Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Síða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Síða 26
Annars vegar hæstaréttardómara og héraðsdómara í Reykjavík, sem höfðu lítil sem engin umboðsstörf, og hins vegar bæjarfógeta og sýslumenn utan Reykja- víkur, sem jafnhliða dómarastörfum höfðu mikil umboðsstörf með höndum. Viðhorf og hagsmunir þessara tveggja hópa féllu ekki alltaf saman.32 Við þetta dró mjög úr þeirri áherslu sem félagið hafði frá stofnun lagt á sérstök hagsmunamál sýslumanna og bæjarfógeta, og þó sérstaklega þau sem tengdust umboðsstörfum þeirra. í aðalfundargerð fyrir árið 1963 koma fram ótvíræð einkenni þeirra breytinga sem orðið höfðu. Fundinn sóttu 43 félagsmenn. Þar af voru 21 sýslumaður og bæjarfógeti utan Reykjavíkur.33 Til samanburðar má geta þess að á aðalfundinn árið 1949 mættu 22 héraðsdómarar, en þar af voru 17 sýslumenn og bæjarfóget- ar. Það var því ekki að undra þótt sérstök hagsmunamál þeirra yrðu sett skör lægra en áður hafði verið gert. í bréfi sem Jón ísberg ritaði formanni félagsins 9. október 1962 kemur þessi vandi félagsins vel fram. Þar hvetur hann til þess að bæjarfógetar og sýslumenn komi saman til fundar í Reykjavík til þess að ræða sérstök hagsmunamál sín.34 Er á honum að skilja að Dómarafélag íslands sé gagnslítið í þeim efnum. Síðan segir hann: „Ef til vill mætti segja, að hér væri verið að ganga að dómarafélaginu dauðu, eða reka því rýtingsstungu, en það er ekki ætlunin.“ Bendir hann síðan á að starfssvið sýslumanna fari ekki alltaf saman við starfssvið dómara í Reykjavík.35 Á aðalfundinum 1963 fjallaði Jón Steingrímsson formaður félagsins sérstak- lega um samsetningu þess, sem hann sagði gerbreytta. Sigurgeir Jónsson bæjarfógeti í Kópavogi lýsti þá hugmyndum sínum um skipulagsbreytingar og lagði til að stjórn félagsins yrði falið að undirbúa sérstakan aukaaðalfund sem halda skyldi um haustið 1964. Þar skyldi leggja fram tillögur til skipulagsbreyt- inga og frumvarp að nýjum lögum fyrir félagið. Sérstök nefnd var skipuð í þessu skyni, sem í voru Sigurgeir Jónsson, Ásgeir Pétursson sýslumaður í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, Einar Arnalds yfirborgardómari og Þórður Björnsson sakadómari. Til þess að brúa það bii sem þarna hafði myndast var gripið til þess 32 Hákon Guðmundsson: „Frá Dómarafélagi íslands", Tímarit lögfræðinga 1966 (16), s. 108. 33 A þessum fundi var tilkynnt um 9 nýja félaga. Listinn yfir þá endurspeglar breytinguna enn frekar. Hinir nýju félagsmenn voru þessir: Bjarni K. Bjarnason, Valgarður Kristjánsson, Guðmundur Jónsson og Kristján Jónsson, borgardómarar, Þórhallur Pálsson, Þorsteinn S. Thorarensen, Ólafur S. Pálsson og Sigurður Grímsson borgarfógetar. 34 Fundurinn var haldinn 2. nóvember 1962 í Reykjavík, sbr. ódagsett minnisblað Páls Hallgríms- sonar í gögnum félagsins. 35 Til fróðleiks skal þess getið að síðar í bréfinu kvartar Jón Isberg mjög undan kjörum sínum og segir: „Ég segi fyrir mig, að ég kæri mig ekkert um að vera í starfi, sem er ekkert betur greitt en það, að mánaðarlaunin, ásamt þeim aukatekjum, sem til falla, eru Iítið hærri en verkamenn hafa hér í almennri vinnu, en vinnutími sýslumanna er raunverulega allur sólarhringurinn, að minnsta kosti sýslumanna, sem enga löggæzlumenn hafa og verða að svara jafnt á nóttu, sem degi, auk þess, sem þeir verða að standa í Iíkamlegum átökum ef með þarf." 184

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.