Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2010 SÝND Í ÁLFABA Robert Downey Jr., Samuel L. Jackson, Gwyneth Paltrow, Scarlett Johansson, Don Cheadle og Mickey Rourke eru mætt í fyrstu STÓRMYND SUMARSINS HHHH „Iron Man 2 setur viðmið sem eru gulls ígildi fyrir framhaldsmyndir þökk sé leik- num hans Roberts Downey Jr. sem Stark“ - New York Daily News SÝND Í KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA Byggð á sögu Nicholas Sparks sem færði okkur Notebook. HHH - Entertainment Weekly HHHH - New York Daily News JAKE GYLLENHAAL GEMMA ARTERTON BEN KINGSLEY Gísli Örn Garðarsson er mættur í sinni fyrstu Hollywood mynd SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINLUNNI, AKUREYRI, SELFOSSI OG KEFLAVÍK HEIMSFRUMSÝNING VIDDI, BÓSI LJÓSÁR OG HIN LEIKFÖNGIN ERU KOMIN AFTUR Í STÆRSTU OG BESTU TOY STORY MYNDINNI TIL ÞESSA. STÓRKOSTLEG SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI SPARBÍÓ 950 krkr á allar sýningar merktar með grænu HHHH "TOY STORY 3 ER ÞAÐ BESTA SEM ÉG HEF SÉÐ Í BÍÓ Á ÞESSU ÁRI HINGAÐ TIL OG ÉG GET EKKI BEÐIÐ EFTIR AÐ SJÁ HANA AFTUR!" - T.V. KVIKMYNDIR.IS HHHHH - P.H. BOXOFFICE MAGAZINE "...ÁN EFA MYNDIN SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ Í SUMAR" "...BESTA TOY STORY MYNDIN TIL ÞESSA - MEIRI HLÁTUR, MEIRA FJÖR, MEIRA DÓT Í FRÁBÆRI ÞRÍVÍDD" "MEISTARAVERK! LANGBESTA MYND ÁRSINS!" LEIKFANGASAGA 3 kl. 13D -3:203D -5:403D m. ísl. tali L 3D THE LOSERS kl. 5:50 - 8 - 10.10 12 LEIKFANGASAGA 3 kl. 1 - 3:20 - 5:40 m. ísl. tali L PRINCE OF PERSIA kl. 3:20-5:40-8-10:20 10 TOY STORY 3 kl. 83D -10:203D m. ensku tali L 3D THE LAST SONG kl. 1 -3:20 L SEX AND THE CITY 2 kl. 2:30-5:30-8-8:30- 10:45 12 DIGITAL AÐ TEMJA DREKANN SINN kl. 1:20 L SEX AND THE CITY 2 kl. 2 -5-8-10:45 VIP-LÚXUS / ÁLFABAKKA LEIKFANGASAGA 3 kl. 3:203D -5:403D m. ísl. tali L TOY STORY 3 kl. 83D -113D m. ensku tali L SEX AND THE CITY 2 kl. 5D - 8D - 10:20D 12 PRINCE OF PERSIA kl. 3 - 5:30 - 8 10 IRON MAN 2 kl. 10:30 L OFURSTRÁKURINN kl. 3 L / KRINGLUNNI Sjónvarpsþáttaraðir frá öld-inni sem leið eru sívinsæltviðfangsefni kvikmynda-framleiðenda. Ekki er allt gull sem glóir, en flestar skila þessar eftirlíkingar einhverjum gróða og heimskulegu, stórkarla- legu gríni sem hentar vel bíógest- um sumarmánaðanna. The A-Team styðst við vinsæla þáttaröð sem gekk lungann af 9. áratugnum, með George Peppard í aðalhlutverki ofurstans Johns Hannibals Smiths. Í kvikmynda- gerðinni er það sjálfur Liam Nee- son sem er tekinn við ofurstastöð- unni og hópurinn hans eru gamlir félagar úr sérsveit í Íraksstríðiinu. Hannibal fer fyrir sundurleitum hópi léttúðugra ofurhuga; blakka tröllsins B.A. Baracus (Jackson), hins snoppufríða „Face“ (Cooper) og „Mad Murdock“ (Copley). Gengið er ranglega grunað um glæpsamlegt athæfi og fer huldu höfði niður í Mexíkó í mynd- arbyrjun. Samkvæmt skipun Morrisons hershöfðingja (McRaney) er fjór- menningunum smalað saman á nýjan leik til hjálpar Sámi frænda. Tilefnið að hafa uppi á týndum, fölsuðum dollara-prentmótum sem sögð eru í höndum manna Sadd- ams Husseins. Áætlunin rennur út í sandinn því þeir eru sviknir og lokaðir inni. Þeir sleppa með hjálp leyniþjónustumannsins Lynch (Patrick Wilson), rotta sig saman enn á ný til að hafa uppi á prent- mótunum og hreinsa af sér áburð- inn. Þá kemur Charissa Sosa (Jes- sica Biel) til skjalanna, gömul vinkona Face, sem vill koma þeim sem fyrst á bak við járn og slá á ný. Kosturinn við The A-Team er fyrst og fremst drephlægilegir kaflar sem gætu verið settir sam- an úr Kelly’s Heroes og The Time Bandits. Fáránleikinn svífur yfir vötnunum og endalaust spaugast að ábúðarmiklum hópum alls kyns leynilegra, löglegra aftökusveita hins opinbera og þeirra sem eru á gráu svæði og eru leiksoppar út- smoginna yfirmanna í innsta hring hermálaráðuneytisins. Það er ekki dauðan punkt að finna í The A-Team, alltaf nóg um að vera eða fíflalæti í gangi svo efnið rennur hjá án þess að áhorf- andinn hafi tíma til að velta fyrir sér götunum í framvindunni og rökleysunni. Gallinn við The A- Team er ómarkvisst handrit sem ber mann stefnulítið um heiminn þveran og endilangan, þar sem einn berserksgangurinn tekur við af öðrum. Persónurnar eru poll- grunnar en dável leiknar. Neeson er mátulega fyrirmannlegur, traustur og kíminn í leiðtoga- hlutverkinu og gefur gríninu nokkra vikt. Jackson fyllir vel í yf- irstærðina hans Mr. T. í þáttunum (og þess eina sem maður minn- ist)m Cooper (The Hangover) er sjarmerandi og ósvikinn gam- anleikari, en það er Copley úr District 9 sem stelur senunni sem hinn kolruglaði Murdoch og Biel er einkum upp á punt. Í það heila er leikaravalið nánast óaðfinn- anlegt og hið frumlegasta. Synd að það fær ekki betri línur en raun ber vitni. Hér eru það byssu- kjaftarnir sem nappa þeim. saebjorn@heimsnet.is A-liðið Bradley Cooper og Liam Neeson eru „Face“ og Hannibal Smith. Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Borgarbíó Akureyri The A-Team bbbnn SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND Leikstjóri: Joe Carnahan. Aðalleikarar: Liam Neeson, Bradley Cooper, Sharlto Copley, Quinton Jackson, Patrick Wil- son, Jessica Biel, Gerald McRaney, Bri- an Bloom. 118 mín. Bandaríkin. 2010. Sumarið er komið með kúlnaregni og rustum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.