Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Qupperneq 11

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Qupperneq 11
íslendingar gengu Noregskonungi á hönd árið 1262. Með lögtöku Jónsbókar 1281 virðist sem æðsta dómsvald í íslenskum málum falli í hendur konungi, með „skynsamra manna ráði“, eins og segir í þjófabálki 4. kap. Jónsbókar. Til konungs var málum skotið frá Lögréttu, sem var æðsti dómstóll innanlands samkvæmt Jónsbók. Lögrétta var skipuð 36 mönnum. Úr henni voru valdir ýmist 6, 12 eða 24 menn til að dæma í einstökum málum. Lögmenn kvöddu menn til setu í Lögréttu. Málskot til konungs og ráðgjafa hans var hins vegar kostnaðarsamt og tímafrekt. Við bættist ýmis konar agaleysi á sviði réttarfars og vafasamt atferli lögmanna í starfi. Af þessum ástæðum var gripið til þess ráðs með tilskipun 15. mars 1563 að stofna Yfirrétt á Alþingi. Yfirrétturinn fór með æðsta dómsvald innaniands, en enn var heimilt að skjóta ákvörðunum hans til konungs. Hélst þessi skipan dómsvalds fram á 18. öld með nokkrum breyting- um. Megingallinn við Yfirréttinn var að ekki var tryggt að í dómi sætu menn með sérþekkingu á lögum. Víða í heimildum sést að oft hefur gengið illa að manna dóminn. Þetta leiddi til þess að með tímanum fækkaði dómendum þar. Þeir voru upphaflega 24, en þeim var síðan fækkað í 12 árið 1735 og aftur árið 1777 í 6 og hélst það til ársins 1800 þegar rétturinn var lagður niður. í ritgerð sem Magnús Stephensen, síðar dómstjóri í Landsyfirréttinum, samdi fyrir nefnd sem undir- bjó stofnun Landsyfirréttarins árið 1800 lýsir hann ástandinu í Yfirréttinum þannig:9 „Meðdómendur hefir orðið að tína saman úr ferðamannaslangri, sem statt var á lögþinginu ... og dómurinn hefir ekki orðið fullskipaður stundum, nema fengnir væru til lögréttumenn og bændur. Þessir meðdómendur, sem kallað var að sætu dóminn, þekktu ekkert til málanna, sem dæma átti. Dómsorð hins áfrýjaða dóms var Iesið upp og hinar nýju málsútlistanir. Sérhver dómenda var óðfús á að komast heim og taldi það rýra atvinnu, á bezta tíma ársins, að eiga að fæða sig og fóðra hesta sína fyrir samtals 10 rdl. í kaup og fæðispeninga. Þegar talið er, að menn sitji og greiði dómsatkvæði, þá er í rauninni geispað og gapað af leiðindum, og hver greiðir ekki atkvæði fyrir sig og ekki skriflega; aðeins einn, ef til vill sá, er þekkir eitthvað til málsins, ræður niðurstöðunni. Málflutningur er að mestu fólginn í hnýfilyrðum, sem fávísir og frakkir málflytjendur hreyta hver í annan. Auðvitað verður einn dómenda að skrifa dóminn og tekur til sín málsskjölin í fáa tíma til þess að líta yfir þau; svo er dóminum hraðað, sem mest má verða, og hann undirskrifaður og lesinn upp.“ Á 18. öld verða all róttækar breytingar á skipan dómsvalds á neðri dómstig- um. Árið 1718 og aftur 1720 var svo fyrirskipað að meðferð mála skyldi fara eftir Norsku lögum Kristjáns V. frá 1685. Samkvæmt þeim átti hvor lögmanna að dæma einn mál úr sínu lögdæmi. Við þetta misstu lögréttumennirnir gildi sitt sem meðdómendur og urðu þeir ekki annað en réttir og sléttir þingvottar, nema í 9 Sjá t.d. Björn Pórðarson: Landsyftrdómurinn 1800 - 1919. Rv. 1947, s. 14 - 15. 11 169
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.