Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Blaðsíða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Blaðsíða 32
Þótt segja megi að nokkur deyfð hafi verið yfir starfsemi félagsins á þessu tímabili er þó rétt að geta hér helstu atriða. Eins og áður hefur komið fram var skipulagi félagsins breytt í verulegum atriðum árið 1964. Hélst þessi skipan næstu árin. Við þessa breytingu færðist bein hagsmuna- og kjarabarátta dómaranna í deildir félagsins og umræður um þessi mál urðu minna áberandi á fundum Dómarafélags íslands. Því verður ekki neitað að við þetta minnkaði þýðing félagsins og hlutverk þess varð öllu minna en áður. Skýrir þetta að nokkru þá deyfð sem einkenndi starfsemina á þessu tímabili og rakið er hér að framan. Má ætla að ýmsir sýslumenn hafi ekki verið alls kostar ánægðir með þá þróun sem orðin var. Hagsmunir þeirra voru á ýmsan hátt aðrir en dómara í þéttbýlinu og svigrúm til að ræða þá sérstaklega og fylgj a þeim eftir á vettvangi Dómarafélags Islands minna en áður hafði verið. Töldu ýmsir að tengsl Sýslumannafélagsins við Dómarafélag íslands stæðu sérstökum baráttumálum sýslumanna og bæjarfógeta fyrir þrifum. Á stjórnarfundi Dómarafélagsins í september 1972 gat þáverandi formaður félagsins, Sigurgeir Jónsson, þess að hann hefði nokkru áður setið stjórnarfund Sýslumannafélagsins, þar sem m.a. hefði verið rætt um hvort ekki væri rétt að Sýslumannafélagið yrði sjálfstætt félag, sem hefði algerlega sjálft með sín kjaramál að gera, án tengsla við Dómarafélag Islands. Formleg samþykkt um þetta hefði þó ekki verið gerð.45 Á aðalfundi 1972 var mál þetta rætt frekar. Varð að ráði að skipuð yrði sérstök nefnd til að gera tillögur um framtíðarskipulag félagsins. Lagði nefndin til að deildaskiptingin sem ákveðin var 1964 yrði aflögð og Sýslumannafélagið og Dómarafélag Reykjavíkur yrðu algerlega sjálfstæð félög, án formlegra tengsla við Dómarafélag íslands. Voru tillögurnar samþykktar á fundinum. í samræmi við þetta var og breytt reglum um skipan stjórnar félagsins, sem framvegis yrði öll kosin á aðalfundi Dómarafélags íslands. Á aðalfundum næstu árin er að sjá sem samskipti Dómarafélags íslands við hin félögin hafi ekki alltaf verið eins og best verður á kosið. Á aðalfundi 1975 kvaddi Björn Þ. Guðmundsson, sem þá var formaður Dómarafélags Reykjavík- ur, sér hljóðs. í máli hans kom fram að hann teldi hlutverk félagsins allt of lítið, og að það beitti sér ekki nægilega í ýmsum málefnum sem snertu félagsmenn.47 Aftur er Björn Þ. Guðmundsson í sviðsljósinu þegar hann gagnrýnir stjórn Dómarafélags Islands vegna tilkynningar sem stjórnin hafði látið frá sér fara í fjölmiðla.48 Aðdragandi málsins var sá að stjórn Dómarafélags Reykjavíkur hafði sent dómsmálaráðuneytinu ýmsar hugmyndir um úrbætur á réttarfari í landinu. 45 Gerðabók Dómarafélags íslands 14. október 1971 - 4. nóvember 1983, s. 23. 46 Gerðabók Dómarafélags íslands 14. október 1971 - 4. nóvember 1983, s. 40 - 41. 47 Gerðabók Dómarafélags fslands 14. október 1971 - 4. nóvember 1983, s. 64. 48 Gerðabók Dómarafélags fslands 14. október 1971 - 4. nóvember 1983, s. 71 - 76. 190
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.