Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1941, Qupperneq 19

Skinfaxi - 01.11.1941, Qupperneq 19
SKINFAXI 67 Sigurvin Einarsson: Brautryðjandi. Um nýársleytið i fyrra héll Umf. Von á Rauða- sandi liátíðlegt 30 ára afmæli sitt. Stofnandi þess félags og aðalfor- ystumaður alla tíð var Eyjólfur Sveinsson kennari að Lambavatni. Hann lá veikur, er af- mælishátiðin var, og lézt nokkrum dögum síðar. Fyrir 30 árum var Rauðisandur allfjöl- mennur. Á hverjum hæ var tillölulega margt æskumanna og kvenna, sem j^ráðu íelagslegt samstarf og framfarir. Eyjólfur Sveinsson. Eyjólfur liafði þá nýlokið námi, fyrst i Flenshorgar- skóla en síðan í Noregi. Gerðist hann þá barnakennari Ranðsendinga og gegndi þvi starfi meðan liann lifði, af fráhærri snilld. En þáttur hans i félagslífi unga fólks- ins varð þó engu ómerkari. Hann sameinaði allt yngra fólk Rauðasandsins í sterkt félagsheimili, þar sem jöfn- um höndum voru iðkaðar íþróttir, ritstörf, málfegrun, auk almennra skemmtana og margs annars. Þar reyndi eitthvað á alla. Enginn komst lijá því að gegna störfum við silt liæfi, hvorki sá elzti né hinn yngsti. Unglingar um fermingaraldur sem miðaldra bændur töldu sig eiga heima í félaginu og reyndust liðtækir þátttakendur. Skyldurækni og samvizkusemi Eyjólfs, góðvild lians og 5*

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.