Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Page 24

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Page 24
Málið er nokkru flóknara þegar um er að ræða fiskistofna sem ganga milli úthafsins og efnahagslögsögunnar. 1 68. gr. 2. mgr. er öllum hlut- aðeigandi ríkjum lögð sú skylda á herðar að gera viðeigandi verndar- ráðstafanir á úthafinu, þ.e. á hinu aðliggjandi svæði. Ekki er minnst á slíkar sameiginlegar ráðstafnir vegna þessara stofna innan efnahágs- lögsögunnar. Þess vegna hvílir engin skylda á strandríkinu að hafa samráð við þau ríki sem stofninn veiða á úthafinu um þær ráðstafanir sem það tekur varðandi hann í efnahagslögsögu sinni og geta augljós- lega haft áhrif á stofninn þégar hann gengur á úthafið. Þessi skortur á samræmdum aðgerðum getur því valdið vandkvæðum á sama hátt sem brestur á samkomulagi um verndaraðgerðir á úthafinu getur haft skaðleg áhrif á stofninn þegar hann gengur inn í efnahagslögsöguna. Þegar um slíka flökkustofna er að ræða er ljóst að ákvörðun strand- ríkisins um umframafla (surplus) úr stofni í efnahágslögsögunni, sbr. 62. gr, hlýtur að verða að byggjast á því hvert heildaraflamagnið er talið mega vera á öllu göngusvæði stofnsins innan og utan efnahags- lögsögunnar.1) (TAC) Um slíkar sameiginlegar ákvarðanir skortir ákvæði í sáttmálanum og er það miður. Verður sér þá að hafa hliðsjón af 119. gr. sáttmálans um verndun fiskistofnanna á úthafinu. Þar er gert ráð fyrir að leyfilegt aflamagn verði ákvarðað á úthafinu, jafnt sem í efnahagslögsögunni, og er það nýmæli í hafrétti. Hér verða því hlutaðeigandi ríki sem sameiginléga hagsmuni hafa af veiðunum að ákvarða aflamagnið með fullu tilliti til (a) veiða úr stofninum innan efnahagslögsögunnar og (b) veiða af hálfu annarra ríkja úr stofninum á úthafinu. VI. VEEDAR OG VERNDUN LAXFISKASTOFNA. Merk nýmæli er að finna í Hafréttarsáttmálanum að því er varðar veiðar og verndun ársækinna (anadromous) fiskitegunda en mikil- vægust þeirra eru laxfiskar. Hér er um þær tegundir flökkufiska að ræða sem klekjast út og alast upp í ám en gariga síðan til sjávar þar sem þeir halda sig uns þeir ganga aftur til fyrri heimkynna sinna til hrygningar. Víða um heim hafa staðið deilur vegna laxveiða í hafinu milli strand- ríkja, þar sem laxastofnarnir alast upp, og annarra ríkja sem lax- veiðar stunda á úthafinu. Meðal Norðurlanda eru það m.a. hagsmunir 1) G. Sætersdal. Problems of managing and sharing the fishery resources under the new ocean regime, COFI/77/INFII. 78

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.