Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Síða 6

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Síða 6
 t AGNAR KL. JÓNSSON Með Agnari Klemensi Jónssyni sendiherra er Nestor utanríkisþjónustu íslands fallinn í val- inn. Hann var fæddur við Tjörnina í Reykjavík 13. október 1909. Foreldrar hans voru Klemens Jónsson landritari og síðar ráðherra og seinni kona hans Anna María Schiöth, dóttir H. Schiöth bakarameistara á Akureyri og síðar bankagjaldkera. Að Agnari stóðu stórmerkir ættstofnar og bar hann þess glöggan vott. Hann fæddist og ólst upp í foreldrahúsum, einhverju helsta menn- ingarheimili landsins. Systursonur Agnars, Björn Tryggvason aðstoðarbankastjóri, lýsir í merkri minningargrein um frænda sinn og vin heimilisbrag í glæstum húsakynnum að Tjarn- argötu 22 og segir m.a.: ,,Þetta var hrífandi heimur í þessari glæsilegu um- gjörð á fegursta stað í bænum við Tjörnina.11 Af snjallri lýsingu Björns á heimilisbrag í Tjarnargötu er Ijóst hve hann hefur hrifist af honum þegar á bernskuskeiði. Má nærri geta hver gæfa það hefur verið Agnari að alast upp við slík kjör. Lengi býr að fyrstu gerð og er þá ekki að furða að Agnar, sem erfði helstu kosti mikilla ætta og mótaðist í slíku umhverfi, yrði slíkur maður menningar og fágunar í lífi og starfi. Þeir sem til þekkja vita að hann var í röð allra fremstu embættismanna þjóðarinnar, hollur og traustur; mátti hvorki vamm sitt né þjóðar sinnar vita. Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra lét svo ummælt við lát Agnars: „Enginn hefur átt lengri starfsferil í íslenskri utanríkisþjónustu en Agnar Kl. Jónsson og víst er að Agnar átti mikinn metnað íslenskri utanríkisþjónustu til handa. Sá metnaður ungs manns hefur sennilega verið sprottinn í upphafi úr jarðvegi sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. En alla tíð leit Agnar Kl. Jónsson á meðferð utanríkismála íslands sem staðfestingu, varðveislu og eflingu sjálf- stæðis þjóðarinnar. í þeim efnum fylgdist Agnar vel með tímanum, straum- um og stefnum, en hélt engu að síður eða einmitt þess vegna vel áttum. Stefnufastari eða traustari mann en Agnar var í starfi og dagfari öllu gat ekki, enda vann hann sér og landi sínu virðingu allra þeirra, sem hann átti skipti við erlendis sem hérlendis.'1 Þetta er glæsileg lýsing og sönn er hún. Undir þessi orð munu margir vilja taka. Um námsferil og embættisstörf vísa ég að mestu til Lögfræðingatals sem hann sjálfur samdi og út kom 1976. Þar getur að líta í stuttu máli náms- og 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.