Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Qupperneq 56

Tímarit lögfræðinga - 01.10.1991, Qupperneq 56
FIMMTA NORRÆNA NÁMSTEFNAN UM RÉTTARFAR Dagana 13.-15. júní 1991 var fimmta norræna námstefnan um réttarfar haldin á Selfossi á vegum Norræna réttarfarsfélagsins. íslandsdeild félagsins sá um undirbúning námstefnunnar en framkvæmdastjóri hennar var Karitas Gunnars- dóttir hdl. Að loknu setningarávarpi Stefáns Más Stefánssonar prófessors minntist formaður félagsins Hans M. Michelsen hæstaréttardómari fyrsta formanns félagsins, Per Olöf Ekelöf frá Svíþjóð, sem er fallinn frá. Á námstefnunni var fyrst gerð grein fyrir helstu breytingum á réttarfarslöggjöf á Norðurlöndunum sem orðið hafa á undanförnum árum. Einn framsögumaður talaði frá hverju Norðurlandanna og gerði grein fyrir réttarfarsbreytingum í heimalandi sínu. Framsögumenn voru þessir: Eva Smith prófessor, Danmörku, Gustaf Möller héraðshöfðingi, Finnlandi, Hrafn Bragason hæstaréttardómari, Islandi, Hans M. Michelsen hæstaréttardómari, Noregi og Ulla Jacobsson prófessor, Svíþjóð. Að framsögu lokinni flutti Hans M. Michelsen hæstaréttar- dómari yfirlit um sögu hæstaréttar Noregs. Að öðru leyti voru tekin fyrir og rædd þrjú umræðuefni. Hið fyrsta var um Luganosamninginn. Gustaf Möller og Stefán M. Stefánsson prófessor fluttu fyrirlestra um það efni en að þeim loknum var fyrirspurnum svarað. Annað umræðuefnið var 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópuráðsins. Framsögumaður var Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari og svaraði hann fyrirspurnum að framsögu lokinni. Þriðja og síðasta umræðuefnið fjallaði um aðstoð sérfræðinga við meðferð dómsmála. Framsögumenn voru Hans Gammeltoft-Hansen um- boðsmaður danska þjóðþingsins og Henrik Edelstamm, lögfræðingur frá Sví- þjóð. Að loknum þessum fyrirlestrum urðu líflegar umræður. Fundur var haldinn í félaginu 15. júní. Hans M. Michelsen hæstaréttardómari var endurkjörinn formaður. Aðrir stjórnarmenn voru einnig endurkjörnir en þeir eru: Ulla Jackobsson frá Svíþjóð, P.O. Tráskman prófessor frá Finnlandi, Hans Gammeltoft-Hansen frá Danmörku og Stefán M. Stefánsson frá íslandi. Framkvæmdastjóri félagsins er Eva Smith prófessor. Næsta námstefna er fyrirhuguð í Danmörku að liðnum þremur árum. Þessir menn sóttu námstefnuna frá íslandi auk þeirra sem fyrr er getið: Anna Theodóra Gunnarsdóttir, Atli Gíslason, EiríkurTómasson, Friðgeir Björnsson, Gaukur Jörundsson, Guðrún Erlendsóttir, Guðrún Gauksdóttir, Ólafur W. Stefánsson, Ragnhildur Helgadóttir, Skúli Guðmundsson, Steingrímur Gautur Kristjánsson, Valtýr Sigurðsson og Viðar Már Matthíasson. Reykjavík í ágúst 1991 Stefán M. Stefánsson 214
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.