Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Blaðsíða 38
stórauknu starfi félagsins. Á aðalfundinum þetta ár var Ármann Snævarr þáverandi hæstaréttardómari kosinn formaður félagsins. Með honum í stjórn voru kosnir Ólafur St. Sigurðsson héraðsdómari, Jón Eysteinsson bæjarfógeti í Keflavík, Hrafn Bragason borgardómari og Jón ísberg sýslumaður. Á aðalfundi árið eftir lagði stjórnin fram ítarlega skýrslu um starfsemi félagsins milli aðalfundanna. Skýrslan er ótvíræður vitnisburður um aukinn kraft í starfsemi félagsins. Tvennt vekur sérstaka athygli í þessari skýrslu: Stóraukin erlend samskipti Dómarafélags Islands við erlenda dómara með tengslum við dómara- félög á Norðurlöndum og heimsókn dómara frá Bandaríkjunum í maí 1978 og frásögn af sérstöku málþingi um samningu dóma sem félagið stóð fyrir 15. apríl það ár. I framhaldinu verður fjallað um einstaka þætti í starfsemi félagsins á sama hátt og í kaflanum hér að framan. 5.5.1 Málefni félagsins Því er lýst hér að framan að mesti hlutinn af starfsemi félagsins á tímabilinu 1964-1977 var bundinn við aðalfundi. Fundir stjórnar þess á milli voru fáir og stundum engir. Almennir félagsfundir milli aðalfunda voru óþekktir. Þá þóttu fundir helst til fámennir á stundum. Þetta breytist mjög við upphaf þess tímabils sem hér um ræðir. Á starfsárinu 1977-1978 voru til að mynda haldnir 10 bókaðir stjórnarfundir, auk fjölmargra funda formanns og einstakra stjórnarmanna sem ekki voru færðir til bókar. Á starfsárinu 1978-1979 voru bókaðir fundir stjórnar 20. Þá bera fundargerðir með sér að fundarsókn hafi aukist mjög. Þessar tölur vitna um aukna starfsemi félagsins. Á aðalfundi 1978 skilaði stjórnin rækilegri skýrslu um starf félagsins undanfarið starfsár. Skýrslan er einstök heimild um þá stökkbreytingu sem þarna varð. í 1. kafla hennar er gerð grein fyrir skipun stjórnarinnar og skiptingu starfa. Þá er þar greint frá heimsókn dómara frá Bandaríkjunum og maka þeirra í maí 1978. Sérstakur kafli er þar um málþing Dómarafélags íslands um dómasamningu sem haldið var í apríl 1978. Málþingið var það fyrsta sinnar tegundar sem félagið hélt. Þá greinir skýrslan frá viðleitni stjórnarinnar til að efla tengsl félagsins við dómarafélög á Norðurlöndum o.fl. Eitt mál enn sem varðar málefni félagsins hefur ekki verið nefnt, en það eru húsnæðismálin. Stjórnin sem kosin var 1977 taldi brýnt að tryggja stjórn félagsins og nefndum á vegum þess aðstöðu til fundahalda og varðveislu á gögnum félagsins. Var ráðist í það að taka á leigu húsnæði að Hverfisgötu 26 í Reykjavík með Dómarafélagi Reykjavíkur, Félagi dómarafulltrúa, ríkisstarfs- mannadeild Lögfræðingafélags íslands og Kjarafélagi viðskipta- og hagfræð- inga. Síðar var skrifstofa félagsins flutt að Lágmúla 7 í Reykjavík. 5.5.2 Hagsmuna- og kjaramál Bein hagsmuna- og kjarabarátta hefur orðið æ minni þáttur í starfsemi félagsins eftir því sem árin hafa liðið. Frá 1977 ber hæst baráttu félagsins fyrir því 196
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.