Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Qupperneq 33

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Qupperneq 33
ákvörðuð í upphafi alveg óháð gæzluvarðhaldinu, en síðan er tekin sjálfstæð afstaða til frádráttar gæzlutímans.1) Dregst hann þá frá ídæmdri refsingu eða kemur í stað hennar. Ætti með þessu að vera betur tryggt en ella, að fullt tillit sé tekið til gæzluvarðhaldsvistar. Það eru fyrst og fremst sanngirnis- og réttlætissjónarmið, sem liggja að baki þessari tilhögun. Líta má á gæzluvarðhaldsvist annaðhvort sem fyrirframfullnustu refsingar eða uppbót fyrir það harðræði að sitja í varðhaldi vegna rannsóknar máls. Frádráttur gæzluvarðhalds, sem sökunautur sætir eftir héraðsdóm í manndrápsmáli, er dæmigerð fyrir- framfullnusta, meðan málið er í áfrýjun fyrir Hæstarétti, auk þess sem öryggis- og endurgjaldssjónarmið (fordæming, sefun) hafa sitt að segja. Þótt gæzluvarðhald sé réttarfarsúrræði, en ekki refsing í lagaskiln- ingi, er þess ekki að vænta, að gæzlufangi skynji nokkurn eðlismun á refsivist og gæzluvarðhaldi. Þess vegna er eðlilegt að leggja gæzlu- varðhald og refsivist fullkomlega að jöfnu. Reglur um frádrátt gæzlu- tíma þurfa að vera þannig orðaðar og framkvæmdar, að tryggt sé, að heildarviðurlög við broti verði að öðru jöfnu ekki harðari gagnvart þeim, sem sætt hefur gæzluvarðhaldi eða annarri nauðungarvist, en þeim, sem verið hefur frjáls ferða sinna, meðan á málsrannsókn stóð.1 2) Að öðrum kosti næst ekki fullkomið jafnræði milli sakborninga og samræmi milli viðurlaga. II. FRÁDRÁTTARGRUNDVÖLLUR. Gæzluvarðhaldsvist getur komið í stað refsingar að nokkru leyti eða öllu, sbr. 76. gr. hgl. Hún hefur ekki áhrif á önnur viðurlög, t.d. örygg- isgæzlu, hælisvist eða eignaupptöku. Sumar refsiákvarðanir eru þess eðlis, að frádráttur getur einungis orðið skilyrtur eða þá að honum verður alls ekki við komið. Skal nú vikið að einstökum refsiákvörð- unum. a) Óskilyrt tímabundin refsivist. Langoftast reynir á frádrátt gæzlu- varðhaldsvistar, þegar tímabundin refsivist er dæmd óskilorðsbundið. Getur gæzlutíminn komið í stað refsingar að öllu leyti. Einkum á það við um skammtímadóma, en stundum endranær, sbr. Hrd. XVIII, bls. 3, 189, 447. Sama regla gildir, þótt gæzlutíminn hafi orðið lengri en 1) Afplánað gæzluvarðhald getur þó haft áhrif á það, hvort dómur er skilorðsbundinn eða ekki, sjá Knud Waaben, Straffe og andre retsfplger (1983), bls. 37. 2) Sjá Betiinkande om avrakning av hiiktningstid m.m. avgivet av nordiska straffrátts- kommittén, NTfK 1971, bls. 315-335 (328). 87
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.