Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1941, Side 46

Skinfaxi - 01.11.1941, Side 46
94 SKINFAXI hún verður undir hraunstorku blaðanna. Fara menn ekki hráð- um að kvarta um, að jafnvel Jónas sé of þungur? Kennarar þurfa að gefa þessari bók gætur. Væri það óskynsamlcgt, að t, d. íslenzkukennarar héraðsskólanna færu yfir þessa bók í vetur orð fyrir orð? Nemendum væri það eins hollt og einhvers konar yfirlitshrafl bókmenntanna. Hið þróttmesta á 19. öld og merkasti arfur eldri tima fellur þeim i skaut, er kynnir sér vel ævi og störf Jónasar Hallgrímssonar. Ung- mennafélagar, munið að hafa „Ljóð og sögur“ með ykkur á fundi i vetur! E. J. E. Ragnheiður Jónsdóttir: Arfur. Skáldsaga. Rvik 1941. Útg. ísafoldarprentsmiðja. Frú Ragnheiður hefir nokkuð fengizt við skáldskap og þótt takast vel. Nú færist hún mest i fang, er hún semur all-langa skáldsögu. Ótvirætt er hún gerð eftir forskrift raunsæisstefn- unnar. En hún er varasöm að tvennu leyti einkum: Skáld hennar mála oft með of dökkum litum og einkum þau, sem eru að eðlisfari rómantísk, en hafa af misskilningi eða þráa ritað í raunsæisanda. Hins vegar hættir raunsæisskáldunum við, er þau vilja vera sem hófsömust og hafa allt sem rétt- ast, að frásögnin verði hversdagsleg (barnaleg). Ilins siðara gætir talsvert í þessari sögu. Rókin mun sýna allrétta mynd af nútímalífinu í hinum stærstu bæjum okkar. Og myndin er ekki aðeins rétt, svo langt sem hún nær, að baki hennar verð- ur vart umbótavilja höfundarins. Rarnaverndarnefndir liefðu t. d. gott af því að kynna sér bóki'na. Saga þessi er þess verð, að hún sé lesin og að menn hugsi um efni hennar. E. J. E. Auk umgetinna bóka hafa Skinfaxa verið send þessi rit: Theodór Arnbjörnsson: Sagnaþættir úr Húnaþingi. Rvík 1941. 133 bls. með myndum. Arnór Sigurjónsson ritar formála. Verð kr. 12.00. Ágæt bók, einkum fyrri hlutinn. Ásmundur Guðmundsson: Haraldur Nielsson. Rvík 1938. — 59 s. Verð kr. 2.50. Vandað rit og vel samið. Hugrún: Mánaskin. Ljóðmæli. Rvik 1941. 191 s. Verð kr. 8.00. Snoturt kver. Útgef. allra ísafoldarprentsmiðja h.f.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.