24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 32

24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 24stundir Það er ekki hægt að segja annað en það sé sterkur svipur með söngv- urunum Geiri Ólafssyni og Eyþóri Inga Gunnlaugssyni, sem bar sigur úr býtum í sjónvarpsþættinum Bandið hans Bubba. Báðir skarta fal- lega ljósum makka og hafa einstakan hæfileika til að bræða hjörtu yng- ismeyja úr kílómeters fjarlægð. Ekki skemmir það svo að báðir geta sungið eins og englar þó svo þeir félagarnir feti ólíkar brautir í tónlist- arbransanum. Tvífararnir í tónlistarbransanum með enskumælandi leikurum. Í myndinni leikur Didda ljóð- skáldið Önnu er hefur unnið fyrir sér með því að selja marijuana til sívaxandi kúnnahóps. Þegar hún svo ákveður að hætta í bransanum og selja kúnnalista sinn hæstbjóð- anda fer allt í bál og brand. Ef til vill hefur viðfangsefnið stuðað við- kvæma íslenska gagnrýnendur. „Ég held að það hafi eitthvað með það að gera. Kannski finna þeir það ekki í sér að vera að hrósa ein- hverju í hástert sem er nánast ólög- legt umfangsefni. Kannski út af því að það er ekki verið að rakka reyk- ingar niður heldur er nálgunin í myndinni að þetta sé eðlilegur hluti af lífinu. Margir virðast vera á móti þeirri nálgun,“ segir Hlín. Velgengni nýjustu kvikmyndar Sólveigar Anspach erlendis er þvert á móttökur íslenskra gagnrýnenda er gáfu fæstir myndinni yfir þrjár stjörnur. Þrátt fyrir að vera rétt komin af klippiborðinu hefur myndin þegar unnið til verðlauna á einni kvikmyndahátíð og sópar nú að sér góðum dómum í erlend- um miðlum. Nú síðast bættist í hópinn tímaritið Variety er segir myndin smávaxna gleði, skreytta með töfrandi augnablikum. „Ég fór fyrst út til Frakklands til að sjá grófa klippingu af myndinni fyrir nokkrum mánuðum og þá strax var stórt dreififyrirtæki í Frakklandi komið með áhuga. Það gaf góðan tón og tilefni til bjartsýni fyrir okkur,“ segir Hlín Jóhann- esdóttir meðframleiðandi hjá Zik- Zak, er viðurkennir að hafa orðið hissa á viðbrögðum íslenskra gagn- rýnenda yfir myndinni. „Ég veit ekki hvað skal segja um það. Ætli þetta sé ekki bara gamla klisjan með spámanninn í eigin föðurlandi? Hún Sólveig hefur bú- ið lengi í Frakklandi og skilur kannski hvað þeim líkar þar. Það hafa margir haft gaman af þessari mynd hérna heima en dómarnir voru ekki í samræmi við væntingar okkar og það sem síðar hefur kom- ið í ljós erlendis.“ Kvikmyndavefurinn Screen- daily.com fjallaði um myndina á vef sínum í síðustu viku og spáir myndinni mikilli velgengni og seg- ir hana vel fallna til endurgerðar Viðbrögð erlendra gagnrýnenda við Skrapp út eru þvert á dóma íslenskra blaða Skrapp út Þrátt fyrir slaka dóma í íslenskum miðlum hefur ekki dregið úr aðsókn á myndina. Framleiðendur vonast til að vaxandi áhugi á myndinni haldi henni lengi í bíó. „Enginn er spámaður í eigin landi“ 24stundir/Árni Sæberg Samkvæmt breska dagblaðinu The Daily Telegraph er leikstjórinn Chris Nolan farinn að huga að því að velja leikkonu til að leika katt- arkonuna fyrir þriðju Batman- myndina. Sú leikkona sem hann vill einna helst að taki hlutverkið að sér er engin önnur en hin 62 ára gamla söngkona Cher. „Cher er fyrsti valkostur Nolans til að leika kattarkonuna. Hann vill að hún leiki hana eins og dað- urdrós á efri árum ævi sinnar,“ sagði háttsettur starfsmaður War- ner Bros.-kvikmyndaversins við Telegraph og bætti því við að sú persóna sem myndi sjást í þriðju Batman-mynd Nolans yrði frá- brugðin öllum fyrri birting- armyndum. „Hin nýja kattarkona mun verða algjör andstæða við þær persónur sem Michelle Pfeiffer og Halle Berry hafa skapað.“ Nú þegar hefur mikið verið rætt um hvaða persónur og leikarar muni koma fram í næstu mynd Nolans um hina svartklæddu hetju Gotham-borgar. Mikið hefur verið rætt um að Johnny Depp taki að sér hlutverk The Riddler, sem Jim Carrey lék á sínum tíma, en það hefur ekki verið staðfest. vij Nýja kattarkonan er … Cher? Splunkunýtt myndband Sigur Rósar við lagið Inni í mér syngur vitleysingur er komið á netið. Því var fyrst sleppt út á myspacetv fyrir helgi en það fer í spilun á MTV-sjónvarpsstöðinni innan skamms. Myndbandið var tekið upp á Náttúrutónleikunum í Laugardal en hljóðrásin undir er þó af plöt- unni sjálfri. Lagið er án efa með því vinsældavænna er sveitin hef- ur gefið út til þessa. Sveitin er þekkt fyrir góð myndbönd en MTV í Bretlandi valdi Svefn-G- Engla í hóp bestu myndbanda allra tíma. Nýtt myndband frá Sigur Rós Aðþrengdur Afsakið að ég er til! ÉG ÆTLA AÐ LENDA NÚNA KALLI , ÉG KANNAST EITTHVAÐ VIÐ GAURINN SEM ER AÐ FARA ÚT MEÐ RUSL IÐ HEIMA HJÁ MÉR STÆRSTA HLUTVERK HENNAR Í LÍFINU VAR AÐ VERA MÓÐIR ÞRIGGJA BARNA. HLUTVERK HENNAR SEM RÍKUR HVÍTFLIBBI VAR Í ÖÐRU SÆTI Bizzaró Góðar og slæmar fréttir. Steini stökk út um skrifstofugluggann hjá sér og lést sam- stundis. ... Já, ótrúlegt ... ... en hann lenti á forstjóranum ... Þakka þér fyrir það!! MYNDASÖGUR FÓLK 24@24stundir.is a Kannski finna þeir það ekki í sér að vera að hrósa einhverju í hástert sem er nánast ólöglegt umfangsefni. fréttir Grennandi meðferð Rétt verð 55.700 kr. hringið núna í síma 577 7007 CELLÓNUDD: Kemur blóðrásinni af stað, hjálpar til við frekara niðurbrot og losar líkamann við eiturefni. HÚÐBURSTUN: Opnar húðina og gerir leirnum kleift að fara vel inn í hana. HLJÓÐBYLGJUR: Brjóta niður fitu. VAFNINGAR: Leir er borinn á húðina sem gerir hana stinna, silkimjúka og er jafnframt mjög vatns- losandi. Síðan er notaður Universal líkamsvafningur en með honum missir þú að minnsta kosti 16 cm í hvert skipti. FLABÉLOS: Að lokum er gott að fara í nokkrar mínútur í Flabélos tækið. Sumartilboð 29.200 kr. TVÍFARARNIR

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.