Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2010 Málning - fyrir íslenskar aðstæður Þeir sem til þekkja nota Kjörvara á allt tréverk utanhúss. Reynslan hefur sýnt að Kjörvari er viðarvörn sem er gædd einstökum eiginleikum fyrir íslenskt veðurfar. 80% *Hlutfall málarameistara sem eru í viðskiptum við Málningu hf. Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona, var í hlut- verki fjallkonunnar í ár og flutti hún ljóð eftir Jóhann Hjálmarsson rithöfund. Hvaða eyjar hafa sigrað mig? Hvaða sker glapið mér sýn? Eyjarnar eru allt í kringum mig og sker á bakborða og stjórnborða. Fuglar eiga sér hreiður á hverjum bletti, í holum og á milli nakinna steina. Sjaldgæfur fugl býr í hamri með vænghaf sem skyggir á jörðina. Hvaða eyjar? Hvaða sker? Þessi lönd í miðju hafinu brosa eða glotta við okkur. Við siglum óttalaus. Alveg rétt hjá boðum og björgum. Eyjarnar breiða úr sér með skærum sumarlitum, vilja taka okkur að sér, fóstra okkur í ríki sínu. Okkar er að velja. Öldugjálfrið og kurr fuglanna seiða okkur, söngur forn og nýr. Morgunblaðið/Eggert Hólmganga Þessir skylmingarmenn báru sig tignarlega en ekki fór sögum af því hvor hafði betur. Morgunblaðið/Eggert Hátíðlegt Lúðrasveit er ómissandi á 17. júní. Morgunblaðið/Eggert Vinkonur Þær voru ánægðar að hittast í sumarblíðunni þessar kátu stúlkur. Morgunblaðið/Júlíus Vígalegir Þessi ungi drengur tók þjóðhátíðarávarpi Jóhönnu Sigurðardóttur heldur fálega. Þjóðhátíðarljóð Fjallkonan Unnur Ösp flytur ávarp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.