Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Qupperneq 17

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Qupperneq 17
aðeins um að ræða einkarétt til nýtingar, stjórnunar og verndar auð- linda svæðisins. Þrjár Norðurlandaþjóðanna, Island, Noregur og Danmörk, eru með- al mestu fiskveiðiþjóða Evrópu. Efnahagslögsöguákvæðin staðfesta þess vegna mikilvæg réttindi þeim til handa. En jafnframt þarf að líta á hvaða takmarkanir er um að ræða á fullveldisréttinum til fiskveiða innan svæðisins. Fyrst ber þar að nefna skylduna til að vernda fiskistofnana þar og forðast ofveiði. Um þau atriði er fjallað í 61. og 62. gr. sáttmálans. Þetta ákvæði er mikilvægt vegna þess að á liðnum árum höfum við séð ýmis dæmi þess að fiskistofnar hafa minnkað verulega eða jafn- vel gengið til þurrðar vegna ofveiði. Þá hefur hins vegar verið um að ræða veiðar á úthafinu, utan 4 eða 12 mílna landhelginnar, þar sem engin bein lagaskylda eða þj óðaréttarregla hefur bannað ríkjum að ganga svo hart að fiskistofnunum, þrátt fyrir almenn skynsemisrök. Nú eru skorður settar við slíku framferði innan efnahagslögsögunnar sem eiga að tryggja skynsamlega nýtingu auðlindanna og var það vissulega tímabært. Viðmiðunarmörkin eru hér tvenn, langtímahá- marksafli (maximum sustainable yield) og besta nýting (optimum utilization). Fyrra viðmiðunarmarkið „maximum sustainable yield“ er vel þekkt úr fiskveiðisamningum fyrri ára, m.a. hér á Norðaustur-Atlantshafi. 1 því felst að aflamarkið skuli ákveða á þann hátt að um sem mesta nýliðun sé jafnan að ræða — að afrakstur fiskistofnanna sé jafnan í hámarki. Þótt skilningur hafi e.t.v. ekki ætíð verið nægur á líffræði- legum grundvelli þessa markmiðs hefur það þó víða verið notað sem lögfræðilegur mælikvarði og viðmiðun í alþj óðasamningum, svo sem fyrr sagði. Á síðari árum hefur þó MSY markið sætt nokkurri gagnrýni vísinda- manna sem hafa talið það of einhæft þegar litið er til nauðsynjar þess að vernda fiskistofnana gegn ofveiði. Á grundvelli þess væri fyrst og fremst hugsað um sem mestan afla en síður um eðlilega uppbyggingu og aukningu fiskistofnanna og arðgæfni veiðanna. Skynsamlegra væri því að miða hér við „optimum utilization“ þar sem tillit væri m.a. tekið til atriða svo sem framboðs fæðu í sjónum, gengi nýliðunar, náttúrulegs dauða, samkeppni frá öðrum tegundum og annarra vistfræðilégra þátta. Afleiðingin er sú að strandríkið verður nú að hafa bæði þessi markmið í huga þegar það ákveður veiðar í efnahagslögsögu ríkja, skv. ákvæð- um Hafréttarsáttmálans. 71
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.