Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1941, Síða 2

Skinfaxi - 01.11.1941, Síða 2
50 SKINFAXI ur, er þarna lét líf sitl með svo sviplegum hætti, var höfuðsnillingur íslenzkra bókmennta að fornu og nýju, eini Islendingurinn, sem hlotið liefir svo óskoraða lieims- frægð, að bókmenntamenn um víða veröld telja sér skylt að kunna á honum nokkur skil, sjálfur Snorri Sturluson, þá fer það að verða skiljanlegt, að þessi at- burður sé einn sá liarmsögulegasti og minnisstæðasti í sögu þessarar fámennu og afskekktu þjóðar. — Sjálf- ur Sliakespeare liefði naumast getað fundið öllu átakan- legri leikslok en þessi, sem lífið sjálft liefir ort hér norð- ur í haustmyrkrunum og fásinninu: Nokkrir ótíndir og liversdagslegir þorparar og illvirkjar ráða niðurlögum slíks verslegs og andlegs höfðingja á svo níðinslegan hátt. Svo segir í Sturlungu, að Simon knútur l)að Árna beisk að höggva hann. „Eigi skal liöggva“, sagði Snorri. „Högg þú“, sagði Simon. „Eigi skal höggva“, sagði Snorri þá aftur. Eftir það veitti Árni beiskur honum banasár, „ok báðir þeir Þorsteinn (Guðinason) unnu á honum“. II. Snorri Sturluson var vilanlega engan veginn galla- laus maður. Því fer meira að segja víðsfjarri, þótt hinir miklu kostir lians og snilldargáfur orki því, að brestir lians eru löngurn gleymdir og fyrirgefnir. En þótt hann væri að ýmsu leyti ekki barnanna beztur meðal liöfð- ingja sinna tima, hygg eg þó, að þessi andlátsorð hans, „eigi skal höggva“, séu í fullu samræmi við lif hans og slörf. Sjálfur var hann enginn vígamaður, þótt hann hafi vafalaust stundum ált nokkurn þátt í vígaferlum m.eð ráðum sínum og tillögum. En óhætt mun að full- yrða, að honum liafi iiæði verið það miklu tamara, enda hafi það og verið í miklu betra samræmi við lundarfar lians og lifsskoðanir allar, að koma ár sinni fyrir horð með tilstyrk vitsmuna sinna og ldókinda en með likam- lcgu ofheldi, blóðsúthellingum og vígaferlum. —- Hitt

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.