Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2010 ✝ Sigurbjörg Ein-arsdóttir fæddist á Eskifirði 25. júní 1921. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Aust- urlands, Egilsstöðum, 5. júní 2010. Foreldrar hennar voru hjónin Einar Sigurbjörn Sigurðs- son, f. 7. júlí 1885, d. 24. nóvember 1967, og Guðrún Björg Björnsdóttir, f. 10. ágúst 1883, d. 23. september 1966. Sig- urbjörg átti eina systur, Þórunni Aðalheiði, f. 1911, d. 1966, hún var búsett á Eskifirði. 13. júní 1942 giftist Sigurbjörg Jóhanni Ágúst Guðnasyni, f. 3. ágúst 1918, d. 30. mars 1994. Hófu þau búskap á Eskifirði og bjuggu þar til 1948 er þau fluttu í Streiti í Breiðdal. Ágúst og Sigurbjörg stunduðu sauðfjárbúskap á Streiti fram til ársins 1975 er þau fluttu á Breiðdalsvík. Á Breiðdalsvík bjó hún til 2002, er hún flutti að Mið- vangi 22 á Egilsstöðum. Sigurbjörg og Ágúst eignuðust 4 börn: 1) Heiðrún Björk f. 30. desem- ber 1942, d. 20. jan- úar 1946, 2) Einþóra Guðný f. 10. maí 1945, d. 4. ágúst 1952, 3) Unnur Aðalheiður f. 30. maí 1950, gift Kristjáni Frímanni Tryggvasyni f. 24. júní 1940, búsett í Reykjavík, 4) Hjörtur Þór Ágústsson f.13. nóvember 1952, kvæntur Jóhönnu Björk Guðmunds- dóttur f. 12. febrúar 1956, þau eru búsett á Egilsstöðum. Fyrir átti Sigurbjörg tvo syni, Ragnar Brynjar Hjelm f. 21. október 1937, sambýliskona Kristrún Jónsdóttir f. 8. febrúar 1949, búsett í Reykjanesbæ, og Sig- mar Hjelm f. 29. apríl 1939, kvænt- ur Ingunni Gyðu Aðalsteinsdóttur f. 6. maí 1942, búsett í Hafnarfirði. Sigurbjörg átti 15 barnabörn, 23 barnabarnabörn, 8 barnabarna- barnabörn og 1 barnabarnabarna- barnabarn; voru ættliðirnir því orðnir 6 frá árinu 2009. Útför Sigurbjargar verður gerð frá Heydalakirkju í dag, 18. júní 2010, kl. 14. Það var kyrrð og friður, morg- unsólin skein inn um rifu á svala- hurðinni og varpaði geislum sínum á sjúkrabeð Sigurbjargar Einars- dóttur frá Streiti í Breiðdal. Friður var yfir ásjónu hennar þar sem hún þennan fallega morgun var að kveðja lífið eftir tæp 89 ár. Rólegheit og friður hafa einkennt far Sigurbjargar, alltaf yfirveguð, æðrulaus en þó föst fyrir, en fór vel með. Ég minnist þess er hún fór í mikla aðgerð fyrir mörgum árum, hún haggaðist ekki, kvartaði aldrei, bara beit á jaxlinn. Alveg ótrúlegur styrkur. Kynni okkar Sigurbjargar hófust fyrir um 13 árum er við Unnur dóttir hennar hófum sambúð. Við fórum að heimsækja hana á Breið- dalsvík, þar sem Sigurbjörg bjó þá. Við komum seint að kvöldi og geng- um strax til náða. Ég vaknaði fyrir allar aldir og var að velta fyrir mér hvernig ég ætti að kynnast þessari fámálgu konu, rek þá augun í kaffi- vélina og helli uppá og þegar Sig- urbjörg kom fram þá bauð ég henni góðan daginn og spurði hvort það mætti bjóða henni kaffi, sem hún þáði. Síðan þá höfum við verið góðir vinir og drukkið margan kaffiboll- ann saman. Sigurbjörg var fróð og minnisgóð og því gaman að tala við hana og sátum við oft að spjalli er hún dvaldi löngum hjá okkur Unni bæði í Munaðarnesi og í Reykjavík. Hún hafði mjög gaman af því að ferðast og fór í ferðir með eldri borgurum um landið á meðan heilsan leyfði. Hún kom einnig í samfloti með okk- ur til Kanaríeyja og eins til Noregs. Í seinni tíð þurfti ekki langan bíltúr til að gleðja hana. Sigurbjörg ætlaði – og hlakkaði mjög til – að koma suður og vera viðstödd brúðkaup okkar Unnar þann 12. júní sl. sem hún hafði lagt blessun sína yfir en veiktist snögg- lega og lést laugardagsmorguninn 5. júní. Hún var sem fyrr æðrulaus og sterk, kvaddi með þessum orð- um: „Nú er þessu að ljúka hjá mér en þið haldið ykkar striki með dag- inn ykkar“. Ég kveð tengdamóður mína, þessa hugrökku, sterku konu með þakklæti fyrir allt þessi ár sem við áttum samleið. Ég votta öllum ættingjum samúð mína. Í guðs friði, Kristján Tryggvason. Minningarnar bera mig ósjálfrátt austur á Breiðdalsvík, en sem barn kom ég ósjaldan þangað til að hitta ömmu, afa og fólkið mitt þar. Á þeim tíma var leiðin frá Reykjavík og þangað austur tals- vert ferðalag fyrir barn, en tilhlökk- unin að hitta ömmu og afa auðveld- aði hana til muna. Þegar við nálguðumst Selnesið og þú birtist í eldhúsglugganum spratt hamingjan fram í barnshjartanu. Hjá ykkur var yndislegt að vera, og frá Breiðdalsvík hef ég fjársjóði minninga sem gott er að leita til. Oft tókum við í spil, en þá var ávallt mikið hlegið og við gleymdum stað og stund. Þá fylgdu ósjaldan með skemmtilegar sögur frá fyrri tíð, sem þú varst hafsjór af. Þær máluðu dýrmætar myndir í huga mínum, af lífinu á Streiti og Breið- dalsvík og uppátækjum frænda minna þar. Það er líka sama hver uppátækin voru hjá mér, alltaf gafstu þér tíma til að sýna þeim áhuga, enda varstu góður vinur með einstaka nærveru. Jólin koma oft upp í hugann þeg- ar ég hugsa um þig. Þú varst mikið jólabarn og þá bárust frá þér djásn sem þú hafðir skapað sjálf af mikilli lagni og alúð. Gjafir þessar voru umvafðar ást og umhyggju og höfðu mikla sérstöðu. Við erum þakklát fyrir þann dýr- mæta tíma sem við höfum átt með þér, einkum fyrir austan og hér fyr- ir sunnan, en einnig í Borgarfirði, í Aðalvík og í Noregi. Þú varst ein- stök kona, lífsreynd, þrautseig og góðhjörtuð, og gædd miklu innsæi. Vitur og orðvör, en alltaf var stutt í gleðina og hláturinn. Elsku amma Sigurbjörg, ljós þitt mun skína áfram í minningum okk- ar. Þórarinn og Heiða Björg. Í dag kveð ég elskulega ömmu mína, Sigurbjörgu Einarsdóttur. Margs er að minnast og þótt kveðjustundin sé erfið er hugur minn fullur þakklætis fyrir allar þær góðu minningar sem fjölmarg- ar samverustundir hafa gefið gegn- um árin. Þótt við amma höfum allt- af búið í landfræðilegri fjarlægð hvor frá annarri þá hittumst við reglulega og hún var ávallt ofarlega í mínum huga. Amma Sigurbjörg og afi Ágúst voru bændur á Streiti í Breiðdal í fjölmörg ár. Þótt ég hafi verið ung að árum þegar þau brugðu búi og fluttu í þorpið Breiðdalsvík þá man ég eftir því hvað mér þótti gott að koma til þeirra eftir langan akstur úr Reykjavík. Þjóðvegir landsins voru ekki beysnir á þeim árum og ferðalagið austur virtist stundum endalaust fyrir unga telpu. Það var því sérlega góð tilfinning þegar við nálguðumst Streiti og ég vissi að okkar biðu hlýir faðmar ömmu og afa ásamt heitum mat fyrir þreytta ferðalanga. Síðar þegar þau fluttu sig yfir á Breiðdalsvík þá fékk borgarbarnið ég að kynnast lífinu í íslensku sjávarþorpi. Yfir Aust- fjörðum var ævintýraljómi í mínum huga og þangað var gaman að koma. Amma kom reglulega suður til Reykjavíkur síðastliðin ár og við tvær gættum þess að gefa okkur tíma til að fara saman í leikhús eða njóta þess að spjalla saman í róleg- heitum á kaffihúsum. Henni var aldrei sérstaklega vel við ys og þys borgarinnar en fannst þó gaman að spóka sig eina og eina kvöldstund í Reykjavík. Í bæjarferðum sínum bað amma mig gjarnan um að koma með sér í ákveðnar verslanir að kaupa það sem hana vanhagaði um. Stundum vantaði t.d. garn í dúka eða myndir sem hún var að sauma. Amma var að sönnu mikil hann- yrðakona og eftir hana liggja mörg falleg, útsaumuð handverk sem hún gaf oft ættingjum sínum og eru þau hin mesta heimilisprýði. Í seinni tíð hafði amma mikla ánægju af því að ferðast og fór í ófá ferðalögin með eldri borgurum Austurlands víða um land. Amma hefur einnig farið í fjölmörg ferðalög með fjölskyldu sinni á suðvesturhorninu í gegnum tíðina en ég minnist þess samt al- veg sérstaklega þegar amma kom alla leið til Noregs að heimsækja mig og fjölskyldu mína þegar við vorum búsett þar um tíma. Þetta var í fyrsta sinn sem hún flaug af landi brott og þá var hún komin yfir áttrætt. Ég man hve hún gladdist yfir því að fá tækifæri til að koma til Noregs, þangað hafði hana lengi dreymt um að koma. Í Noregi upp- lifðum við ánægjulegar stundir saman, ferðuðumst víða, sigldum einnig til Danmerkur og heimsótt- um þar annað ömmubarn hennar sem er Atli Hjartarson, frændi minn og vinur. Þetta voru ógleym- anlegar vikur og amma sýndi mik- inn dugnað í þessu ferðalagi. Á langri ævi hefur lífið séð ömmu fyrir mörgum erfiðum verkefnum. Amma var gædd sérstakri hugarró og æðruleysi sem hjálpaði henni í gegnum erfið tímabil. Hún var allt- af sjálfri sér samkvæm og staðföst. Þótt hún væri yfirleitt ekki orð- mörg þá vógu orð hennar þungt og þeim var hægt að treysta. Kveðjustund er runnin upp. Minningin um sterka og hlýja konu mun ávallt lifa. Hanna María Harðardóttir. Til langömmu. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ. virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Unnur Agnes Níelsdóttir, Benedikt Bjarni Níelsson, Skúli Þór Johnsen. Elsku amma, nú er komið að leið- arlokum, þú hefur kvatt okkur hér og haldið annað. Þar hefur verið tekið vel á móti þér af afa og dætr- um ykkar þeim Heiðrúnu og Ein- þóru. Eftir lifa minningar um ein- staka ömmu og mun ég deila þeim með börnunum mínum. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann eftir að hafa bú- ið í sama húsi og afi og amma frá 1 árs aldri til tvítugs og í sömu íbúð fyrstu 5 árin. Minning um ömmu sem var alltaf til staðar fyrir mann þegar eitthvað bjátaði á, til að kenna manni og leiðbeina í hinu daglega lífi, segja sögur frá því í gamla daga eða bara til að leika við og stytta manni stundirnar. Að vera lítill strákur og fá að sofa uppí hjá afa og ömmu er einhver öruggasti staður sem til er, það er eitthvað sem mér finnst að engin börn eigi að fara á mis við. Þú eldaðir uppá- halds matinn handa mér ef ég var svangur, þá oftast hrísgrjónagraut eða kjötkássu. Yfirleitt var ís í eft- irmat eða frosin bláber. Á sunnu- dögum bökuðum við lummur og fyr- ir jólin gerðum við piparkökur sem við skreyttum síðan. Bíltúrar um Breiðdalinn með ykkur afa, ýmist í Randversstaði eða suður í Núp og þá keyrt hægt framhjá Streiti og sagðar sögur frá þeim tíma þegar þið bjugguð þar. Á kvöldin horfðum við á sjónvarp og þá sat ég ýmist á stólarminum hjá þér eða afa. Þau voru líka ófá kvöldin sem við sátum og spiluðum manna. Við spiluðum líka oft kasínu eða rommí á daginn er ég kom heim úr skólanum og afi var ennþá að vinna. Þú gerðir mikla handavinnu í gegnum tíðina sem skreyttu heim- ilið og fengum við að njóta þess líka þegar þú laumaðir að okkur hinu og þessu. Myndin af skútunni sem þú litaðir og gafst mér hefur fylgt mér á alla þá staði sem ég hef búið á síð- astliðin 18 ár. Maður hættir ekkert að vera ömmustrákur þó maður flytji að heiman. Þú prjónaðir handa mér lopapeysur og sokka þegar ég fór á sjóinn. Það er ekki til betri fatnaður að vera í úti á sjó en lopapeysa sem er prjónuð af ömmu. Þú vildir ekki vera að angra aðra sem höfðu í nægu að snúast og voru uppteknir að lifa lífinu, en þeim sem gáfu sér tíma til að hafa samband eða koma til þín tókstu opnum örm- un. Ég gleymi því aldrei þegar þú lést gamlan draum rætast og komst til Noregs til að heimsækja Hönnu og við fórum síðan þrjú með ferj- unni til Danmerkur. Það er ferðalag sem gaf okkur öllum mjög mikið og við rifjuðum oft upp. Elsku amma, það er mér ómet- anlegt allt það sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum tíðina. Að þú hafir verið viðstödd giftinguna í fyrra og sjá hversu mikla gleði Ágúst litli gaf þér þessa mánuði sem þið náðuð að vera saman. Ég kveð þig með þessum orðum Jenna Jóns: Marga góða sögu amma sagði mér, sögu um það er hún og aðrir lifðu hér. Alltaf var hún amma mín svo ósköp væn og í bréfi sendi þessa bæn: Vonir þínar rætist, kæri vinur minn, vertu alltaf sanni, góði drengurinn. Þó í lífsins straumi bjáti eitthvað á ákveðinn og sterkur sértu þá. Allar góðar vættir lýsi veginn þinn, verndi og blessi elskulega drenginn minn. Gefi lán og yndi hvert ógengið spor, gæfusömum vini hug og þor. Atli Vilhelm Hjartarson. Sigurbjörg Einarsdóttir Gildir ei einu um hið liðna, hvort grófu það ár eða eilífð? Unn þú mér heldur um stund, að megi ég muna, minning, hrópandi rödd, ó dvel! En æ, hver má þér með höndum halda, heilaga blekking! Sem vængjablik svífandi engla í augum vaknandi barna ert þú hverful oss, hversdagsins þræl- um, og óðar en sé oss það ljóst, er undur þitt drukknað í æði múgsins og glaumsins. Svo höldum vér leið vorri áfram, hver sína villigötu, hver í sínu eigin lífi vegvilltur, framandi maður; og augu vor eru haldin og hjörtu vor trufluð af hefð og löggrónum vana, að ljúga sjálfan sig dauðan. . . En þei, þei, þei, – svo djúpt er vor sam- vizka sefur, oss sönglar þó allan þann dag við eirðarlaus eyrun eitthvað þvílíkt sem komið sé haust- hljóð í vindinn, eitthvað þvílíkt sem syngi vor sálaða móðir úr sjávarhljóðinu í fjarska. Og eyðileik þrungið hvíslar vort hjarta hljótt út í bláinn: Hvar? . . . Ó hvar? (Jóhann Jónsson) Þín tengdadóttir, Anna María Elíasdóttir. Elsku afi, ég vildi að ég hefði eignast fleiri minningar um þig, en það sem ég man er þegar við vorum uppi í sveit og það var alltaf svo gaman hjá okkur. Ég man þegar við fórum í litla húsið að finna verkfæri til þess að smíða og mála bústaðinn. Mín besta minning er þegar við vor- um að skylmast, ég var með sverðið mitt og afi með stafinn sinn það var alltaf svo gaman og mikið fjör. Ég eignaðist ekki margar minning- ar áður en þú fórst á Eir en ég á marg- ar minningar um þig þegar þú varst kominn á Eir og þá margar mjög skemmtilegar og góðar. Það er skrítið að heimsækja þig ekki núna og gefa þér eitthvert gotterí en ég kem bara til þín í heimsókn á leiðið og gef þér eitthvað fallegt og segi þér frá því sem hefur gerst svo þú missir ekki úr. Þinn afastrákur og nafni, Kaj. Afi Kaj. Tár streymdu niður andlitið mitt en þegar tárin runnu niður kinnarnar, vissi ég að þú varst kominn á betri stað hjá Guði, fjölskyldu þinni og vinum. Ást mun fylgja þér hvert sem þú ferð. Mér þótti rosa-vænt um þig. Ég finn til sorgar og haturs, en það þýðir ekkert að slást við örlögin. Ég vildi að þú værir hér hjá mér. Við gerðum margt skemmtilegt saman og þú sagð- ir mér margar sögur frá lífinu þínu og nýjar sögur um mig og fjölskylduna okkar. Þú varst kallaður Kátur þegar þú varst yngri og ég veit af hverju, því að þú lést mig alltaf brosa og hlæja þegar ég sjá þig. Minningin um þig mun lifa með mér alla ævi. Það er kom- in tími til að þurrka tárin. Ég vil að þú vitir, að ég mun aldrei sleppa þér. Ég veit að þér þótti vænt um mig líka. Hjarta mitt mun alltaf vera með þér. Þótt þú sért farinn, þá veit ég að við munum alltaf vera saman. Nú er kominn tími til að segja bless, þangað til ég sé þig næst á himni. Andi þinn lifir í hverju og einu okkar. Þegar ég lít upp til himins og sé skærustu stjörnuna, þá veit ég að þú ert að horfa niður til okkar og ég veit að þú brosir til okkar og segir að allt mun verða í lagi. Ég mun sakna þín óskaplega mik- ið. Ég veit í hjarta mínu að þú ert áfram til, og einn daginn mun ég hitta þig í himnaríki. Hvíldu í friði, afi minn. Þín sonardóttir, Snæbjörg S. Jörgensen. Elsku afi minn. Ég vildi að ég gæti sagt þetta við þig en ekki hér á blaðið, það fer ekki dagur framhjá mér án þess að ég hugsi um þig. Ég mun aldrei gleyma minningum mínum um þig, ég varðveiti þær að ei- lífu. Ég gleymi aldrei hvað það var allt- af gaman hjá okkur í sveitinni, þegar við drukkum teið þitt saman, rugguð- um okkur í ruggustólnum þínum og fylgdumst með litla jólatrénu stækka. Það besta var að sitja í fanginu þínu fyrir framan arininn og þú straukst á mér bakið. Þessi tilfinning og minn- ingar munu aldrei gleymast. Þú ert sá besti afi sem hægt er að eignast. Þú ert ljós í lífi mínu sem mun aldrei slokkna. Ég trúi því að við hitt- umst seinna á himni. Ég elska þig, afi minn, af öllu mínu hjarta. Mundu mig, ég man alltaf þig, afi minn hann er sá besti og mikill bílamaður var en aldrei bíl hann klessti og alltaf vel sig bar. Ekki var hans mikið spikið, þó mikill sælkeri var. Hann elskaði alla jafnt og mikið og ástin brosið hans bar. Í hjarta mínu áttu stað sem enginn getur nálgast að nema aðeins þú, afi minn. Mig langar að strjúka vanga þinn. Skærust stjarna uppá himni, ég veit, afi, að þú er þarna uppi Syng ég til þín, afi minn, eitt að lokum: ég elska þig. Þín sonardóttir, Harpa María Jörgensen.  Fleiri minningargreinar um Kaj Anders Winther Jörgensen bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.