Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Side 16

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Side 16
1 Viðaukum 1-8 er fjallað nánar um framkvæmd hinna einstöku ákvæða sáttmálans og nánari skilgreiningar gefnar á þeim. í Viðauka 9 er alþjóðastofnunum utan Sameinuðu þjóðanna, svo sem Efnahags- bandalagi Evrópu, heimiluð aðild að sáttmálanum. Loks skal getið um sérstaka ályktun sem lokafundurinn gerði um stofnun sérstakrar undirbúningsnefndar sem vinna skal að undirbún- ingi Hafsbotnsstofnunar og Hafréttardómstólsins þar til sáttmálinn tekur gildi. Hér á eftir verður getið um helstu ákvæði sáttmálans og áhersla lögð á þau atriði sem mestu máli skipta fyrir Island og önnur Norðurlönd. Er þar ekki síst um að ræða hinar nýju réttarreglur um fiskveiðar inn- an efnahagslögsögunnar, réttindi yfir landgrunninu innan og utan 200 sjómílna markanna og ákvæðin um skiptingu landgrunnsins milli ríkja. II. EFNAHAGSLÖGSAGAN. Hin 200 sjómílna efnahagslögsaga hefur nú hlotið endanlega viður- kenningu í 55. gr. Hafréttarsáttmálans. Þetta svæði, sem hefst við 12 mílna landhelgismörkin, hefur hlotið sérstaka réttarstöðu sem hvorki verður jafnað til úthafsins eða landhelginnar, heldur er nýmæli, sui generis, í rétti hafsins. Strandríkið fær fullveldisrétt til þess að nýta og stjórna öllum auðlindum hafsins innan efnahagslögsögunnar. Á móti koma þær skyldur sem því eru á herðar lagðar að nýta auðlindir svæðisins á sem bestan og skynsamlegastan hátt (optimum utilization) og heimila jafnframt öðrum ríkjum að nýta þær auðlindir hafsins sem strandríkið sjálft þarf ekki á að halda, sbr. 62. gr. 1. Réttindi strandríkisins. Réttindi strandríkisins innan efnahagslögsögunnar eru tvíþætt: (a) fullveldisréttur að því er tekur til nýtingar, verndar og stjórnunar lífrænna og ólífrænna auðlinda innan lögsögunnar; (b) lögsaga að því er tekur til verndunar hafsins og vísindarannsókna þar. Hér er gerður greinarmunur á fullveldisrétti og lögsögu strandríkis- ins. I framkvæmd verður þó ekki séð að mikill aðskilnaður sé á milli þessara lagaskilgreininga. í báðum tilvikunum er um einkarétt strand- ríkisins að ræða. önnur ríki geta ekki beitt valdi sínu innan svæðisins svo í bága brjóti við þessar heimildir. Hins vegar er ekki um það að ræða að efnahagslögsagan verði hluti af ríkissvæði strandríkisins, svo sem gildir um landhelgina, eða eignarréttarheimildir skapist. Hér er 70

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.