Morgunn


Morgunn - 01.06.1970, Page 54

Morgunn - 01.06.1970, Page 54
48 MORGUNN kveðju til móður sinnar, tveggja bræðra og frænku. Nöfn þeirra allra voru greinilega stöfuð svo og heimilisfangið, sem var í Sandwick í Kent. í skilaboðunum var meðal annars þetta: „Ég sá logana, en Guð forðaði mér frá dauðastríðinu undir lokin.“ Kitty sendi ættingjunum þegar i stað öll þessi skilaboð. En áður en henni barst svar frá þeim, fékk hún í hendur vikugam- alt blað, þar sem sagt var frá slysi, sem orðið hefði í Kensing- lon. Ung stúlka með því nafni, sem stafað var á fundinum, hafði lent í bifreiðaslysi, þar sem kviknaði í bílnum, og brann hún þar til bana áður unnt væri að bjarga henni. Þegar Kitty sagði fréttakonunni frá þessu, bætti hún þvi við, og sýnir það mætavel ráðvendni hennar, að henni virtist hér skorta nokkuð á gilda sönnun vegna þess, að enda þótt hvorug þeirra hefði séð þetta blað, þegar þær héldu fundinn og fengu skilaboðin, þá hefði þó greinin um þetta verið komin út í blaðinu áður en þær héldu fundinn og áður en þeim barst svarbréf frá móður látnu stúlkunnar. Þessu er ég þó ekki sammála, segir bókarhöfundurinn, vegna jiess að konurnar vissu ekkert um slysið þegar þær skráðu skilaboðin. Og í öðru lagi skýrði fréttakonan frá Jdví, að hún liefði lesið úrklippuna úr blaðinu, sem er áfast við skýrslu þeirra um fundinn. Þar stóð að visu nafn stúlkunnar og lýsing á slysinu, en þar er aðeins tekið fram, að fjölskylda hennar ætti heima i „námunda við Sandwick.“ Hins vegar kom hið full- komlega rétta heimilisfang skýrt fram á fundinum. Þarna var einnig að finna svarbréf frá móður stúlkunnar, þar sem hún þakkar fyrir bréfið. En hún nefnir þar ekki bræð- ur né f'ramku stúlkunnar, svo ekki er unnt að fullyrða um, hvort hún hafi átt tvo bræður, eins og hún gat um i skeyti því, sem fram kom á fundinum. Hér er einnig önnur frásögn um það, sem fram kom á ein- um fundinum hjá konum þessum. Látinn maður sagði til nafns síns og bað fyrir skilaboð til konu sinnar, sem hann nafngreindi og sagði eiga heima á stað nokkrum i Suffolk. Á fundinum varð Kitty fyrir einkennilegum áhrifum, sýndist óróleg og strauk fingrum i sifellu í gegn um hárið á sér.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.