Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 1
Vatnsborð gígs- ins er sjóðandi Hiti vatns í gígnum í Gígjökli hefur hækkað mikið síðustu daga og lítur út fyrir að vera nærri suðumarki. Vatnsborðið hefur lítið hækkað. Þetta sást í flugi jarðvísindamanna í gær. „Aska af gígbörmunum hefur skriðið ofan í gíginn við bráðnun ís- veggjanna að suðvestan og myndar nú einangrandi kápu svo dregur úr bráðnun en hækkar hita,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarð- eðlisfræðingur. Þegar sást að lónið hafði myndast var leiðinni inn í Þórsmörk lokað í varúðarskyni. Nú hefur aftur verið opnað. „Það er ekki mikil hætta á hlaupi á næstu dögum og miðað við núverandi aðstæður verður lónið að minnsta kosti nokkrar vikur að fyll- ast. Því er engin bráðahætta á ferð- um en mikilvægt að fylgjast reglu- lega með,“ segir Magnús Tumi. Í gær varð vart við gráan gufu- mökk úr Eyjafjallajökli. Það bendir til þess, segir Magnús Tumi, að kvikuvirkni sé enn til staðar þó eld- gosinu hafi að mestu slotað um hvíta- sunnu. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Magnús Tumi Lónið Vatnið í lóninu í Gígjökli er nærri suðumarki að hita en frekar lítil hætta er talin vera á flóðum, að minnsta kosti sé horft til allra næstu daga. F Ö S T U D A G U R 1 8. J Ú N Í 2 0 1 0  Stofnað 1913  140. tölublað  98. árgangur  KLÆÐA STYTTUR Í SKJÓLI NÆTUR SÍÐASTA VÍGI KARL- MANNSINS ÁRIÐ 2011 HELGAÐ JÓNI SIGURÐSSYNI LIFUN GRILL 16 SÍÐUR VIÐBURÐIR ALLT ÁRIÐ 18PRJÓNAGRAFFARAR 10 Fréttaskýring eftir Hjalta Geir Erlendsson Eldur kviknaði í íbúð í Írabakka í gær og var maður sem var einn í íbúðinni fluttur á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun. Eldurinn kom upp á neðstu hæð en þar sem stigagangur blokkarinnar fylltist af reyk þurfti slökkvilið að aðstoða þessa ungu konu og fleiri íbúa niður af svölum efri hæða. Bjargað ofan af svölum úr reykfullri blokk Morgunblaðið/Jakob Fannar  „Þetta er mjög spennandi, svipað og að fara til Afríku árið 1800,“ seg- ir Bjarni Kristjánsson, dósent við Háskólann á Hólum, um grunn- vatnsmarflær sem fundist hafa hér á landi. Hann fann þá fyrstu árið 1998 í Þingvallavatni. „Það trúði mér enginn fyrst,“ segir hann en það breyttist tveimur árum síðar. »8 Fann marflær sem hafa þróast í fjórar milljónir ára Skúli Á. Sigurðsson og Baldur Arnarson skulias@mbl.is baldura@mbl.is Mögulegt er að þeir lánþegar sem greitt hafa af gengistryggðum lánum sínum geti krafið lánar- drottna sína um endurgreiðslu þess hluta afborg- ananna sem til er kominn vegna gengistrygging- arinnar. Leiðir þetta af dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp fyrr í vikunni en niðurstaða hans var að gengistrygging lánsfjár í íslenskum krón- um væri andstæð lögum. Endurgreiðsla getur þó verið háð því að greitt hafi verið með fyrirvara. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráð- herra, segir að niðurstaða dómsins geti komið efnahag þjóðarinnar vel, ekki aðeins þeim sem tóku gengistryggð lán. Með því að létta á byrðum fólks sem tók lánin aukist fjárhagslegt svigrúm þess og það geti orðið til þess að örva efnahagslífið. „Mikið högg“ fyrir fjármálafyrirtæki Að sögn Gylfa munu stóru bankarnir ráða við það áfall sem í dómnum felst. Það muni fyrst og fremst hafa áhrif á hluthafa í bönkunum en ætti ekki að koma niður á viðskiptavinum þeirra og þeim kjörum sem bankarnir bjóða. Hann segist þó ekki vilja fullyrða um hvernig smærri og sérhæfð- ari lánafyrirtækjum muni farnast. Halldór Jörgensen, forstjóri Lýsingar, og Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Avant, eru sammála um að dómurinn sé áfall fyrir lána- fyrirtækin. Halldór segir að það sé í höndum kröfuhafa fyrirtækisins hvort Lýsing standi áfallið af sér „Þetta er högg, mikið högg,“ segir Magnús um áhrif dómsins. Fá mögulega endurgreitt  Niðurstaðan talin jákvæð fyrir efnahagskerfið í heild en er töluverður skellur fyrir smá og sérhæfð lánafyrirtæki  Örlög fyrirtækja í höndum kröfuhafa þeirra MLausir endar þrátt fyrir dóm »4 Breska ríkisstjórnin gæti staðið í vegi fyrir því að Íslendingar komist í Evrópusambandið, sagði í frétt sem birtist í gærkvöldi á vef breska blaðsins Guardian. Þar er haft eftir Willliam Hague, utanríkisráðherra Breta, að Íslendingar verði að gang- ast við skuldbindingum sínum. „Við munum ekki standa í vegi fyrir [því að viðræður séu hafnar], en viljum að það sé tryggt strax frá byrjun að Íslendingar standi við fjárhagslegar og lagalegar skuld- bindingar sínar,“ segir Hague. Leiðtogaráð ESB ákvað í gær að hefja skyldi aðildarviðræður við Ís- lendinga og segir aðalsamningamað- ur Íslands efnislegar viðræður geta hafist á fyrri hluta næsta árs. »2 Reuters Harður William Hague vill að tryggt sé að Íslendingar gangi frá Icesave. Bretar í vegi fyrir inngöngu?  Fjölmennt var í miðbæ Reykja- víkur í gær en þó var eitthvað færra en undanfarin ár, að mati lögreglu. Veðrið lék við borgarbúa sem nutu hátíðarinnar sem fór að mestu leyti vel fram. »13-14 Morgunblaðið/Eggert Hátíðarhöldin heppnuðust vel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.