Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Qupperneq 39

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Qupperneq 39
að auka tækifæri dómara til endurmenntunar með sérstökum starfsleyfum. Hefur félagið j afnan lagt mikla áherslu á þetta mál og hefur nokkuð áunnist, þótt ekki gildi um þetta neinar fastar reglur. Hafa allmargir dómarar fengið launuð leyfi frá störfum til að leita sér endurmenntunar og auka víðsýni sína á erlendri grund. Minna hefur hins vegar borið á beinni kjarabaráttu dómara innan vébanda Dómarafélags íslands og enn dró úr slíku eftir að Kjaradómur fór að ákveða laun flestra félagsmanna. 5.5.3 Faglég málefni Eins og á tímabilinu á undan er mest áberandi þátturinn í starfi félagsins, það sem kallað hefur verið fagleg málefni. Sem fyrr skipa umsagnir um einstök lagafrumvörp stóran sess og hefur þessi þáttur í starfsemi félagsins vaxið mjög, allt fram á þennan dag. Fjöldi þeirra frumvarpa sem félagið hefur fjallað um er orðinn slíkur að litlum tilgangi þjónar að nefna tiltekin mál í því sambandi. f>ó má nefna að umsagnir um frumvörp sem lúta að yfirgripsmikilli endurskoðun á dómstólaskipan og réttarfari, sem átt hefur sér stað undanfarin ár, hafa verið all fyrirferðarmiklar. Mikilvægasta frumvarpið í því sambandi var frumvarp til laga um aðskilnað dómsvalds og framkvæmdavalds sem var samþykkt sem lög nr.92/ 1989, en þau taka gildi 1. júlí 1992. í tengslum við þetta frumvarp urðu ítarlegar umræður á vettvangi félagsins um stöðu dómara og margþætt hlutverk sýslu- manna. Félagið gaf ítarlega umsögn um frumvarpið og mælti með samþykkt þess. Jafnframt var í umsögninni bent á aðrar færar leiðir, sem til umræðu höfðu verið í félaginu, til þess að ná sömu eða svipuðum markmiðum. Samþykkt frumvarpsins markar viss tímamót í sögu félagsins, enda var það m.a. upphaf- lega stofnað til að fjalla um málefni er lutu að framkvæmdastörfum sýslumanna. Áður hefur komið fram að stofnuð var sérstök laganefnd innan félagsins til að fjalla um lagafrumvörp. Árið 1977 var skipulagi þessara mála breytt þannig að skipaðar voru tvær nefndir, réttarfarsnefnd og laganefnd. Sú fyrrnefnda skyldi hafa á sinni könnu mál er snertu réttarfar og dómstólaskipan í landinu, en hin önnur löggjafarmálefni. Fullyrða má að félagið gegni hér mikilvægu hlutverki og að jafnan sé tekið mikið tillit til þeirra umsagna sem félagið veitir um einstök lagafrumvörp. Lengi hafði tíðkast að á aðalfundum félagsins væru haldin erindi um ýmis efni sem tengdust starfi dómara á einn eða annan hátt. Þessi venja hélst að sjálfsögðu eftir 1977 eins og áður hafði verið. Urðu erindi þessi oft aflvaki umræðna um þau mál sem þar voru rædd. Ýmis dæmi má nefna frá fyrstu árum þessa tímabils. Á aðalfundi 1978 flutti Björn Þ. Guðmundsson prófessor erindi um ókeypis lögfræðiaðstoð við almenning. Töldu flestir að hér væri um mikilvægt mál að ræða, enda væri slíkt fallið til að tryggja í sessi þá grundvallarreglu að allir væru jafnir fyrir lögunum. Ekki voru þó allir sammála um knýjandi nauðsyn 197
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.