Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Qupperneq 47

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Qupperneq 47
nemi þreföldum þeim gróða sem fékkst með brotinu) yrði beitt í sam- ræmi við gróðann sem fékkst með fjárdrættinum svo sem hann yrði metinn við dómsuppsögn. Sakborningurinn hafði dregið sér svissneska franka, en verðgildi frankans hafði áttfaldast miðað við ísraelskan gjaldmiðil frá því að brotið var framið og til dómsuppsögudags. Álit dómsins var að sá munur sem er á markmiði refsinga og skaðabóta réttlætti að miða refsingu við þann tíma sem brotið var framið á. Það er athyglisvert að hér var um mat á erlendum gjaldmiðli að tefla, en það var einmitt í slíkum tilvikum sem einkamálarétturinn vék fyrst frá reglunni um að miða bætur við verknaðardag. Ennfremur var til- gangur „þreföldunarreglunnar“ sá að koma í veg fyrir óréttmæta auðg- un brotamannsins og ákvæðið var orðað með hugtökum úr einkamála- rétti. Skoðun þess sem þetta ritar er sú að meginréglan um „lögmæti“ (en samkvæmt henni verður hámarksrefsing að vera kunn fyrirfram) réttlæti ekki að miðað sé við verknaðardag og verðbólguaðstæður. Verðbólgan hefur haft áhrif á refsistefnu dómstólanna. Þar sem hámarksrefsing er ekki verðtryggð og er ekki endurskoðuð í takt við verðbólguna, rýrnar verðgildi sektarfjárhæðarinnar. Þetta hefur stund- um orðið til þess að dómstólarnir hafa ákveðið fangelsisrefsingu þégar hámarkssektarfj árhæð er of lág til að vera samrýmanleg refsimark- miðum löggjafans á þeim tíma þegar refsingin var ákveðin. Hitt er algengara að hámarkssekt sé beitt í tilvikum þar sem það hefði ekki verið gert hefðu sektarfjárhæðir haldist í hendur við verðbólguna. Hin hraða verðrýrnun peninga veldur þeim sérstæðu aðstæðum að stund- um er réttlætanlegt að beita hámarkssekt, jafnvel þótt brotið sé ekki mjög gróft. Hámark fésekta var endurskoðað árið 1980 og miðast nú við há- marksrefsivist, þ.e.a.s. þegar hámarksrefsing er allt að sex mánaða fangelsi er hámarkssekt allt að 500 sékelum, og þegar hámarksrefsi- vist er yfir þriggja ára fangelsi er hámarkssektin 75.000 sékelar. Þótt ekki sé nein sjálfkrafa vísitölubinding auðveldar ákvæðið reglulega endurskoðun fésekta. Hvað varðar skattsvik eru ákvæði í reglugerð- inni um tekjuskatt, gr. 220 A, um að hámarkssekt skuli nema tvö- földum undandregnum tekjum margfölduðum með verðlagsvísitölu. Á sviði stjórnarfarsréttar leitaðist hæstiréttur við að móta vissa við- miðun varðandi raunbætur í málum vegna eignarnáms á landi. 1 athyglisverðri dómsniðurstöðu varðandi útboð verks á alþjóðavett- vangi komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að hinir ísraelsku aðilar nytu ekki jafnréttis. Tilboðið gerði ráð fyrir greiðslum til útlendinga í þeirra eigin gjaldmiðli, en greiðslur til ísraelsmanna skyldu miðast 101
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.