Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2010 ✝ Oddur Brynjólfs-son frá Þykkva- bæjarklaustri, síðast búsettur að Ásbraut 15 í Kópavogi, fædd- ist á Þykkva- bæjarklaustri í Álfta- veri, Vestur-Skaftafells- sýslu, 2. júní 1930. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 9. júní 2010. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Þórðardóttir og Brynjólfur Pétur Oddsson, bændur á Þykkvabæjarklaustri. Hálfsystk- ini hans voru Þuríður, Guðjón og Þórhildur Bárðarbörn, þau eru öll látin. Alsystkini Odds voru Gísli, Hallfríður Halldóra, Hilmar Jón, Katrín Sigrún og Bárður. Þau eru öll látin. Uppeldissystir Odds var Guðríður Guðfinna Jónsdóttir og sonur hennar Jón Ragnar Sæv- arsson ólst einnig upp hjá for- eldrum Odds á Þykkvabæj- arklaustri. Hinn 11. apríl 1956 kvæntist Oddur Elínu Jakobsdóttur, f. 24. október 1932, hún lést 9. maí 1996. Foreldrar Elínar voru Svanfríður Hún er gift Jóhanni Antonssyni, viðskiptafræðingi. Synir Svan- fríðar eru Pétur, kvæntur Hafdísi Hrund Gísladóttur. Þeirra synir eru Úlfur Breki og Hrafn Flóki. Kristján Eldjárn, kvæntur Katrínu Hólm Hauksdóttur. Þeirra börn eru Haukur Eldjárn og Agnes Inga. Og Jónas Tryggvi, kvæntur Steinunni Maríu Stefánsdóttur. 2) Margrét Sigurbjörg f. 16. apríl 1953. Hún er gift Brynjari Krist- mundssyni, útgerðarmanni og skipstjóra í Ólafsvík. Börn þeirra eru Hafdís Rán, gift Vilhjálmi Birgissyni. Þeirra börn eru Alex- ander, Brynjar, Birgir og Margrét. Guðlaugur Mímir, sambýliskona hans er Harpa Finnsdóttir. Þau eiga dæturnar Birtu og Aldísi. Oddur Orri, eiginkona hans er Margrét Sævarsdóttir. Oddur Orri á soninn Mikael Mána. Oddur Brynjólfsson var sím- smiður og vann allan sinn starfs- aldur hjá Pósti og síma, lengi sem bílstjóri um land allt. Þau Elín og Oddur voru meðal frumbyggja í Kópavogi er þau byggðu húsið á Borgarholtsbraut 30 árið 1956. Þar ólu þau upp börn og barna- börn og ræktuðu garðinn sinn. Eft- ir að Elín lést flutti Oddur að Ás- braut 15 í Kópavogi. Útför Odds fer fram frá Kópa- vogskirkju í dag, 18. júní 2010, kl. 13. Bjarnadóttir og Jak- ob Valdimar Helga- son sem lengi bjuggu í Grímsey og síðar á Dalvík. Börn Elínar og Odds eru: 1) Brynjólfur, f. 21. des- ember 1955, skip- stjóri á Akureyri. Hann er kvæntur Söndru Barbosa og á tvö börn, Odd Jóhann og Jöru Fatímu. Odd- ur Jóhann á dótt- urina Katrínu Sölku. 2) Vilborg Kristín, f. 28. júlí 1960, félagsráðgjafi hjá Hjálparstofnun kirkjunnar. Sam- býlismaður hennar er Þórður Árnason tónlistarmaður. Börn Vil- borgar eru Tinna Hrund, Ægir James og Ari James. 3) Jakob, f. 22. mars 1963, símsmiður. Börn Jakobs eru Elín, Margrét, Óli Bald- ur og Jóna. Margrét á dótturina Þórönnu Rein. Elín Jakobsdóttir yngri var alin upp hjá Elínu og Oddi sem þeirra fósturdóttir og hjá Oddi eftir að Elín féll frá. Dæt- ur Elínar af fyrra hjónabandi og uppeldisdætur Odds eru: 1) Svan- fríður Inga, bæjarstjóri í Dalvík- urbyggð, f. 10. nóvember 1951. Það lá vel á Oddi Brynjólfssyni tengdaföður mínum þegar hann hélt upp á áttræðisafmæli sitt í faðmi fjölskyldu og vina sunnudag- inn 5. júní síðastliðinn. Þó við viss- um að heilsan hans væri stundum léleg kom það á óvart að aðeins 4 dögum síðar var hann allur. Þann- ig haga örlögin því að afmælis- veislan verður fólki sem þar var enn mikilvægari og minnisstæðari en ella. Þarna var saman kominn hópur afkomenda þeirra Odds og Elínar Jakobsdóttur eiginkonu hans. Oddur bar alla tíð hag síns fólks mjög fyrir brjósti, fylgdist með hagsmunum þeirra sem hann taldi að þyrftu þess með og var tilbúinn að grípa inn í og rétta hjálparhönd ef með þurfti. Elín lést fyrir 14 árum og þá hélt Odd- ur ótrauður áfram uppeldi á son- ardóttur þeirra sem þau Elín höfðu tekið að sér. Um sjötugt var Oddur því á foreldarölti um helgar í Kópavogi og skilaði öllu slíku með sóma. Fólkið hans sem ættað er frá Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri gladdist með honum í afmælinu. Oddur var einn eftir af systkinun- um frá Klaustri. Það vakti oft furðu manns hve vel þessi stóri systkinahópur frá Klaustri fylgdist hvert með högum annars. Það var líka einstaklega gaman að um- gangast þessi systkini. Sögur sem sagðar voru t.d. á ættarmótum á Klaustri af lífsbaráttunni þarna í Álftaverinu, af Kötlugosi og skips- ströndum voru manni þörf áminn- ing um að það þarf að hafa fyrir hlutunum. Í afmælinu voru líka gamlir vinnufélagar. Oddur vann í nærri hálfa öld hjá Pósti og síma. Fyrri hluta starfsævinnar hjá símanum var Oddur bílstjóri á stórum vörubílum merktum fyr- irtækinu. Þannig man ég fyrst eft- ir Oddi þegar hann var á stóru símabílunum á Dalvík. Oddur var mikill símamaður, hann var trúr sínu fyrirtæki og vann því vel. Þó hann ynni við ýmis störf hjá fyr- irtækinu hafði hann mest gaman af að rifja upp svaðilfarir á bíl- unum hér á árum áður. Svo voru auðvitað gamlir ná- grannar í Kópavogi í veislunni. Oddur og Elín teljast til frum- byggja Kópavogs; áttu lengst af heima á Borgarholtsbraut 30 þar sem allir hlutir voru í röð og reglu. Garðurinn í kringum húsið var ein- staklega fallegur og margverð- launaður. Þær voru margar stund- irnar sem þau eyddu í garðinum hvert vor og raunar allt sumarið. Það var alltaf notalegt að heim- sækja Odd og Elínu í Kópavoginn. Þar var jafnan gestkvæmt, ætt- ingjar og vinir víða að. Oft var í heimsókn hjá þeim fólk sem einnig telst frumbyggjar Kópavogs og gaman að heyra sögur af frumbýl- ingsárunum. Í dag kveðjum við Odd, við glöddumst með honum fyrir nokkrum dögum. Þetta er lífsins saga. Oddur var góður maður sem vildi samferðafólki sínu vel. Það er gott að vera samferða svona manni og margt að þakka við þessi tíma- mót. Jóhann Antonsson. Oddur móðurbróður minn var yngstur í systkinahópi og sá síð- asti sem við kveðjum. Hann var gæddur sömu eiginleikum og systkinin sem á undan eru gengin. Það sem einkenni þau var óbilandi bjartsýni og gott skap. Þau voru samvinnufús og gerðu sér far um að leysa verkefnin með fé- lagslyndi, samvinnu og verkskipu- lagi. Greinilegt var að þau höfðu fengið kærleiksfullt uppeldi í heil- næmu umhverfi í Þykkvabæjar- klaustri. Ekki virtust vandamál sem rætt er um nú og tileinkuð samsettum heimilum hafa verið til staðar á Klaustrinu. Börn sækja öll fyrirmyndir í umhverfinu. Utan kjarnafjölskyldu er eðlilegt að horfa til ættmenna með viðmiðanir um hvernig leysa má hagnýt og fé- lagsleg vandamál. Það er ekki á neinn hallað þó að móðurbræður mínir, einkum þeir hinir yngstu, Bárður sem er nýlega látinn og Oddur sem við kveðjum nú, komi upp í hugann. Aldrei var langt í brosið og glettnislega augnaráðið hversu sem þá á móti blési. Í stað bölmóðs var reynt að leita að lausnunum. Ætíð reynt að leita að björtu hliðunum og hinu góða sem býr í okkur öllum einversstaðar þó svo að djúpt sé á hjá sumum. Þeg- ar fjölskylda mín flutti í Kópavog í kjölfar Vestmanneyjagossins var Oddur tíður gestur á foreldra- heimili mínu enda auðséð hlýjan til eldri systurinnar. Hann hélt ávallt mikilli tryggð við hana og hélt áfram heimsóknum þar til yfir lauk jafnvel þó hún væri orðin las- burða og þekkti hann ekki alltaf. Ég man fyrst eftir Oddi sem barn þegar hann var bílstjóri hjá Sím- anum. Sem barni var mér minn- isstætt hversu röskur og vandvirk- ur hann var og að ábyrgðartilfinningin var honum efst í huga. Ég horfði með athygli á hversu vel og gaumgæfilega hann njörvaði niður farminn á bíl- pallinn og útskýrði fyrir okkur drengjunum hversu mikilvægt væri að fyllsta öryggis væri gætt svo að enginn og ekkert skadd- aðist. Handtökin voru hröð en mark- viss og engum tíma eytt til spillis. Seinna þegar hann var orðinn verkstjóri á birgðastöð Símans að Jörfa nýttist honum vandvirknin. Þetta hafa vitnað margir þeir sem áttu við hann samskipti. Þeir hafa lýst Oddi sem heilsteyptum og heiðarlegum manni og harðdugleg- um. Hjálpfús var hann og alltaf tilbúinn að gera öðrum greiða ef hann gat. Ósérhlífnin hafði sett sín spor sem slit á líkama hans og á heilsufarið. Ég er þakklátur fyrir að hafa getað orðið Oddi að liði með suma af kvillum hans. Oddur var aldrei hræddur við að ræða viðkvæm og persónuleg mál við þá sem honum stóðu næst. Við útför mömmu hafði Oddi hrakað mikið og sagði hann farir sínar ekki sléttar um heilsufarið. Hann sagði að nú væri farið að „styttast í þessu“ hjá honum en verst væri að hann þyrfti og lang- aði að geta stutt Elínu eitthvað áfram en ætti bágt með það vegna heilsuleysis. Uppfrá því sá ég hvernig heilsu hans hrakaði stöð- ugt. Oddur bar sig þó alltaf vel og kvartaði sjaldan við mig. Hann reyndi eins og hann gat að láta gott af sér leiða og styðja börn og barnabörn gegnum súrt og sætt til hinsta dags. Ég ber börnum hans og uppeld- isdætrum ásamt barnabörnum samúðarkveðjur frá mér og fjöl- skyldu minni. Brynjólfur Jónsson. Okkur systkinin langar að kveðja Odd, móðurbróður okkar, með örfáum orðum. Landfræðilega voru tveir staðir sem áttu hug Odds, annarsvegar Álftaverið þar sem hann var fædd- ur og uppalinn og svo Kópavog- urinn þar sem hann og Elín bjuggu sér fallegt heimili og um- hverfi á Borgarholtsbrautinni. Þar var gott að koma, gleði, hlátur og söngur einkenndi heimilið og mikil snyrtimennska jafnt inni sem úti. Eftir fráfall Elínar flutti Oddur á Ásbrautina og einnig eignaðist hann fljótlega sannkallaðan sælu- reit suður á Vatnsleysuströnd þar sem hann naut þess að vera, dytta að, rækta kartöflur og hlúa að gróðri. Mikil frændrækni var honum í blóð borin, hann fylgdist vel með ættingjum sínum, hringdi til að leita frétta eða skaust í heimsókn. Síðustu árin sem mamma okkar lifði bauð hann sig gjarnan fram sem einkabílstjóra þegar hún var stödd í Reykjavík og heimsótti hann okkur systkinabörnin, sem þar eru, í leiðinni. Á þeim tíma var eins og þau tengdust enn sterkari systkinaböndum og heyrðust þau gjarnan daglega. Hugur hans var oft í Álftaverinu þar sem þau systkinin frá Þykkvabæjarklaustri og afkomendur þeirra eignuðust reit til að hugsa um og hittast. Þar fór Oddur framarlega í hópnum, útvegaði m.a. gamlan vinnuskúr sem var gerður upp og byggt við auk ýmissa annarra nytsamlegra hluta sem hann kom með. Þær eru ógleymanlegar árlegu samveru- stundirnar í Reitnum, ávallt mætti Oddur fyrstur manna á staðinn og reisti sitt heimasaumaða hvíta tjald. Þarna fannst honum nauð- synlegt að ættingjarnir hittust og ættu stund saman. Hann ætlaði ekki að missa af væntanlegri vinnuhelgi nú í júlí en sú verður raunin. Hann mun ásamt systk- inum sínum þess í stað fylgjast með frá öðru sjónarhorni. Oddur vann hjá Símanum og er okkur í fersku minni þegar hann kom á símabílnum til Víkur. Eitt sinn kom hann með mastur til Vík- ur, stórt að okkur finnst í minning- unni, sem sett var upp á Reyn- isfjalli. Okkur þótti, og þá sérstaklega Pétri, mikið til frænda okkar koma að hann skyldi hafa upp fjallveginn á vörubílnum með mastrið, ekki voru allar beygjurn- ar til að auðvelda verkið. Oddur var hlýr maður og gott að vera í návist hans. Hann kom oft á heimili Línu og Árna og hans verð- ur sárt saknað í árlegu fýlaboði og öðrum fjölskylduviðburðum þar. Við systkinin þökkum Oddi sam- fylgdina á liðnum árum og erum þess fullviss að hann fær hlýjar móttökur á nýjum stað. Okkar innilegustu samúðarkveðjur send- um við Svanfríði, Margréti, Brynj- ólfi, Vilborgu, Jakobi, Elínu og fjölskyldum þeirra. Bryndís, Egilína, Pétur, Ragnar og fjölskyldur. Látinn er fyrrverandi vinnu- félagi okkar og vinur Oddur Brynjólfsson, Oddur var fæddur á Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri 2. júní 1930, hann hóf störf hjá Pósti og síma 1. júní 1952 og lengst af vann hann margvísleg störf við uppbyggingu á loftlínum víða um land og einnig við akstur vöru- flutningabifreiða með fjarskipta- búnað um land allt eða fram til ársins 1978 en þá tók hann við starfi deildarverkstjóra á Birgða- stöð Símans á Jörfa og starfaði þar til vorsins 1998 en þá lét hann af störfum. Í öllum þeim störfum sem Odd- ur sinnti fyrir Símann af mikilli samviskusemi hafði hann sam- skipti við marga starfsmenn fyr- irtækisins bæði á höfuðborgar- svæðinu, einnig víða um landið og eins verktaka sem störfuðu fyrir Símann á þessum árum. Oddur var allsstaðar vel kynntur, enda góður, duglegur og heiðarlegur maður. Þrátt fyrir að nú séu liðin 12 ár síðan hann lét af störfum er enn verið að vitna í samskipti hans við aðra menn. Oddur hélt upp á 80 ára afmælið sitt nú í byrjun júní og mættu þar m.a. margir af gömlum samstarfs- mönnum hans og áttu allir skemmtilega stund saman suður á Vatnsleysuströnd í sælureit hans. Í návist Odds var gott að vera og starfa, m.a. kenndi hann okkur yngri mönnum ýmislegt sem hefur svo sannarlega nýst okkur bæði í lífi og starfi og fyrir það er honum þakkað nú þegar kemur að kveðju- stund. Afkomendum Odds vottum við samúð okkar og megi minningin um góðan mann lifa með okkur. F.h. fyrrverandi samstarfs- manna, Gunnar Þórólfsson. Oddur Brynjólfsson ✝ Erla Magn-úsdóttir fæddist í Reykjavík 3. júlí 1935. Hún lést á Landspít- alanum, Hringbraut, 13. júní 2010. For- eldrar hennar voru Magnús Einarsson, f. 25. desember 1912, d. 4. september 1985, og eiginkona hans, Dag- björt Eiríksdóttir, f. 20. júlí 1914, d. 8. maí 1977. Systkini Erlu eru Jón, f. 31. mars 1934, d. 17. ágúst 1994, Margrét, f. 24. ágúst 1936, gift Kristjáni Einarssyni, d. 2003, Þrá- inn, f. 25. júlí 1938, d. 14. janúar 1966, Magnea, f. 22. janúar 1940, Páll, f. 5. nóvember 1946, kvæntur Paul- ine Magnusson, og Eð- vald, f. 24. september 1954, d. 2005. Erla bjó á Landakoti til 9 ára aldurs, flutti þá til for- eldra sinna og var til 11 ára aldurs, fluttist þá að Sólheimum í Grímsnesi og bjó þar til 44 ára aldurs, flutt- ist þá á Kópavogshæli, 1986 fluttist hún í Víðihlíð 5 og svo árið 2000 í Mýrarás 2. Erla hefur um árabil starfað í Iðjubergi. Útför Erlu fer fram frá Selja- kirkju í dag, 18. júní 2010, og hefst athöfnin kl. 13. Ástkær vinkona, Erla Magnús- dóttir, er látin. Það eru ótal minn- ingar um hana Erlu okkar sem við minnumst með söknuði. Heimilið þitt verður ekki það sama án þín, elskan mín, það var á hreinu að Mýr- arás var þitt heimili og var það alveg bannað að kalla það sambýli, þú bjóst ekki lengur á þannig stað. Þú áttir á margan hátt ævi sem ekki hef- ur alltaf verið dans á rósum og fékk maður oft að heyra sögur um liðinn tíma og oftast skemmtisögur. Erla tók þátt í að segja lífssögu sína sem Guðrún Stefánsdóttir skráði, þetta var henni mjög dýrmæt reynsla og mikils virði fyrir hana. Hún lét okkur oft lesa úr bókinni sinni sem henni þótti svo vænt um. Erla var mikil félagsvera og hafði mikið gaman af tónlist. Það eru ófáar ferðir sem farnar voru í Kolaportið og svo í Perluna þegar geisladiska- markaður var, enda á Erla mikið safn af diskum. Erla hafði ánægju af ferðalögum og þá innanlands. Alltaf var farið tvisvar á ári á Sólheima þar sem hún þekkti marga. Minnisstæð er ferð okkar 2007 sem við fórum í til Húsavíkur að heimsækja Dúddu og Steina. Þetta var frúarferðin okkar, nutum þess að vera á Hótel KEA og láta stjana við okkur. Við rifjum upp þessar stundir okkar og eðlilega var farið að tala um að safna fyrir næstu ferð, þú vildir alltaf vera á fullu að gera eitthvað skemmtilegt. Margar ljúfar minningar koma í huga á sorg- arstundum og finnst mér þetta ljóð eiga við um okkar vinskap. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Fjölskyldan var Erlu mjög dýr- mæt og hafði hún mikið samband við hana. Henni var mikils virði að vera með systur og systurdóttur ásamt fjölskyldu á aðfangadagskvöld. Þetta var kvöld, eins og hjá flestum, dýrmætt fyrir Erlu og veit ég að hún var mikið þakklát fyrir það. Við sendum fjölskyldu og vinum Erlu samúðarkveðjur. Takk, Erla mín, fyrir að leyfa okk- ur að vera með í þínu lífi. Hvíl í friði, elsku vinkona. Fyrir hönd íbúa og starfsfólks Mýrarási 2, Hildur Jónína Þórisdóttir. Erla Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.