Réttur


Réttur - 01.10.1987, Page 29

Réttur - 01.10.1987, Page 29
bandi minnist ég þess að hann sagðist ein- hverntíma hafa rætt við Meistara Pórberg um þau mál og hefði farið vel á með þeim. Mummi var skapmaður mikill, en grunnt var á gamanseminni. Minnist ég í því sambandi sögu, sem hann sagði mér af því þegar hann var á togara og þeir voru að leggjast að í Grimsby. Datt þeim, sem stóðu frammi á hvalbak allt í einu í hug að fara að kyrja „Eldgamla ísafold“. Sagði hann að þá hefðu „Tjallarnir11 á kajanum rifið niður húfurnar í þeirri trú að íslendingar væru að syngja breska þjóðsönginn. Guðmundur kvæntist efyrlifandi konu sinni Þórheiði Sumarliðadóttur árið 1930. Þau áttu einn kjörson, Aðalstein, en hann lést árið 1948, aðeins 16 ára gamall. Mummi minn. Ég minnist með eftirsjá þeirra stunda þegar ég sat hjá þér í litla súðarherberginu á Þinghólsbraut 19 í Kópavoginum og þú talaðir um „pólu- tík“, „spíritisma“ og drauma. Þetta var rétt upp úr 1960 og haustið 1965 fluttum við Gyða og krakkarnir hingað austur á Selfoss. Og alltaf voruð þið Þóra fyrstu gestirnir til okkar á vorin. Það var eitt- hvað hátíðlegt við þá daga. Og grunnt var á pólitíkinni hjá þér, þegar þú dróst upp úr blússuvasanum þennan ómissandi brjóstsykurspoka, helltir úr honum á eld- húsborðið og skiptir innihaldinu hnífjafnt á milli krakkanna, segjandi um leið „Nú skiptum við þjóðarkökunni“. Hvernig gat það farið saman hjá þér Mummi; spíritisminn, draumarnir og þessi róttækni? Það skilja þeir sem þekktu þig vel. Ég vona að nú sértu kominn á þitt óska- plan Mummi minnn, hvar sem það nú er. Ég sakna þín. 205

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.