Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1941, Side 11

Skinfaxi - 01.11.1941, Side 11
SKINFAXI 59 búann. En sakir þess, að hann var ekki skáld, fékk liann ekki kveðið, og komst aldrei lengra fjnár honnm áfram um kveðskapinn, en að hann byrjaði svo: „Hér iiggr skáld“, en meira gat liann ekki kveðið. Það var eina nótt sem oftar, að hann liggur á liauginum og hefir liina sömu iðn fyrir stafni. Siðan sofnar liann. Dreymir hann þá, að haugurinn opnast, og gengur þar út maður mik- il' vexti og vel búinn. Hann gengur upp á hauginn að Hallbirni og mælir: „Þar liggr þú, Hallbjörn, og vildir þú fást í því, sem þér er ekki lánat at yrkja lof um mik“. Segir liann, að nú verði annað tveggja, að honum verði þessi íþrótt lagin, og hljóti hann frægð af, eða hann þurfi ekki i þessu að brjótast lengur. „Skal ek nú kveða fyrir þér vísu, ok ef þú getr numit vísuna ok kannt liana, þá er þú vaknar, þá munt þú verða þjóðskáld ok yrkja lof um marga höfðingja.“ Síðan togar hann á honum tunguna og kvað vísu þá, er þetta er upphaf að: „Hér liggr skáld, þats skálda skörungr vas mestr at flestu“. ---- Ritstjórn „Skinfaxa“ hað mig að minnast sjö alda dánarafmælis Snorra Sturlusonar í Reykholti með fá- einum orðum, er birtast skyldu i ritinu. — Ég hefi nú legið eina kveldstund á haugi Snorra, ef svo mætti að orði komast, og freistað þess að yrkja um liann eins konar lofkvæði. En svo er misskipt giftu okkar Ilall- bjarnar hala, er við viljum háðir fást í því, sem okkur var ekki lánað, að haugbúinn hefir ekki gengið úr haugn- um, til þess að toga í mér tunguna og gera mig þannig að þjóðskáldi. Ég er því enn ekki kominn lengra en að hyrjuninni, eða litlu betur en Hallhjörn hali fékk hotn- að kvæðið. En vel má gera hans orð að minum: „Hér liggr skáld, þats skálda skörungr vas mestr al flestu.“------ Reykliolti, 2. sept. 1941.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.