24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 8

24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 24stundir Fyrrverandi forsætisráðherrann Nawaz Sharif tilkynnti í gær að hann hefði ákveðið að draga flokk sinn úr ríkisstjórn Pakistans. Flokkurinn er annar stærsti flokk- ur landsins, en stjórnin hefur ekki komið sér saman um hvort eigi að skipa þá dómara, sem fyrrverandi forsetinn Pervez Musharraf rak, aftur í embætti. Flokkur Sharifs hefur einnig átt í deilum við stærsta flokkinn, PPP, um hver eigi að taka við sem næsti forseti landsins. Reiknað er með að Asif Ali Zardar, leiðtogi PPP og ekkill Benazir Bhutto, verði kjör- inn forseti 6. september. Ákvörðun Sharifs ýtir enn frekar undir efnahagslegan óstöðugleika, en mikið óvissuástand hefur ríkt í landinu síðustu mánuði. Gengi pakistönsku rúpíunnar féll um tvö prósent til viðbótar í gær og hefur aldrei verið lægra. aí Enn deilt um dómarana í Pakistan Dregur flokkinn úr samsteypustjórninni Danska þingið hefur samþykkt að stærsti vindmyllugarður heims muni rísa milli Djursland á Jót- landi og eyjarinnar Anholt í Katte- gat fyrir árið 2012. Reistar verða um hundrað risavindmyllur með samanlagða framleiðslugetu upp á 400 megavött. Áætlað er að garðurinn komi til með að kosta jafnvirði um 50 millj- arða króna og að myllurnar komi til með að framleiða rafmagn fyrir um 400 þúsund dönsk heimili. Uppbygging vindmyllugarðsins er liður í því að draga úr útblæstri Dana á gróðurhúsalofttegundum. Danskir þingmenn eru jafnframt sammála um að hefja rannsóknir á öðrum vindmyllugarði við Læsø og Kriegers Flak í Eystrasalti. Kriegers Flak er sérstaklega vel til þess fallið að reisa vindmyllugarð vegna mik- ils grunnsævis, en svæðið tilheyrir Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi og hafa öll ríkin áætlanir um að reisa þar vindmyllur. Danskir jafnaðarmenn, sem eru í stjórnarandstöðu, eru mjög ánægðir með ákvörðunina um uppbyggingu vindmyllugarðsins í Kattegat og segja það mikinn sigur fyrir þá. atlii@24stundir.is Vindmyllugarður í Kattegat Verður sá stærsti Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is Þúsundir bandarískra demókrata eru nú samankomnar í Denver í Colorado-ríki til að sækja flokks- þing demókrata. Barack Obama mun á þinginu formlega hljóta út- nefningu sem forsetaefni flokksins í forsetakosningunum sem fram fara þriðjudaginn 4. nóvember. Mætir á morgun Eiginkona Obama, Michelle, flutti stefnuræðu fyrir hönd eigin- manns síns í gærkvöldi. Obama mun sjálfur mæta til flokksþingsins á morgun þar sem hann sækir nú kosningafundi á stöðum þar sem þykir mjótt á munum milli hans og Johns McCains, forsetaefnis repú- blikana. Talsmenn Demókrataflokksins hafa reynt að draga úr þeim sögu- sögnum að sundurlyndi ríki innan herbúða demókrata vegna vals Obama á öldungadeildarþingmann- inum Joe Biden sem varaforsetaefni. Að sögn eru margir stuðnings- menn Hillary Clinton, helsta and- stæðings Obama í forvali demó- krata, reiðir þar sem hún hafi aldrei alvarlega komið til greina í hlutverk- ið. 80 þúsund manns Obama mun formlega taka við útnefningu flokksins á fimmtudag- inn, er hann ávarpar 80 þúsund manns á INVESCO Field, leikvangi ruðningsliðsins Denver Broncos. Talsmaður Obama segir að gleði og hamingja muni einkenna flokks- þingið. Á forsetaframbjóðandinn að hafa verið í sambandi við hjónin Bill og Hillary Clinton og eru allir sam- mála um að vinna sem best að því að skapa sem mesta einingu innan flokksins. Hillary hefur sjálf hvatt stuðn- ingsmenn sína til að greiða Obama atkvæði á miðvikudagskvöldið. Fréttaskýrandi BBC telur þó vel hugsanlegt að margir þeirra muni ekki verða við ósk hennar og greiða henni atkvæði í táknrænni athöfn. Ekki gróið um heilt Nýleg könnun Wall Street Journal leiddi í ljós að einungis 52 prósent stuðningsmanna Hillary Clinton hafa gert upp hug sinn og kjósa Obama í nóvember. Fimmtungur sagðist ætla að kjósa McCain og rúmur fjórðungur er enn óákveð- inn. Þó að flokksþingið hafi formlega verið sett í gær fór fram trúarsam- koma fyrir fylgjendur allra trúar- bragða í Colorado-ráðstefnumið- stöðinni í Denver á sunnudaginn. Talið er að með samkomunni hafi demókratar reynt að höfða sérstak- lega til mjög trúaðra kjósenda, en kannanir sýna fram á nokkuð öruggt forskot McCains meðal þeirra. Flokksþing demókrata hafið  Þúsundir bandarískra demókrata eru samankomnar í Denver  Einhver reiði ríkir meðal hluta stuðningsmanna Hillary Clinton ➤ Michelle, eiginkona Obama,flutti stefnuræðu í gærkvöldi. ➤ Í dag: Mark Warner, fyrrver-andi ríkisstjóri í Virginíu, flyt- ur stefnuræðu, auk þess sem Hillary Clinton flytur ræðu. ➤ Á morgun: Meðal ræðu-manna eru Bill Clinton, fyrr- verandi forseti, og Joe Biden, varaforsetaefni Obama. ➤ Fimmtudagur: Obama tekurvið útnefningunni sem for- setaefni demókrata, auk þess sem hann flytur ræðu. DAGSKRÁ ÞINGSINS NordicPhotos/AFPÞing Öllu er tjaldað til svo að flokksþingið verði sem glæsilegast.Sonur manns sem er efst- ur á lista stofnunar Simon Wiesenthal í Ísrael yfir eftirlýsta nasista, vill að faðir sinn verði úrskurð- aður látinn svo að hann komist yfir auðæfi föður síns og geti gefið þau til rannsóknarverkefna á þeim stað sem faðirinn framdi glæpina. Ariberts Heim, sem hefur hlotið viðurnefnið „Doktor Dauði“, hefur verið saknað um margra ára skeið, en hann er sakaður um að hafa pyntað og framkvæmt viðurstyggilegar tilraunir á fjölda fólks í Maut- hausen-einangrunarbúðunum í Austurríki á tímum seinni heimsstyrj- aldar. Sé hann á lífi er hann nú 94 ára gamall. Ekkert hefur spurst til Heim frá árinu 1962. Sonur hans, Ruediger, seg- ir þó að honum og móður hans, hafi borist dularfull bréf, 1962 og 1967, hugsanlega frá Heim, þar sem stóð „Ég hef það fínt.“ Ruediger segist þó ekki viss um að bréfin hafi í raun komið frá föður hans. aí Verði úrskurðaður látinn Dóttir Margaret Thatcher, fyrr- um forsætisráðherra Bretlands, lýsir andlegri hrörnun móður sinnar í nýrri bók sem kemur út í næsta mánuði. Carol Thatcher segir að móðir hennar eigi í vandræðum með að ljúka setn- ingum, viti ekki hvar hún eigi heima og gleymi jafnvel að eig- inmaður hennar Denis sé látinn, en hann lést árið 2003. Hin 82 ára Thatcher er sögð þjást af elliglöpum og hefur heilsu hennar hrakað mikið eftir röð minni háttar heilablóðfalla. Carol segir að Járnfrúin hafi sýnt fyrstu merki elliglapa fyrir um áratug og hafi þá meðal annars ruglast á stríðinu á Balkanskaga á tíunda áratugnum og Falklands- eyjastríðinu 1982. Margaret Thatcher gegndi emb- ætti forsætisráðherra Bretlands á árunum 1979 til 1990. aí Lýsir andlegri hrörnun móður Tveir þingmenn simbabvesku sjónarandstöðunnar voru hand- teknir er þeir mættu til að taka sæti á þinginu, fimm mánuðum eftir kosningarnar í landinu. Talsmaður MDC, flokks Morgans Tsvangirai, sagði að lögregla vildi handtaka 15 þingmenn svo að flokkur Roberts Mugabe ynni kjör þingsins um nýjan þing- forseta. Það gekk þó ekki eftir. aí Tveir þingmenn teknir höndum Leitarmenn hafa gefið upp alla von um að finna átta fjall- göngumenn á lífi eftir að snjóflóð féll á mennina í hlíðum Mont- Blanc du Tacul í frönsku Ölp- unum á sunnudaginn. Slysið er mannskæðasta fjallgönguslysið í Evrópu í rúman áratug. Að sögn skipuðu fimm Austur- ríkismenn og þrír Svisslendingar fjallgönguhópinn. aí Átta létust á Mont Blanc Flugöryggi stafar hætta af því ein- elti sem tíðkast meðal eldri og yngri flugmanna hjá flugfélaginu SAS í Noregi. Í leynilegri skýrslu norsku flugmálastofnunarinnar segir að SAS verði að grípa til taf- arlausra aðgerða vegna ástandsins og er vinnuumhverfið í flugstjórn- arklefunum harðlega gagnrýnt. „Menn innan beggja hópa beita aðra flugmenn einelti og dregur ófélagslyndið úr öryggissamstarfinu í flugstjórnarklefanum,“ segir í skýrslunni. Í nýlegri könnun meðal starfsmanna SAS kemur fram að fimmti hver flugmaður telur sig hafa verið beittan einelti á vinnustað. atlii@24stundir.is Einelti í flugstjórnarklefanum STUTT ● Sprengjuárás Danskur her- maður lét í gær lífið í Helm- and-héraði í Afganistan þegar bíll, sem hann var í, lenti á heimatilbúinni sprengju. Mað- urinn var fluttur á hersjúkra- hús þar sem hann af sárum sínum. ● Úr landinu Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, segir að bandarísk stjórnvöld og Írakar hafi náð samkomulagi um, að erlendur her fari út úr landinu fyrir árið 2011. ● Mávar Skosk stjórnvöld hafa lýst yfir stríði gegn sífellt árás- argjarnari borgarmávum. Fyrsta orrustan verður háð í vor í bænum Dumfries þegar sérstakur „átakshópur“ mun eyða hreiðrum mávanna og hrekja þá á brott.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.