Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1941, Page 1

Skinfaxi - 01.11.1941, Page 1
Skinfaxi II. 1941. Jóhann Frímann: Snorri í Reykholti. — Sjö alda dánarminning. — I. Ótíndir þorparar og illræðismenn vógu Snorra Sturlu- son varnarlausan í kjallara urudir húsum hér í Reykholti i'yrir nærfellt sjö öldum siðan — nóttina eflir Mauritius- messu eða aðfaranótt 23. sept. 1241. — Þessa athurðar mun ávallt verða minnzt sem einhverra hinna harm- söguleguslu leiksloka í sögu þjóðar vorrar frá öndverðu. í fljótu hragði virðist viðhurður þessi þó eklci sérlega stórkostlegur, sé liann borinn saman við aðrar ógnir, meiðingar, brennur, dráp og vígaferli, er voru svo Iiversdagsleg tíðindi að kalla á landi hér í þann tíma: Flokkur manna fer með leynd um dimma haustnótt um Reykholtsdal liingað að Reykliolti. Hér taka þeir liús á gömlum manni. Hann kemst — sjálfsagt fáklædd- ur — úr rekkju sinni í kjallara undir húsunum, en þeir verða lians þar skjótt varir og ganga í kjallarann fimm saman. Þar drepa þeir þennan gamla mann vopnlausan og — að því er hezt verður séð á frásögn Sturlungu ■— án þess að hann geri nokkra tilraun lil þess að bera liönd fyrir höfuð sér. Slík tíðimdi og —• að því er virðist í fljótu bragði — miklu stórkostlegri, voru daglegir viðburðir að kalla á þeim árum. Sé þess hins vegar gætt, að þessi gamli mað- 4

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.