Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1941, Side 6

Skinfaxi - 01.11.1941, Side 6
54 SKINFAXI skáld segir, að hann var „búþegn góðr, en eigi férikr.“ Það er því Ijóst, að orðið „sannauðigr“ merkir ekki sama og „féríkr“. Sigurður Nordal hefir hent á, að það sé merkilegt, að orð þetta skuli ekki koma annars staðar fyrirM fornu máli en í þessari vísu Snorra. Ritstörf hans sýni líka, að Snorri kunni að m,eta fleira en féð, þótt sjálfur væri hann talinn ágjarn meira en í meðalhófi. Nú er auður hans, sá, er mölur og ryð fær grandað, díeifður fyrir öllum veðrum, og óðöl hans og höfuðból komust fljótt undan ætt hans og lögmætum erfingjum. En sökum þess, að hann var elcki aðeins auðugur mað- ur, heldur og „sannauðigr“, gat hann skilað arfleið sinni, þeirri er ein skipti máli, er stundir liðu fram: óðölum snilldar sinnar og auðæfum, anda síns, óskoruðum í hendur réttra arftaka, íslenzku þjóðinni til fullrar eign- ar og umráða, meðan hún liefir manndóm til að geyma þeii-ra fjársjóða svo að viðhlítandi megi kallast. IV. Hér í Reykholti var í vor rofinn öskuhaugur sá hinn mikli, sem hlaðizt liefir í nærfellt sjö aldir sunnan og austan i hæjarliól þann, er hér hefir verið á dögum Snorra. Þegar héraðsskólinn var reistur hér fyrir fáum árum síðan, hefir liaugur þessi lent að mestu í liúsa- garði milli skólahússins og Ieikfimiskálans og myndar vallgróin brún hans nú hvamm þann, er lyknr urn Snorralaug að norðan og vestan. Þarna fundust djúpt í jörðu göng ein allmikil, en samanhrunin nokkuð og orpin moldu. Stefna þau beint á laugina frá þeim stað, sem „gamli bærinn“ stóð á, en hann hefir nú verið rif- inn fyrir nokkrum, árum síðan. Sterk rök hníga að því, að bæjarhús liér hafi alltaf staðið á þessum stað, eða þar mjög nálægt. Þegar hetur var að gáð, kom það í ljós, að neðri endi gangs þessa opnaðist við laugarbarminn, þar sem hóllinn er brattastur. Telja fróðir menn vafa- laust, að þarna séu fundin göng þau, er tengt hafi sam-

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.