24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 15

24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 15
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 15 Engin útborgun! Frábær símatilboð hjá Vodafone. Þú borgar ekkert út, afborganir dreifast á 12 mánuði á kreditkort. Auk þess færðu 2.000 kr. inneign í hverjum mánuði í heilt ár. Lifðu núna Sony Ericsson W890i • Afborgun 4.000 kr. á mánuði í 1 ár • 2.000 kr. inneign á mánuði í 1 ár • 500 MB niðurhal á mánuði í 1 ár* 0 kr. út Nokia 6120 • Afborgun 2.000 kr. á mánuði í 1 ár • 2.000 kr. inneign á mánuði í 1 ár 0 kr. út *Gildir um gagnaflutninga innanlands. Tilboðið gildir til 20. september 2008. Þú færð 2.000 kr. inneign á mánuði! F í t o n / S Í A Rússaher hefur ætt sem storm- sveipur um Georgíu, langt og víða út fyrir S-Ossetíu, með loftárásum jafnvel umhverfis Tblisi. Margir undrast, aðrir yppta öxlum af því að þeir átta sig ekki á, hve langt var gengið, að Rússar stefndu í raun að því að fella þjóðkjörinn forseta Georgíu og öðlast vald yfir Svarta- hafshéröðum hennar auk Ossetíu eða á því, að háski stafar að sjálfum heimsfriðnum. Um hernaðarfram- vinduna hef ég fæst orð, en vísa til afar fróðlegra fréttaskýringa Júl- íusar Sigurþórssonar á julli.blog.is. Hvað varðar tilgang og markmið hins árangursríka árásaraðila, skul- um við hafa hugfast, að þau geta verið margþætt og margvísleg á einum og sama tíma. Hjá herveldi með klóka KGB-menn í forystu (Pútín og Ívanov) er það mjög lík- legt. Þaulskipulagður er t.d. hinn vel heppnaði kynningarþáttur þeirra og áróðursstaða á alþjóða- vettvangi. Einnig skiptir miklu meðal markmiða stórveldisins að það prófar hér í verki áhrif og ár- angur endurskipulagningar Rússa- hers síðustu árin, bættra þjálfunar- aðferða og mikilla heræfinga. En þær nægðu ekki einar, hin nýja og að ætla mátti aukna geta hersins þurfti að prófast í verki í raunátök- um, eins og gerzt hefur fyrr í Evr- ópu. Þarna var tækifæri sem sann- arlega var gripið með glimrandi árangri. Mótvægi frá fréttamönnum Eins var reynt á heimssamfélag- ið, könnuð viðbrögð, gengið eins langt og Moskvumönnum var unnt án þess að virðast komnir út í stórfellt alþjóðahneyksli. Þar skipti máli bæði aðstaða og staðbundin einangrun Georgíumanna (sem gaf Rússum færi á að blása út „grimmd“ Georgíuhers, fullyrða jafnvel um „þjóðarmorð“); einnig áróðurskynningarmennskan og hve langt hún dygði þeim. Helzta mótvægið kom frá þeim frétta- mönnum, sem bezt stóðu sig í kröppum aðstæðum snöggrar at- burðarásar og áróðursmoldviðris, og gott innslag Bush forseta og Condoleezzu Rice. Megintilgangur aðgerðarinnar var að færa út veldi og áhrif Rússa. Þeir voru byrjaðir á því með löngum fyrirvara með útdeilingu rússneskra vegabréfa til 80 prósent íbúa S-Ossetíu, sem var gróf, óvin- veitt aðgerð gagnvart öðru full- valda ríki, en þetta var eitt atriðið í klókindalegum undirbúningi, sem og að ýta samtímis undir „aðskiln- aðarhreyfingu“ og bandalagsvilja við Rússa, líkt og nazistar gerðu fyrir sjálfa sig í Súdetahéröðum Tékkóslóvakíu. Tilgangurinn er bæði stjórnarfars- og efnahagsleg útþensla, að komast í þá aðstöðu að hafa vald yfir eða áhrif á orkuút- flutning Georgíumanna og efla þannig allt að því einokunarvald Rússa yfir sumum helztu orku- þörfum Evrópumanna. Einnig að skapa Rússum sterkari taflstöðu gagnvart öðrum skelfdum ná- grannaríkjum. En auðlindir eru vald og voru hvati margra stríða. Bitbein og fórnarlömb Sóknarfærin nýttu Rússar sér af snilld, þ. á m. misreiknaðan stuðn- ing Evrópubandalagsins (EBé) við héraðið bláfátæka Kosovo, sem rænt var frá Serbum (helztu lang- tímabandamönnum Rússa í pans- lavísku hreyfingunni í meira en öld), svæði sem með móðgandi hætti við Rússa var gert að sjálf- stæðu örríki sem er þó að miklu leyti á framfærslu EBé; auka-slysa- kostnaður fyrir Evrópu felst svo í því fordæmi sem þarna var sett og Rússar geta nýtt sér með „sannfær- andi hætti“, heima við og jafnvel erlendis, til að stuðla að „sjálf- stæði“ einstakra héraða og að því að rífa þau frá nágrannaríkjunum. Abkasía er fallin nánast átaka- laust. Fleiri Kákasushéröð geta orðið bitbein og fórnarlömb í beinu framhaldi, já, óbein afleiðing þessarar heimskulegu EBé-stefnu og það sem verra er: árangursrík reynslan af tilrauninni getur að endingu ógnað sjálfri Úkraínu og yfirráðum hennar yfir SA-lands- hlutum sínum, þ.m.t. Krímskaga, sem Sovétmenn færðu í heiðurs- skyni undan rússneska sovétlýð- veldinu undir það úkraínska (þá var auðvelt að ráðskast með svo mikla hluti, enda öllu veldinu stjórnað í reynd af alræðinu í Kreml). En að Úkraínumenn þver- skölluðust við að leyfa Rússum að nota Sevastopol-höfn til herflutn- inga til Georgíu mýkir sízt geð Pút- íns. Ekki trygg landamæri Hér sést þá stórtæk, íbúandi þýðing og afleiðingar þessara at- burða, þessa ytri aðdraganda og undirbúnings, „ævintýramennsku“ og útþenslu Rússa, hvernig svo sem þetta mun síðan taka á sig mynd í Georgíu sjálfri á komandi vikum og árum. Þar ber ekki aðeins að líta á þann „árangur“, á ytra borði, sem friðarumleitanir Frakka hafa borið, heldur á hitt fyrst og fremst, hvort Rússar efni heit sín eða hvernig þeir svindli sér fram hjá þeim. Svo virðist einmitt í reynd, því að jafn- vel „brottför“ hers þeirra felur í sér hervirki þeirra og fylgifiska þeirra á enn fleiri stöðum, níðzt var á Gori- búum langt sunnan S-Ossetíu og fjölda annarra, heimili rænd og brennd og konum nauðgað og þjóðernishreinsunum jafnvel beitt, auk eyðileggingar herstöðva og flugvalla langt utan sjálfstjórnar- svæðanna tveggja, og í Potihöfn var sex georgískum herskipum sökkt. Landamærin á þessum slóðum reynast sannarlega ekki trygg. Hvaða „smáatriði“ sem okkur kunna að virðast, geta og hafa haft þar áhrif og verið nýtt til hins ýtr- asta, svo sem tímasetningin (með tilliti til ÓL í Peking). Rauði herinn er þar ekki á byrjunarreit: hann hóf sína svívirðilegu innrás í Afganist- an á jóladag 1979! Höfundur er guðfræðingur. Hver var tilgang- ur innrásar? UMRÆÐAN aJón Valur Jensson Megintil- gangur að- gerðarinnar var að færa út veldi og áhrif Rússa. Rússland „Rússar nýttu sóknarfærin af snilld.“

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.