24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 40

24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 40
24stundir ? Bloggarinn Sigurður Þór Guðjónssonleggur til að nafni Íslands verði breytt afþeirri einföldu ástæðu að það er ekkiréttnefni. Fínn punktur. Þjóðfélagsrýn-irinn Egill Helgson tekur undir hug-myndirnar og óskar eftir tillögum ábloggi sínu. Nokkrar tillögur voru þegarkomnar þegar þessi pistill var skrifaður; Jón stingur upp á Thule eða Frón, Björg- vin Valur stingur upp á Aurland og Haukur Kristinsson vill að Ísland kallist Álland. Mér finnst Ísland fínt nafn, þó að það sé ekki fullkomið. Það er ekkert sérstaklega kalt hérna á veturna miðað við nærliggjandi lönd, þó að það sé ekk- ert sérstaklega hlýtt hérna á sumrin held- ur. Ísland er langt frá því að vera þakið ís og Grænlendingar ættu samkvæmt öllu að vera búnir að skipta á nafni við okkur. En af hverju ættum við snarlega að hætta að hugleiða að breyta nafninu? Jú, við megum ekki djínxa veðrinu. Síðustu sumur hafa nefnilega verið einstaklega ljúf á Íslandi og það væri týpískt að sú þróun mynd skyndilega snúast við ef nafni landsins yrði til dæmis breytt í Grænland. Allir jöklar landsins myndu stækka á ný og fimbulkaldur vetur myndi herja á okkur ellefu mánuði á ári – í stað níu. Sem Íslendingar erum við vön að útskýra fyrir fólki að það sé ekk- ert svo mikill ís á landinu okkar þrátt fyrir nafnið. Ef nafninu verður breytt sé ég fram á að sem Grænlendingur þurfi ég innan fárra ára að útskýra að græn engi dvelji í fortíðinni – gras hafi í raun hætt að spretta þegar við breyttum nafn- inu okkar úr Ísland í Grænland. Djínx! Ísland verður Grænland Atli Fannar Bjarkason vill halda nafninu. YFIR STRIKIÐ Eigum við að breyta nafni landsins? 24 LÍFIÐ Viðbrögð gagnrýnenda við gam- anmyndinni Skrapp út erlendis eru mun betri en hér heima. Góðir dómar í Variety. Útlendingarnir elska Skrapp út »32 Gagnrýnandi blaðsins segir The Rocker skemmtilega mynd og að hún gæti alveg eins ver- ið ævisaga Petes Best. The Rocker fær tvær og hálfa stjörnu »35 Aðstandendur heimilda- og stutt- myndahátíðarinnar Shorts & docs hafa breytt Austurbæ aftur í kvikmyndahús. Austurbær er aftur orðinn að bíói »34 ● Melodica- hátíð í Reykjavík „Melodica er það sem er kallað slef- organ á íslensku. Blásturshljóðfæri sem er eins og blanda af harm- onikku og munn- hörpu,“ segir Svavar Knútur úr Hrauni er stendur fyrir tveggja daga fjölþjóðlegri söngvaskálda- veislu á Café Rósenberg um næstu helgi er heitir eftir hljóðfærinu. „Ég held að það verði bara einn trúbad- úr sem mun nota þetta á hátíðinni. Hún heitir bara þessu nafni af því að þetta er svo einfalt hljóðfæri, sem er notað til að lita lög.“ ● Matthías er skáld „Mitt svar við þessu er ein- falt, þetta lýsir manninum sjálf- um. Matthías er skáld og ég hef ekki annað um þessi ummæli hans að segja. Mér finnst þetta mjög ósmekklegt af manninum“ segir Helgi S. Guðmundsson, fyrr- verandi formaður bankaráðs Seðlabankans, um skrif Matthíasar Johannessen. Í þeim kemur fram að Helgi hafi leitað ráða hjá Matt- híasi um hvernig mætti hrista af sér fullyrðingar um að hann væri hálfviti. „Þessi skrif hans dæma sig sjálf.“ ● Klezmer fjör „Ég kynntist klez- mer-tónlist þegar ég var 16 ára nem- andi í Tónlistar- skólanum í Reykjavík. Ég heillaðist strax mjög af þessari tónlist og þegar ég kom til Parísar var ég ákveðin í að stofna klezmer- hljómsveit,“ segir Heiða Björg Jó- hannsdóttir, stofnandi og einn meðlima hljómsveitarinnar Klez- mer Kaos. Hljómsveitin hefur get- ið sér gott orð í Evrópu en spilar í fyrsta sinn á Íslandi hinn 3. sept- ember næstkomandi. Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.