Morgunn


Morgunn - 01.06.1970, Side 16

Morgunn - 01.06.1970, Side 16
10 M 0 R G U N N ytri maður hrörni, þá endurnýjast dag frá degi vor innri maður. Þvi að þrenging vor, skammvinn og léttbær, aflar oss mjög yfirgnæfanlegs dýrðarþunga, þar sem vér horfum ekki á hið sýnilega, heldur hið ósýnilega, þvi að hið sýnilega er stundlegt, en hið ósýnilega eilift." Hugsun Páls er sú, að baráttan í efnisheiminum efli hina andlegu krafta og hæfi- leika, svo að þegar ellibelgnum er kastað, birtist hinn eigin- legi maður fullkomnari og fegurri en fyrr, eins og prinsinn í ævintýrunum eftir að álagahamurinn var brenndur. 1 slik- um hugmyndum lifir sú innsæja vizka, sem oft stígur langl fram úr fálmkenndum rannsóknum fræðimannanna. Og hvað kæmumst vér i rauninni langt í almennri þekkingu, ef vér ættum ekkert imyndunarafl? Það eru ekki alltaf fræðimenn- irnir, sem gert hafa mestar og merkastar uppgötvanir, heldur menn með ríkt ímyndunarafl, menn með innsæisgáfum, spá- menn! Það er vel hugsanlcgt, að efnisvisindin eigi eftir að nálgast hinn andlegri skilning á alheiminum með rannsókn efnis og orku, en jafnframt verður að fara fram rannsókn sálrænna fyrirbrigða í miklu víðtækara mæli en enn hefur átt sér stað. Ef veitt væri fé, þótt ekki svaraði nema litlum hluta þess fjármagns, sem nú er varið til framleiðslu sprengiefna og annarra háskalegra morðvopna, til að stunda þessar rann- sóknir, kynni uppskeran að verða margföld á við það, sem efnisvísindamenn afreka mannkyninu til blessunar. Sálarrannsóknafélagið brezka. Á öldinni scin leið gengu allmargir af færustu og merkustu efnisvísindamönnum Breta og fleiri þjóða að þvi með miklum áhuga að rannsaka þetta mál. Býsna margir gerðu það þó í fyrstu til að afhjúpa það, sem þeir héldu að væri ekki annað en blekkingar og hégómi. En niðurstaðan kom þeim á óvart. Flestir eða allir sannfærðust þeir áður en lauk um ódauðleik- ann og framlíf persónuleikans, En svo rótgróin var þó efnis-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.