24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 29

24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 29
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 29 „Ekkert okkar hafði komið til Jamaíku áður og við vissum því ekki við hverju var að búast. En þetta var auðvitað fyrst og fremst skemmtiferð og hún var mjög vel heppnuð,“ segir Gunnar Gunn- arsson hagfræðinemi en hann fór ásamt skólafélögum í útskriftar- ferð til New York og Jamaíku í sumar. „Við vorum á hóteli við ströndina sem er sérstaklega ætl- að ungu fólki. Þar var allt innifal- ið í verðinu og við fengum því mat og drykki eins og við gátum í okkur látið.“ Tíminn var því helst nýttur til þess að slappa af og njóta þess sem ströndin hafði upp á að bjóða. Eitt kvöldið fór hópurinn á skemmtistað sem aðallega var sóttur af innfæddum og lenti í áhugaverðri lífsreynslu þar. „Við vorum þarna á þessum skemmtistað þegar við heyrðum allt í einu háværa byssuhvelli. Nokkrir gestir beygðu sig niður en flestir héldu bara áfram að dansa eins og þetta væri ekkert óvenjulegt. Svo kom í ljós að þetta voru lögreglumenn fyrir ut- an sem skutu af byssunum sín- um, en ekki á neinn. Við vitum svo sem ekki meira.“ Auðguðu líka andann Eins og oft er með slíkar ferðir nýtti hópurinn tækifærið til þess að læra eitthvað nýtt. „Við stoppuðum í nokkra daga í New York á leiðinni heim og þá heimsóttum við meðal annars Sameinuðu þjóðirnar. Svo skoð- uðum við Columbia-háskólann og hittum þar Jón Steinsson, doktor í hagfræði, sem kennir við skólann.“ Ferðin heppnaðist því vel í alla staði og segist Gunnar alveg geta hugsað sér að fara aftur til Jamaíku. haukurj@24stundir.is Hagfræðinemar í HÍ fóru í útskriftarferð til New York og Jamaíku Afslöppun við Karíbahafið Úrhelli Miklar dembur áttu það til að skella á hópinn. Sagt er að óvíða í heiminum verði ferðamenn fyrir meiri áreitni sölu- manna en við egypsku píramídana. En brátt verður breyting þar á því nærri 20 km löng girðing með ör- yggismyndavélum og hreyfiskynj- urum mun brátt loka stóru svæði í kringum þessar merkilegu minjar. Hingað til hefur svæðið aðeins ver- ið lokað með lágum steinvegg og því hafa betlarar og sölumenn átt greiða leið að ferðamönnunum. Til svipaðra aðgerða hefur verið gripið víða um heim, t.d. í Róm og Aþenu þar sem helstu minjar eru nú verndaðar meira en áður, ekki síst vegna hryðjuverkaógnar. hj Píramídagestir fá loksins frið Fjölmörg flugfélög undirbúa sig nú fyrir erfiðan vetur og hafa gripið til aðgerða til að létta farminn. British Airways hyggst létta mál- tíðir farþega, losa sig við papp- írsgögn fyrir áhöfnina og fá sér léttari matarvagna. Þá ætlar Virgin að minnka salt- og piparpoka og notast við léttari hnífapör. Einnig hyggjast sum félög fækka tímarit- um, heyrnatólum og teppum. hj Flugfélög reyna að létta vélarnar LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Fólkið þar er alveg rosalega vingjarnlegt og talaði mikið við mig úti á götu og bauð mér heim til sín í te. útlönd upp til hópa.“ Segir Einar Örn að það hafi einnig verið mikil upplifun að sjá Jerúsalem sem sé einstök og borg sem allir ættu að fara til. En sam- anburðurinn á Ísrael og arabalönd- unum í kring var líka afar áhuga- verður. „Fólkið er í raun allt öðruvísi og það er allt öðruvísi ástand. Miklu betra efnahagsástand til dæmis.“ Aldrei verið öruggari Það kemur ef til vill einhverjum á óvart að þrátt fyrir að ástandið í Mið-Austurlöndum sé víða ekki eins og best væri á kosið þá upp- lifði Einar sig alls staðar mjög öruggan. „Ég lenti aldrei í aðstæðum þar sem ég varð eitthvað skelkaður. Í Damaskus gat ég verið úti á götu klukkan tvö um nótt og ég hef í rauninni aldrei upplifað mig eins öruggan. Fólkið var einhvern veg- inn bara þannig. Og líkurnar á því að lenda í einhverjum árásum eða slíku eru hverfandi og ég fann aldr- ei fyrir ótta við slíkt.“ Eftir Hauk Johnson haukurj@24stundir.is „Það kom mér í rauninni á óvart hversu vel mér var tekið alls staðar, þó svo að fólk héldi að ég væri Bandaríkjamaður,“ segir Einar Örn Einarsson, hagfræðingur og annar eigandi Serrano-veitingastaðanna. Hann er jafnframt mikill ferða- langur og víðförulli en flestir en nú í vor ákvað hann að afgreiða Mið- Austurlönd og tók sér til þess tvo mánuði. Boðið í te hjá ókunnugum „Ég byrjaði í Beirút í Líbanon, fór svo til Sýrlands, Jórdaníu og Ísrael,“ segir Einar Örn en hann eyddi alls þremur vikum í Sýrlandi og segir hann dvölina þar líklega standa upp úr. „Fólkið þar er alveg rosalega vin- gjarnlegt og talaði mikið við mig úti á götu og bauð mér heim til sín í te. Og þau voru alveg laus við alla yfirborðsmennsku og höfðu raun- verulegan áhuga á því að tala við útlendinga. Bara ótrúlega gott fólk Ferðaðist einn síns liðs um Mið-Austurlönd Aldrei fundist ég öruggari Musteri Bakkusar Einar Örn heimstótti musteri Bakk- usar í Baalbek í Líbanon. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Barbados 29. október frá kr. 129.900 *** Mjög takmörkuð gisting í boði á þessu verði! *** Heimsferðir bjóða frábært tilboð á 10 nátta ferð til einnar helstu ferða- mannaparadísar heimsins, Barbados í Karíbahafinu og gistingu á Hotel Butterfly Beach ***. Barbados hefur allt að bjóða ferðamönnum. Hvítar, pálmavaxnar og víðfeðmar draumastrendur, 25 gráðu heitan og kristaltær- an sjó og meðalhitastig rétt um 30 gráður allan ársins hring. Vinsældir þessarar litlu eyju eru með eindæmum og fólk sem þangað leggur leið sína, gerir það aftur og aftur. Fólkið er einstaklega gestrisið og mjög vina- legt í viðmóti - og hér er ekki asi á nokkrum. Gríptu þetta einstaka tæki- færi og bókaðu ferð til Barba- dos á frábærum kjörum. Þar er andrúmsloftið heillandi, að- stæður fyrir ferðamenn frábær- ar og einstök stemning eyjunn- ar grípur alla sem þangað koma. Fjölbreytt gisting í boði. Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Verð kr. 129.900 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Butterfly Beach *** með morgunverði í 10 nætur. Ath. mjög takmörkuð gisting í boði á þessu sérstaka tilboðsverði. Ótrúlegt sértilboð *** 10 nátta ferð

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.