24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 16

24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 24stundirI . Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@24stundir.is „Mér finnst mjög líklegt að olíu- verð hafi náð toppnum,“ segir Ás- geir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings. Verð á eldsneyti hefur hækkað á ný á flestum bensínstöðvum landsins eftir lækkun um helgina í tilefni af góðu gengi íslenska handbolta- landsliðsins. Hækkanir á undanhaldi „Þær gríðarlegu hækkanir sem við höfum verið að sjá eru á und- anhaldi,“ segir Már Erlingsson, innkaupastjóri Skeljungs. Að sögn Ásgeirs er tiltölulega lítið hægt að auka framboð á olíu til skamms tíma og því þarf ekki mikið að ger- ast til þess að það þrengi aftur að framboði, sem leiðir til hækkunar. Fyrr í sumar hækkaði olíutunnan til dæmis um hálfan Bandaríkja- dollar eftir að nígerískir vígamenn réðust á og skemmdu tvær olíu- leiðslur Shell-olíufélagsins í norð- urhluta Nígeríu. Bensínverð hefur aldrei verið hærra en í ár og í rauninni eru margir farnir að líta á bílinn sem munaðarvöru. Dæmi eru um að fólk setji eyðslufreka bíla á sölu og skipti yfir í sparneytnari fararskjóta sökum hás bensínsverðs. „Það sem er merkilegt er að sársaukamörk- um neytenda var náð í kreppunni. Við sjáum hjá okkur að neysla bensíns hefur dregist verulega sam- an en það hefur ekki gerst und- anfarin ár þótt bensínverð hafi hækkað stöðugt,“ segir Már. Að sögn Ásgeirs hefur því verið fleygt að eðlilegt verð á olíu sé í kringum 100 dollara á tunnu. Mun hin mikla spákaupmennska sem einkennt hefur heimsmarkað fyrir olíu vera á undanhaldi. Ætti það að skila sér í stöðugra verðlagi á bens- íni til neytenda. Hins vegar er afar ólíklegt að neytendur fari að sjá sambærilegt verð og tíðkaðist fyrir nokkrum árum þegar bensínlítrinn var í kringum 100 kr. Til saman- burðar kostaði bensínlítrinn 114 kr. í júlí 2005 en 165 kr. núna. Ein af stóru spurningunum er hvað gerist í löndum þar sem olía er niðurgreidd í miklum mæli. Vöxtur í olíuneyslu hefur verið mjög stöðugur í Asíu en lítill í Vest- ur-Evrópu og Bandaríkjunum. Niðurgreiðslur, til dæmis á Ind- landi og í Kína, hafa mikil áhrif á heimsmarkaðsverð. Egypsk stjórn- völd eyða t.d. meira í niðurgreidda olíu en í menntamál. Í Kína eru niðurgreiðslurnar réttlættar með lífskjarastefnu og stuðningi við þarlendan landbúnað. Á ferðinni Undanhald spákaup- mennsku ætti að skila sér í stöð- ugra verðlagi á bensíni til neytenda. Olíuverð lík- lega á toppnum  „Sársaukamörkum“ neytenda náð  Framboð heldur áfram að minnka  Niðurgreiðslur hafa mikil áhrif á heimsmarkaðsverð ➤ Olíuverð náði hámarki í júlí áþessu ári. Að mati hagfræð- ings hefur það líklega topp- að. Spákaupmennska er á undanhaldi. ➤ Algengt verð á bensínlítr-anum er nú 165,70 krónur og dísillítranum 181,60 krónur. ➤ Bensínsverð náði sögulegumhæðum í sumar. Að fylla bíl með 60 l tank af 95 okt. kost- aði 7.476 kr. í júní 2007. Nú kostar það 9.942 kr. en í júní á þessu ári 10.224 kr. BENSÍNVERÐ MARKAÐURINN Í GÆR              ! ""#                      !   " #  $    % &'()* &   + ,- ./-  0        12    '    '3.   .4 2  *5 / 62 62, , 7  ,      8 2    8     ,/  !  "                                                       7,   6 , 9   " & ;<= <<< >; ?=< <<< >= ?;= <@< =A >@< <B? ?B< <@= @>B >= @@? = ;;B AC; =<@ =BB AB@ B= ;BB CAC @> ;;< <<< >D >;D >A@ = >>A ==C >DA ?AD < > =AC >AA = AB? ==C ?@? =>C + @< === + + C@ C@< <<< + + ;E;A @E=D ?BE>@ DE<C >@EC@ >CE?? >AEB< B<DE<< ?=ED@ D@EC< =E@? AEC@ A<EC< ?<>E<< >B>?E<< ?@<E<< >@=E@< + ?E?A + + =B>@E<< ><E<< + ;EBC @EC@ ?BE=@ DE>< >@E@@ >CE=< >AEB@ B><E<< ?=EA< D;E=< =E;A AE@= A>E<< ?<CE<< >B?<E<< ?@@E<< >@;E<< ?>EA< ?E?A + DE@< =BB<E<< ><E@< @E<< ./  ,  > @ @ >? ?D > = == >@ ; ; ? > + = > > + ? + + C + + F  , , ?@ D ?<<D ?@ D ?<<D ?@ D ?<<D ?@ D ?<<D ?@ D ?<<D ?@ D ?<<D ?@ D ?<<D ?@ D ?<<D ?@ D ?<<D ?@ D ?<<D ?@ D ?<<D ?@ D ?<<D ?@ D ?<<D ?< D ?<<D ?@ D ?<<D ?? D ?<<D ?@ D ?<<D >; B ?<<D ?@ D ?<<D ; >? ?<<B = ; ?<<D ?@ D ?<<D >C D ?<<D B = ?<<D ● Heildarviðskipti í kauphöllinni á Íslandi námu tæpum 7 millj- örðum króna í gær. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir um 840 milljónir og viðskipti með skuldabréf fyrir um 6,1 milljarð. ● Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,5% í gær og er lokagildi hennar 4.257 stig. ● Mest viðskipti voru með hluta- bréf Kaupþings banka, eða fyrir um 305 milljónir og Glitnis banka, um 270 milljónir. ● Mest lækkun varð á hlutabréf- um Century Aluminium, en þau lækkuðu um 3,6%. Þá lækkuðu hlutabréf Exista um 2,0% og Kaupþings banka um 0,8%. ● Mest hækkun varð á hlutabréf- um Atlantic Petroleum, 4,9%. Þá hækkuðu bréf Spron um 4,1%. Danskir neytendur hafa ekki verið svartsýnni en nú und- anfarin 18 ár ef marka má nýja mælingu væntingarvísitölu þar í landi. Vísitalan hefur ekki verið lægri frá því í nóvember 1990 en hún hefur farið lækkandi allt frá árinu 2006. Danska hagstofan segir að Danir séu svartsýnir bæði á hagkerfið í heild og einnig á eigin fjármál. Þeir gera ráð fyrir verðhækkunum á næsta ári. mbl.is Danir svartsýnni en áður Kaffihúsakeðjan Star- bucks og gosdrykkjafram- leiðandinn Pepsi hafa gert með sér samkomulag um framleiðslu og dreifingu á Tazo-vörulínu með til- búnu tei. Í vörulínunni verða íste, safablönduð te og jurtate sem fara í dreifingu í Bandaríkj- unum og Kanada til að byrja með. Samstarf fyr- irtækjanna nær aftur til ársins 1994 þegar þau stofnuðu saman NACP sem átti stóran þátt í að ryðja brautina fyr- ir tilbúið te. Starbucks hefur átt í rekstrarvandræðum undanfarið en nýlega til- kynnti fyrirtækið um lokun 600 kaffihúsa í Bandaríkjunum á næstu mánuðum. Svo virðist sem neysluvenjur fólks séu að breyt- ast í versnandi efnahagsárferði og færri bandarískir neytendur til- búnir að greiða hátt verð fyrir kaffidrykki. þþ Starbucks og Pepsi saman Hagnaður Byrs fyrstu sex mán- uði ársins 2008 dróst saman um 95% miðað við sama tímabil í fyrra. Nam hagnaður Byrs 215,6 milljónum króna en 4.342,5 milljónum á sama tíma í fyrra. Stjórn Byrs hefur boðað til stofnfjáreigendafundar 27. ágúst nk. þar sem lagt verður til að rekstrarforminu verði breytt úr sjálfseignarstofnun í hluta- félag. Eigið fé sjóðsins hefur dregist saman um 7.893,2 m.kr. frá áramótum eða eða um 14,8%. mbl.is Hagnaður Byrs dregst saman Gengi krónunnar veiktist um 1,28% á gjaldeyrismarkaði í gær en veltan á millibankamarkaði var 14,5 milljarðar króna. Við upphaf viðskipta stóð geng- isvísitalan í 156,70 stigum en í lok dags var hún 158,70 stig. Við lokun markaða í gær var gengi Bandaríkjadals 82,37 krónur, gengi evru 121,90 krón- ur, breska pundsins 153,06 krónur og gengi dönsku krón- unnar 16,174 kr. mbl.is Krónan veiktist um 1,28% FÉ OG FRAMI frettir24stundir.is a „Mér finnst mjög líklegt að olíu- verð hafi toppað,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greining- ardeildar Kaupþings. SALA JPY 0,7507 1,05% EUR 121,71 0,74% GVT 158,47 0,80% SALA USD 82,29 0,85% GBP 152,56 0,85% DKK 16,316 0,73%

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.