Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1941, Qupperneq 39

Skinfaxi - 01.11.1941, Qupperneq 39
SKINFAXI 87 honum ágætt lið, svo að hann átti nokkurn kost hvíldar. En er kraftarnir söfnuðust ofulítið, var svo örlátlega af þeim ausið við skyldustörfin, að vinsemd manna og hjálp kom loks fyrir ekki. Starfið var of erfitt, en það hefðu öll störf orð- ið Eiríki, og þótt hann hefði haft fulla heilsu. Frá þeim sjón- arhól séð var heilsubilun hans ekki i sjálfu sér harmsefni. Mannást hans, ört streymandi eins og uppsprettulind, var svo sneydd tilliti til eigin hags og sjálfsvarðvcizlu, svo guð- leg, að mannlegir möguleikar rúmuðu hana ekki. Kærleikur hans þekkti engin takmörk hyggindanna. Hann leitaði að þörfum vina sinna og jafnvel löngunum. Glaður hefði hann gefið sinn síðasta eyri fyrir vínföng, hefði vinur hans horið sig illa vegna skorts á þeim, og var hann þó frábitinn nautn- um. Um slíka góðsemi má líklega deila, en það er ef til vill einmitt þetta við Eirík, sem gerir hann þeim, sem þekktu hann vel, ógleymanlegan. Hann var af alhuga góður, og svo vildi hann einnig vera sannur. Allan hálfleik og óheilindi hataði hann, miskunnarlaust reif hann niður það, sem honmn fannst byggt á ósannindum, hvað sem notagildi þess leið. Þólt Eiríkur væri heill og ós'kiptur að góðleik og sannleiks- ást, var hann ekki maður heilsteyptur. Hann var lengst af leitandi og þvi oft í ósátt við sjálfan sig. Sál hans var ekki í æskilegu jafnvægi og mun sjúkdómur hans hafa valdið miklu um, en það þó mest, að vitsmunir hans, sem voru miklir, héldust ekki í hendur við tilfinningar hans, sem voru heitar og ríkar. Yar hér eðlismunur, en ekki magns: Vit hans var einkum prófandi, gagnrýnið; siður skapandi, vísindamanns- ins; tilfinning og vilji miklu jákvæðara, kennimannsins. Lífs- skoðun sú, er hann vildi skapa sér, var honum ef til vill of- viða. Hún skyldi rúma hann allan, vera rökrétt vísindi, en einnig opinberunarbók réttlætisins og kærleikans. En liér varð erfitt um hlutföll. Eðlisþætlirnir tveir, vits og tilfinn- inga, voru svo rikir, hvor um sig, ólikir og sjálfstæðir, að þeir þoldu ekki þann afslátt, er samræmd lieild heimtar. Varð reyndin sú, að meir gætti gagnrýni og aðfinnslna, er talið barst að lífsskoðunum, en liin hlýja persóna varð nær ein- völd í s'amskiptum og náinni kynningu. Til ]>ess að skilja Eirík, þurfti því ekki aðeins að vita um skoðanir hans, held- ur einnig hver drengur hann var. Iíéðan, sem eg sit nú, er langt heim. Það hefir lengzt, því að nú er mér horfinn ánægjulegur áfangastaður, heimili Ei- ríks og hann sjálfur, er hann var heimiliskennari frú Aðal- bjargar Sigurðardóttur, og siðar er hann átti konu og lítinn

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.