið glæpastarfsemi sem lögreglan á við að etja sem tengjast m.a. vændi, barnaklámi, mansali, smygli á fólki, ofbeldi, fjársvikum og peninga- þvætti. Einnig er sérstaklega fjallað um mögulega hryðjuverkaógn og starfsemi henni tengda, en fram kemur að á síðustu árum hefur ver- ið komið í veg fyrir fjölda hryðju- verka í nágrannalöndum okkar s.s. í Bretlandi, Þýskalandi og Dan- mörku. Greiningardeildin metur hættu á hryðjuverkum hér á landi litla um þessar mundir en tekið er skýrt fram að lögreglan á Íslandi búi ekki yfir forvirkum rannsókn- arheimildum innan þessa mála- flokks og megi því ekki safna upp- lýsingum um einstaklinga eða lögaðila fyrr en fyrir liggi rökstudd- ur grunur um tiltekið afbrot. Lær- dómurinn sem draga má af ofan- greindu mati er að löggæslan á Íslandi stendur frammi fyrir gjör- breyttum aðstæðum. Því ber okkur að standa þétt við bak löggæslunn- ar og efla fjárhagsleg og fagleg úr- ræði hennar til að viðhalda öryggi Íslands og Íslendinga. Höfundur er alþingismaður Ný löggæsluverkefni VIÐHORF aSiv Friðleifsdóttir Helsti vandi löggæsl- unnar nú og í fyrirsjáan- legri framtíð er að sporna við innflutn- ingi og sölu fíkniefna. LÆKKAÐ VERÐ SUMARTILBOÐ ® Skipholti 50b • 105 Reykjavík Það er meira í Mogganum Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800 í dag Þriðjudagur 26. ágúst 2008  Þrír ljósmyndarar ausa af viskubrunni sínum. » Meira í Morgunblaðinu Nokkur góð ráð  Byggingu verslunar- miðstöðvar í miðbænum slegið á frest. » Meira í Morgunblaðinu Hægir á  Akiko Haji er í hlutastarfi á Grund. Í tómstund- um hefur hún hins vegar ráð- ist í að þýða íslenskar bókmenntir yfir á móðurmál sitt. » Meira í Morgunblaðinu Þýðir á japönsku  Ferðaskrifstofur bæta við ferðum og kannast ekki við að kreppa sé í landinu. » Meira í Morgunblaðinu Sólarþrá um vetur

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.