Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 17
Fréttir 17VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2010 n o a t u n . i s H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t Ö ll ve rð er u bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill u og /e ða m yn da br en gl 4 TEGUNDI R NÝTT Í ÍSKALT NÓATÚNI OG GOTT LÚXUS TOPPÍS 3 STK. Í PAKKA 398 KR./PK. HUNT’S BBQ SÓSUR 269KR./STK. SÓLBERJAKAKA Á GRILLIÐ 998 KR./STK. GUNNARS REMOLAÐI, KOKTEIL- OG PÍTUSÓSA 229 KR./STK. Við gerum meira fyrir þig BLEIKJUFLÖK KR./KG GRÍSALUNDIR MEÐ SÆLKERA- FYLLINGU KR./KG 1998 33% afsláttur 2998 1998 BBESTIR Í KJÖTI ÚRKJÖTBOR ÐI ÚR KJÖTBORÐI BBESTIR Í KJÖTI ÚRKJÖTBOR ÐI ÚR KJÖTBORÐI FRÉTTASKÝRING Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Þingmenn Samfylkingarinnar hafa undanfarna daga viðrað hugmyndir um viðbótarskattlagningu á banka. Þórunn Sveinbjarnardóttir sagði í umræðum á Alþingi að vilji væri fyr- ir slíkri skattlagningu innan flokks- ins. Magnús Orri Schram, einn full- trúa Samfylkingar í efnahags- og skattanefnd, tekur í sama streng og segir bankana þurfa að leggja sitt af mörkum við endurreisnina. Hann segir að vinna sé þegar hafin í fjár- málaráðuneytinu við mögulega út- færslu slíkrar skattlagningar, og hvernig hún gæti spilað inn í fjár- lagagerð næsta árs. Sértækur tekjuskattur Afkoma bankanna hefur verið með ágætum síðustu misseri, en samanlagður hagnaður þeirra árið 2009 var rúmlega 50 milljarðar króna. NBI kynnti nýlega að hagn- aður á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hefði verið 8,3 milljarðar króna. Af- komutilkynningar hinna bankanna eru væntanlegar. Magnús Orri segir fleiri en eina leið færa. Sjálfur sé hann fylgjandi því að sértækur tekjuskattur verði lagður á fjármálastofnanir. „Mér finnst það skynsamleg nálgun, en hún verður alltaf fyrst og fremst á þennan umtalsverða hagnað sem þeir eru að sýna. Þetta gæti þannig orðið einhvers konar hátekjuskattur á tiltekin fjármálafyrirtæki,“ segir hann. Hvatinn að skattlagningu sem þessari væri þannig sá að ríkið stendur frammi fyrir gríðarlegum fjárlagahalla sem takast þarf á við. Magnús segist horfa til þess að „þeir sem breiðustu bökin hafa leggi meira inn í þá vinnu. Svo er því ekki að neita að ég er þeirra skoðunar að bankarnir gætu hjálpað okkur miklu meira í því að koma til móts við heimilin.“ Hann segir það vera hag bankanna, til lengri tíma litið, að koma til móts við skuldug heimili og bæta þannig stöðu þeirra. Þarf að gæta jafnræðis Pétur Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og fulltrúi hans í efnahags- og skattanefnd, segir flokkinn ekki hafa tekið afstöðu til málsins. Hann telur sjálfur að skatt- urinn geti orðið ofan á, „þannig að bankakerfið greiði í raun fyrir það tjón sem það hefur valdið“. Hann bendir á að hugmyndin sé gömul, og hún hafi skotið upp kollinum á ný í umræðunni um allan heim. Hann segir mikilvægt að Íslendingar fylg- ist með þeirri umræðu. „Það er vara- samt að fara út í svona skattlagningu sem virkar alþjóðlega líka. Íslensku bankarnir munu vonandi keppa við erlenda banka í framtíðinni, og þá þarf að gæta jafnræðis,“ segir Pétur. Umræðan í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu um breytta starfsumgjörð fjármálafyrirtækja hefur litast af því að hvorugur vill taka fyrsta skrefið. Óttinn er sá að fyrirtæki flytji einfaldlega starfsemi sína þangað sem starfsumhverfið er hagstæðast. Pétur segir Íslendinga ekki geta tekið þetta skref einir, „nema við viljum útiloka erlend sam- skipti. Við erum auðvitað ansi löskuð eins og er, en við gætum lokað okkur alveg af með upptöku skatta af þessu tagi.“ Hann segir það líklega afleið- ingu að hagnaður bankanna minnki, útlánsvextir hækki og innlánsvextir lækki, en raunvextir á innlánum eru neikvæðir í dag. Málið sé því flókið. Tímabundið úrræði Magnús Orri segist sjá skattlagn- inguna fyrir sér sem tímabundið úr- ræði á meðan verið sé að koma jafn- vægi á ríkisfjármálin. Á móti bendir Pétur á að tímabundnar ráðstafanir eigi það til að verða varanlegar. Bankakerfið greiði fyrir tjónið Skattur Pétur Blöndal segir Íslendinga ekki geta skattlagt banka einir, „nema við viljum útiloka erlend samskipti“.  Samfylkingin horfir til bankaskatts til að fjármagna fjárlagahalla ríkissjóðs  Hugmynd um að sér- tækur tekjuskattur verði lagður á banka  Sjálfstæðisflokkur hefur ekki tekið afstöðu til bankaskatts Bankaskattur » Samfylkingarþingmenn hafa sett fram hugmyndir um að lagður verði sérstakur skattur á hagnað fjármálafyrirtækja. » Tilgangurinn væri að minnka fjárlagahalla ríkissjóðs. » Hagnaður Landsbanka á árinu 2009 nam 50 milljörðum króna. » Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki tekið afstöðu til hug- myndanna, en þingmaður flokksins varar þó við því að Ís- lendingar taki upp slíkan sér- tækan bankaskatt einir síns liðs. Magnús Orri Schram Pétur Blöndal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.