Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Síða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Síða 16
áður en Lögfræðingafélag íslands var stofnað. Þá er vert að nefna Námssjóð félagsins, sem sett var skipulagsskrá árið 1970. Námssjóðnum er ætlað að efla framhaldsmenntun lögfræðinga með styrkveitingu til þeirra og með fjárframlagi og framlögum til fræðslufunda og námskeiðahalds. Má t.d. nefna að félagið hefur staðið að málþingum um réttarfarsleg málefni í samvinnu við Dómarafé- lag íslands, sem fjallað verður um síðar. Þá hefur félagið beitt sér í löggjafarmál- efnum. Fyrsti formaður Lögmannafélagsins (þá Málflutningsmannafélagsins) var Eggert Claessen. 3.3 Stéttarfélag lögfræðinga í ríkisþjónustu Félagið var stofnað 1973. Undanfari þess var svokölluð ríkisstarfsmannadeild Lögfræðingafélags íslands. Félagið er eitt af aðildarfélögum BHMR, Bandalags háskólamanna í ríkisþjónustu. Eins og kemur fram í heiti þess er það stéttarfélag og setur það baráttu fyrir bættum kjörum lögfræðinga í ríkisþjónustu á oddinn. Félagið tekur ekki til þeirra lögfræðinga í þjónustu ríkisins sem eiga undir Kjaradóm. 3.4 Önnur félög Þau félög sem hér verða nefnd eiga það sameiginlegt að þau eru fyrst og fremst fagfélög áhugamanna um tiltekin réttarsvið. Þá eiga þau það jafnframt sameig- inlegt að aðild að þeim er ekki bundin við lögfræðinga, þótt þorri félagsmanna sé löglærður. 3.4.1 Sakfræðifélag íslands. Félagið var stofnað 1949. Hlutverk þess er að halda uppi umræðum um sakamál og refsilöggjöfina hér á landi og hefur félagið staðið fyrir fjölmörgum fræða- og umræðufundum um þessi málefni. Félagið á aðild að norrænu sambandi sakfræðifélaga og hefur tekið virkan þátt í þeirri starfsemi. 3.4.2 Höfundaréttarfélag íslands. Félagið var stofnað 1981. Markmið þess er að efla þekkingu á höfundarétti og þróun þeirrar greinar lögvísinda með erindaflutningi og umræðum. Þá er stefnt að því að leita eftir tengslum við hliðstæð samtök í öðrum löndum, svo og við alþjóðastofnanir á sviði höfunda- réttar. Fyrsti formaður félagsins var Sigurður Reynir Pétursson hæstaréttarlög- maður.16 3.4.3 Hið íslenska sjóréttarfélag. Félagið var stofnað 1982. Fyrsti formaður þess var Páll Sigurðsson prófessor. Markmið félagsins er að kynna sjórétt almennt og nýmæli á því sviði, örva rannsóknir í sjórétti og skyldum greinum, og 16 Sjá fréttatilkynningu í Tímariti Lögfræðinga 1981 (31), s. 39. 174

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.