Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Qupperneq 49

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1984, Qupperneq 49
hafa ekki alltaf gert sér þetta ljóst og hafa aðeins stundum ákveðið raunvexti, þ.e. vísitöluvexti ásamt því að vísitölutryggja skuldina. Það lætur mjög nærri að ísraelska kerfið hafi lagað bætur að verð- bólgunni að fullu. En það er þó ekki gallalaust. Afmörkun á sviði vaxta- og vísitölulaganna annars vegar, og á sviði þeirrar leiðréttingar sem dómstólarnir hafa gert hins vegar, er ekki fullkomlega skýr. Réttar- reglurnar sem dómstólarnir hafa mótað halda enn gildi sínu þrátt fyrir setningu vaxta- og vísitölulaganna frá árinu 1978 um vísitölubindingu auk vaxta, og eru einkum til þess eftirtaldar ástæður: 1 fyrsta lagi er sá galli á lögunum að þau tryggja ekki raunvexti; í öðru lagi er sá hluti dæmdrar fjárhæðar sem fæst með vísitölubótum eða vöxtum skattskyldur sem venjulégar tekjur, þótt hin dæmda fjárhæð sé skatt- frjáls, nema um sé að ræða sérstaka undanþágu. Það er því hagstæð- ara fyrir sækjanda máls að dómstólar meti honum bætur við dóms- uppsögn en að fá vísitölubundna fjárhæð sem metin er við tjón eða samningsrof; í þriðja lagi á verjandi samkvæmt vaxta- og vísitölu- lögunum þann kost að greiða kröfuna innan sex mánaða frá þingfest- ingu málsins. Ef stefndi gerir þetta leysir hann sig undan þeirri kvöð að borga vísitölu auk vaxta og þarf í staðinn aðeins að greiða lög- leyfða vexti. Vextirnir eru endurskoðaðir reglulega. Munurinn sem er á vísitölu með 3% vöxtum og lögboðnum vöxtum byggist því á og breytist með verðbólguhraðanum og lögleyfðum vöxtum á hverjum tíma. Einstaka sérlög kveða á um ákveðna vexti eða vísitölutrýggingu að hluta í tilteknum tilvikum. Það er ljóst að bætur samkvæmt þessum lögum eru ekki fullkomlega raunhæfar. Erfitt vandamál kemur upp varðandi innbyrðis tengsl þessara sérlaga og vaxta- og vísitölulag- anna, og í víðara samhengi varðandi samspil hinna þriggja hliða þrí- hyrningsins — vaxta- og vísitölulaganna, sérlaganna og réttarreglna þeirra sem dómstólarnir hafa mótað. Hingað til hafa hvorki ísraelskir dómstólar né þingið, Knesset, grip- ið til þess ráðs að endurmeta fjárhæðir í samningum sem koma eiga til framkvæmda síðar. Reglan um „góða trú“ við fullnustu samninga svífur yfir vötnum, en það er ólíklegt að hún verði notuð til að endur- meta fjárhæðir. Tilraunir til að rifta samningi með þeim rökum að verðbólga hafi valdið því að forsendur samningsins séu brostnar hafa mistekist. Núna, þegar verðbólguhraðinn er yfir 100%, eru horfur á að ísraelski löggjafinn haldi áfram að herða reglurnar um raun- bætur án þess að grípa inn í þann flokk samninga sem koma eiga til framkvæmda síðar. 103
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.