Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 30
30 Velvakandi MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞÚ MYNDIR EKKI SLÁ FLUGU MEÐ LINSUR, ER ÞAÐ NOKKUÐ? EKKI HREYFA ÞIG! HVERT ERT ÞÚ EIGINLEGA AÐ FARA? ÉG ÆTLA AÐ TALA VIÐ ÁHÖFNINA MÍNA ÞÚ ÆTTIR ÞÁ KANNSKI AÐ SKILJA NAMMIÐ ÞITT EFTIR HEIMAÉG VIL EKKI HAFA NEINAR KISULÓRUR Í ÁHÖFNINNI MINNI! ÞEIR ÞURFA ALLIR AÐ VERA JAFN HARÐIR OG ÉG! SKÆRI, AF HVERJU ER ÞÉR SVONA ILLA VIÐ BLAÐIÐ? ÉG ER SVO HRÆDDUR VIÐ AÐ SKERA MIG Á ÞVÍ HANN ER BARA HRÆDDUR VIÐ AÐ VERA EKKI SÁ BEITTASTI Í SKÚFFUNNI TAKK FYRIR AÐ LEYFA MÉR AÐ KOMA MEÐ ÞÉR Á ÚTSÖLURNAR. VONANDI VAR ÉG EKKI FYRIR NEI, ALLS EKKI ÉG HAFÐI ÁHYGGJUR Í FYRSTU EN ÞAÐ HUGREKKI OG ÚTHALD SEM ÞÚ SÝNDIR Í ÞESSUM VERSLUNARLEIÐANGRI FYLLTI MIG STOLTI Æ, MAMMA... ÉG FÆ TÁR Í AUGUN DRÍFUM OKKUR HEIM ÁÐUR EN ÞAÐ LÍÐUR YFIR MIG AF ÞREYTU MMMM MMMHH... EKKI REYNA AÐ TALA, JAMESON VIÐ BUNDUM ÞIG VIÐ KLUKKUNA... SEM Á BRÁÐUM EFTIR AÐ FALLA BEINT OFAN Á HÖFUÐIÐ Á MARÍU LOPEZ EKKI STUNDINNI LENGUR ÉG SAGÐIST ÆTLA AÐ BÍÐA HÉR TIL KLUKKAN EITT... ÉG GET EKKI BORÐAÐ FLEIRI SNJÓKORN. ÉG ER SÖDD HVAÐ ERTU EIGINLEGA AÐ GERA? ÉG ÆTLA AÐ TAKA AFGANGINN HEIM HANDA HUNDINUM Áhrif heitra potta á líkamann Heitt og kalt vatn hefur verið notað um allan heim til að bæta heilsu og vellíð- an fólks frá örófi alda. En hvernig lýs- ir þetta sér varðandi heitu pottana okkar? Ef við skoðum ein- frumunginn amöbu sem lifir í vatns- umhverfi og tekur til sín næringu úr vatn- inu og skilar úr- gangsefnum frá brennslu þeirra út í gegnum fína húðina, er það mjög keimlíkt og okkar mörgu frumur gera. Amöburnar dafna og skipta sér meðan jafnvægi er og úr- gangsefnin safnast ekki fyrir. Okkar frumur eiga erfiðara og erfiðara með að losa sig við oft eitruð úrgangsefni eftir því sem við eldumst og getur það valdið sjúkdómum og jafnvel dauða frumna að lokum þótt ekki sé tal- að um öldrunaráhrifin. Það voru rannsóknarmenn British Royal Infirmary sem fyr- ir um 25 árum könnuðu þetta með heita vatnið sem lítið hafði verið skoðað þá og fengu eft- irfarandi niðurstöður. Enginn munur reyndist á notkun stein- efnaríks vatns frá Bath í Eng- landi og venjulegu vatni. Það var því bara vatnshitinn sem hafði áhrif. Hópar heilbrigðra karla og kvenna voru látnir vera tvær klukkustundir í 35°C heitu vatni hverju sinni. Þvag- myndun fólksins varð meiri og tvöfalt meira Na (natríum) skildist út auk mark- tækrar aukningar á magni K (kalíum). Þá minnkaði rúmmál rauðu blóðkornanna um 5% og seigja blóðplasmans minnk- aði lítillega. Hjart- sláttur jókst um 50% án þess þó að blóð- þrýstingur hækkaði, en viðnám í ytri blóðæðum minnkaði og gæti það skýrt þetta með blóðþrýst- inginn. Þá léttist fólkið um ná- lægt hálfu kílógrammi. Bjúgur í vöðvum minnkaði, líklega vegna vökvataps, og var það álitið já- kvætt. Okkar heitu pottar eru yfirleitt heitari en 35°C og fólk því stutt í þeim. Mætti þó ætla að þeir hafi svipuð áhrif. Allavega hef ég reynt að þyngdartapið getur orð- ið það sama og í nefndri rann- sókn. Heitt vatnið opnar svita- holur húðarinnar, leysir upp úrgangsefni og mýkir vöðvana og sé ekki verið of stutt losar lík- aminn sig við úrgangsefni og eit- urefni út um húðina með osmósu. Þetta er því örugglega ein þægi- legasta heilsuræktin. Pálmi Stefánsson. Ást er… … að bíða eftir sjóaranum sínum. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Opið frá kl. 9, bingó kl. 13.30. Skráning stendur yfir í Jónsmessuferð 23. júní. Árskógar 4 | Smíðastofa kl. 9-16. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans í Ásgarði, Stangarhyl 4, sunnu- dagskvöld kl. 20, Borgartríó leikur fyr- ir dansi. Fundur með þátttakendum í ferð um Sprengisand-Flateyjardal- Fjörð á miðvikud. 23. júní kl. 13.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn- aður kl. 9, ganga kl. 10, handa- vinnustofan opin. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Opnar vinnustofur frá kl. 9.30, sein- asta félagsvist FEBG á þessu vori kl. 13, vöfflukaffi. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur opnar án leiðsagnar kl. 9-16.30, prjónakaffi kl. 10, stafganga kl. 10.30. Mánud. 21. júní er farin ferð í Dala- sýslu m.a. komið að Eiríksstöðum í Haukadal. Skráning á staðnum og í síma 575-7720. Hraunsel | Rabb kl. 9, leikfimi kl. 11.30, brids kl. 12.30, orlofsferð 2010: Austurland. Gist á Hótel Laka og Norðfirði. Hvassaleiti 56-58 | Opið kl. 8-16. Böðun fyrir hádegi, matur, bíó kl. 13.30, kaffisala í hléi. Hæðargarður 31 | Við hringborðið kl. 8.50, gönuhlaup kl. 9, listasmiðjan; myndlist o.fl. kl. 9-16, gáfumannakaffi kl. 15. Sími 411-2790. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Blaða- klúbbur kl. 10.10, vist/brids kl. 13, kaffi, hárgreiðslustofa s. 552-2488, fótaaðgerðastofa s. 552-7522. Vesturgata 7 | Skartgripagerð/ kortagerð, glerbræðsla kl. 9, enska kl. 11.30, tölvukennsla kl. 13.30. Sungið v/flygil kl. 14.30, kaffi, dansað í að- alsal. Vitatorg, félagsmiðstöð | Handa- vinnustofan opin, morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10.15, bingó kl. 13.30. Jónsmessuferð til Keflavíkur 23. júní kl. 14. Uppl. og skráning í síma 411-9450. Fátt er skemmtilegra en þegarPétur Stefánsson og Friðrik Steingrímsson í Mývatnssveit kank- ast á. Pétur fékk fregnir af dásam- legu veðri í Skagafirði og orti: Andi minn fer oft á sveim, yfir gimstein jarðar. Nú er gott að hugsa heim; heim til Skagafjarðar. Hann bætti við að gaman væri að fá legupláss í skagfirskri mold eftir að jarðvist lyki: Mér eflaust liði eitthvað skár eftir raunir harðar, ef ég mætti una nár í örmum Skagafjarðar. Friðrik Steingrímsson svaraði að bragði: Að eiga himnasælu sveit er sannanlega mikils virði, og eiga merktan moldar reit, meira segja í Skagafirði. Þá Pétur: Alfarið ég er á móti að ég fái grafarreit undir hrauni, urð og grjóti, eins og norður í Mývatnssveit. Friðrik svaraði fullum hálsi: Lítil hætta á því er að þú verðir grafinn hér, enda leiðast mundi mér mengunin sem kæmi af þér. En Pétur var ósammála: Hvar sem Pétri er potað niður, – pöddur skríða um hold og bein, þar mun dafna og vaxa viður með vínberjum á hverri grein. Og Friðrik sló botninn í þessa skemmtilegu rimmu: Þó efnafræðin ýmsa blekki og eilífðin sé heljar gap, þá rotnar Pétur eflaust ekki eftir jarðlífs drykkju skap. Vísnahorn pebl@mbl.is Af leguplássi og landshlutum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.