24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 24stundir VÍÐA UM HEIM Algarve 25 Amsterdam 20 Alicante 28 Barcelona 25 Berlín 20 Las Palmas 26 Dublin 17 Frankfurt 21 Glasgow 15 Brussel 19 Hamborg 17 Helsinki 19 Kaupmannahöfn 19 London 19 Madrid 32 Mílanó 22 Montreal 16 Lúxemborg 16 New York 23 Nuuk 6 Orlando 25 Osló 20 Genf 22 París 21 Mallorca 29 Stokkhólmur 17 Þórshöfn 13 Norðan og norðvestan 8-13 m/s og rigning með köflum vestantil á landinu, en suðaustan 8-13 austantil og stöku skúrir. Austlæg átt á lNorðurlandi. VEÐRIÐ Í DAG 11 10 15 9 14 Hlýjast á Austurlandi Hæg suðvestlæg eða breytileg átt og dálítil rigning eða skúrir í flestum landshlutum. Hiti 8 til 14 stig. Þurrt verður þó að mestu á Vest- fjörðum og á hálendinu. VEÐRIÐ Á MORGUN 11 10 13 12 12 Rignir í flestum landshlutum www. spron.is SPRON leggur áherslu á persónulega þjónustu sem stuðlar að fjárhagslegum ávinningi allrar fjölskyldunnar. A R G U S / 0 8 -0 3 2 9 árangri ... Við náum Ferðareglur í flugi sem hvergi voru kynntar, komu fjölskyldu úr Hafnarfirði í vanda í júlí. Kostnaður lendir á fólkinu sjálfu en það er ís- lenskir ríkisborgarar ættaðir frá Króatíu og dvaldi þar í fríinu. Aðeins frumrit, takk! Daría Kospenda og eiginmaður hennar fóru á undan börnunum til Króatíu. Elsta dóttirin Tína Kristín 29 ára og eiginmaður hennar komu á eftir með yngri bræður Tínu og héldu frá Keflavík, með German Wings, upp úr miðnætti aðfaranótt 3. júlí. Miðarnir voru keyptir á net- inu. Systkinin lentu í Bonn og ætluðu þaðan til Zagreb morguninn eftir. Við hliðið út í Króat- íuvélina voru þau stöðvuð og sagt að strákarnir færu ekki lengra, systurina skorti vottorð frá foreldrum um að hún mætti taka ábyrgð á þeim. „Enginn sagði okkur frá því þegar við keyptum miðana,“ segir Tína Kristín. Hún hringdi í móður sína. En afrit af undirrituðu leyfi henni- ar, vottað af sýslumanninum í Hafnarfirði dugði ekki. Engin afrit, bara frumrit, sögðu flugvall- arstarfsmenn í Bonn. „Við vorum alveg brjál- uð,“ segir Tína Kristín. Flugmiðum hent og lest tekin Eftir tilraunir til að leysa málið fór svo að systkinin gáfust upp á flugvallarharkinu og tóku lest frá Bonn til Zagreb. Það kostaði 90 þúsund íslenskar og flugmiðarnir fengust ekki bættir. Annar viðbótarkostnaður við ferðir, símhring- ingar og öflun leyfa og vottorða sem ekki voru tekin gild nemur líklega öðru eins og þrír frí- dagar fóru í súginn. Rugltjónið fæst hvergi bætt. „Tryggingar segja nei, allir segja nei og ég vil vara fólk við því sem getur gerst þegar það fer í frí,“ segir Daría, móðir Tínu Kristínar. beva@24stundir.is Nýjar reglur um farþega í flugi settu sumarfrí úr skorðum og kostuðu mikla peninga Varar við óvæntum uppákomum í flugi ● Könnun Tveir af hverjum þremur íbúum í Reykjavík eru andvígir meirihlutasamstarfi Framsóknarflokksins og Sj́álf- stæðisflokksins, samkvæmt nýrri könnun Capacent fyrir Stöð 2 og sagt var frá í kvöldfréttum stöðvarinnar í gær. Könnunin var gerð á viku löngu tímabili. ● Leiðrétting Þau leiðu mis- töku urðu í laugardagsblaði 24 stunda, 23. ágúst síðastliðinn, að krossgáta síðustu viku var end- urbirt ásamt leiðréttingu. Því miður verður því ekki tekið á móti réttum lausnum vegna þeirrar krossgátu. Rétt krossgáta verður birt næsta laugardag. Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Frakkar eru nískastir Evrópu- manna þegar kemur að því að gefa börnum vasapeninga. Franskir foreldrar gefa börn- um, sex til 15 ára, að meðaltali jafnvirði 2.200 króna á mán- uði, samkvæmt nýrri breskri könnun. Portúgalar mælast hins vegar gjafmildastir og gefa þeim 7.200 krónur á mánuði. Að sögn fær 71% evr- ópskra barna vasapeninga frá foreldrum sínum. aí Vasapeningar til barna Frakkar nískir SKONDIÐ STUTT Í tilefni af heimkomu silfurverð- launahafa og annarra íslenskra ól- ympíufara býður ríkisstjórnin, Reykjavíkurborg og Íþrótta- og ól- ympíusamband Íslands til fagnað- arfundar íslensku þjóðarinnar miðvikudaginn 27. ágúst. Ferð ólympíufaranna hefst á Hlemmi kl. 18 á opnum vagni og er förinni heitið niður Laugveg og lýkur á Arnarhóli þar sem þjóðin mun hylla íþróttafólkið kl. 18.30. Silfurverðlaun handboltalandsliðs- ins á Ólympíuleikunum hafa vakið mikla athygli bæði hér heima og erlendis. Á lokaleiknum í Peking voru m.a. forsetahjónin, menntamála- ráðherra og Björgólfur Thor Björg- ólfsson. Hérlendis sást íslenski fán- inn blakta á sunnudaginn og fólk flykktist m.a. í Sambíóin og íþróttahallir til að fylgjast með leiknum. áb Hetjurnar hylltar við heimkomu frá Peking Aka á opnum vagni niður Laugaveginn

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.