Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2010 5 litir - Str. 36-58 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Stutterma bolir Verð 4.900 kr. Útsala Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími 568 2870 – www.friendtex.is Opið mánudaga – föstudaga 11.00-18.00 laugardaga 11.00-16.00 á vor- og sumarvöru Friendtex 2010 Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Fjölbreytt úrval Bikinídagar 15-25 % afsláttur Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@mbl.is Leik- og grunnskólar í Vesturbænum munu taka þátt í tilraunaverkefni í haust þar sem gæðakröfur og mat- seðlar í mötuneytunum verða sam- ræmd, eins og sagt var frá í Morg- unblaðinu á mánudag. Nýju matseðlarnir eru enn í þróun en at- hygli vekur að þar hafa t.d. unnar matvörur og kakósúpa verið fjar- lægðar af borðum skólabarna. Sig- urveigu Káradóttur, Margréti Gylfa- dóttur og Sigurrós Pálsdóttur, sem lýstu baráttu sinni fyrir aukinni holl- ustu í skólamötuneytum borgarinnar í Morgunblaðinu síðasta sunnudag, líst ágætlega á þessa nýju matseðla. „Þetta er allt annað en það sem við höfum verið að skoða og þarna er bú- ið að taka út bjúgu, kjúklinganagga og unninn fisk, eins og við höfum unn- ið að. Þarna er kominn inn t.d. bauna- réttur og grænmetisréttur en það eru áfram kjöt- og fiskbollur og þá þarf að tryggja að ekki séu notaðar fars- bollur,“ segir Margrét. Hvað um hina skólana? Þeim stöllum finnst fljótt á litið sem tekið hafi verið mark á at- hugasemdum þeirra. Þó segist Mar- grét hafa áhyggjur af matseðlum þeirra skóla sem ekki taka þátt í til- raunaverkefninu, en þar verði eldri matseðlar væntanlega notaðir áfram. „Þessa rétti sem eru á nýju matseðl- unum er alla hægt að elda í eldhúsum skólanna. Augljóslega hefur líka verið tekið tillit til leiðbeininga frá Lýð- heilsustöð en það var nú reyndar líka sagt um eldri matseðlana. En auðvit- að veltur þetta heilmikið á fólkinu sem vinnur í eldhúsunum.“ Í Síðdeg- isútvarpi Rásar 2 á mánudag mættu Sigurrós Pálsdóttir og Ragnar Þor- steinsson, sviðsstjóri menntasviðs, í viðtal til að ræða gagnrýni þremenn- inganna. Kom þar fram í máli Ragn- ars að innihaldslýsingar unninnar matvöru hefðu komið honum á óvart og velti hann fyrir sér hvort slíkar vörur stæðust almennar gæðakröfur. Þá sagði hann að samkvæmt könnun færu matráðar skóla eftir viðmiðum Lýðheilsustöðvar í flestum tilfellum, en þar hefði reyndar verið um sjálfs- mat að ræða. Vöntun á eftirliti Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Sigurrós um þetta: „Ef þú ert matreiðslumaður og hefur metnað í starfi hefði ég haldið að þú skoðaðir vel hvað þú ert að gefa börnunum og leitaðir þér upplýsinga. Mér finnst ekki hægt að skella skuldinni á neinn einn í þessu máli. Það vantar eftirlit og miðstýringu. Lýðheilsustöð gefur út viðmið og svo er bara gert ráð fyrir að eftir því sé farið. Og að láta fólk sjálft meta vinnubrögð sín þykir mér dálítið tilgangslaus könnun. Sumir vilja auðvitað halda vinnunni og svara ekki endilega sannleikanum sam- kvæmt.“ Tilraunaverkefni mötuneyta leik- og grunnskóla Vesturbæjar frá sept. til áramóta Nýir matseðlar lofa góðu Sýnishorn af drögum að hráefnismatseðli Mánudagur KJÖT Aðalréttur: (próteingjafi): Kjöt (max 10% fita) Tillaga: Kjötsúpa með kartöflum, grænmeti og hrís- grjónum. Ávöxtur Þriðjudagur FISKUR Aðalréttur: Fiskur Tillaga: Ofnsteiktur fiskur. Búlgur með matarolíu. Spergilkál og gulrætur og súrsæt sósa. Mjólk með matnum Ávöxtur Miðvikudagur TÓMATSÚPA (eða annar spónmatur) Tillaga: Tómatsúpa, gróft brauð, viðbit, ostur og skorið grænmeti Ávöxtur Fimmtudagur FISKUR Aðalréttur: Fiskur Tillaga: Karrýfiskréttur og kartö- flur. Blómkál, gúrkur og tómatar. Mjólk með matnum. Ávöxtur Föstudagur GRÆNMETISRÉTTUR Aðalréttur: Grænmetisréttur Tillaga: Álfabakstur (bauna- réttur), kúskús með matarolíu. Kál, paprika og ananas. Heita tómatsósa með kryddjurtum. Gróft brauð með viðbiti Ávöxtur Næringarlæsi er mikilvægt fyrir neytendur sem vilja vera vel upp- lýstir og má finna innihaldslýsingar matvæla á heimasíðum framleið- enda á borð við SS, Kjarnafæði, Goða og Norðanfisk. Þá er hægt að nálgast upplýsingar um næring- argildi matvæla á síðunni hvaderi- matnum.is en þar er um meðaltal- stölur að ræða sem gilda ekki endilega um einstakar vöruteg- undir. Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verkefnisstjóri næringar hjá Lýð- heilsustöð, segir matvæli eiga að vera merkt innihaldslýsingu þar sem hráefni í vörunni eru talin upp eftir minnkandi magni. „Svo eru stundum næringargildismerkingar líka en framleiðendur eru ekki skyldugir til að hafa þær. Þar stend- ur hversu mikil orka er í vörunni, prótein, fita og kolvetni o.fl. Ráð- leggingar Lýðheilsustöðvar miða að því að draga úr neyslu á harðri fitu, þ.e. mettaðri og transfitusýru, og söltum og reyktum mat.“ Hvað er í matnum okkar? AUÐVELT FYRIR ALMENNING AÐ LEITA SÉR UPPLÝSINGA „Frumkvæði að hugmyndinni á Gísli Marteinn. Við höfum bæði notað þessar myndir í fyrirlestr- um en þær er frægar í skipulags- fræðum. Önnur sýnir fjölda fólks gangandi á götu en hin sýnir sama fjölda nema þá hvern á sínum bíl,“ segir Sigrún Helga Lund, stjórn- armaður í samtökum um bíllaus- an lífstíl, en þau hyggjast endur- taka myndatökuna í Reykjavík. „Ég hef notað þessar myndir til að benda á að einn af neikvæðum fylgifiskum einkabílanotkunar er plássið sem þeir taka á götum borgarinnar. Það sem okkur finnst skemmtilegast við að end- urskapa myndirnar hér í Reykja- vík er að upphaflegu myndirnar koma frá Þýskalandi en það er allt annað að sjá þetta í íslenskum að- stæðum. Hvernig líta göturnar okkur út?“ segir Sigrún en myndatakan fer fram á Melhaga kl. 13.00 nk. laugardag. Íbúarnir færa bílana af götunni „Við völdum nú bara Melhag- ann af praktískum ástæðum, um morguninn er melhagadagurinn og þá færa allir íbúarnir bílana sína af götunni. Okkur vantar að sjálfsögðu götu með engum bílum til að taka myndirnar.“ segir Sig- rún Helga sem hvetur sem flesta til að mæta og taka þátt í þessari tilraun. „Hann Birgir Ísleifur tekur myndirnar, hann er góður ljós- myndari. Þetta er allt unnið í sjálfboðavinnu. Við erum m.a.s. komin með myndatökumann til að gera stutta kvikmynd um þetta,“ segir Sigrún sem kveðst spennt að sjá útkomuna. jonasmargeir@mbl.is Hyggjast endurskapa myndirnar Lið lagadeildar Háskóla Íslands, Club Lögberg, lenti í þriðja sæti í norrænu málflutningskeppninni sem fram fór í Kaupmannahöfn um síðustu helgi. Tólf keppnislið öttu kappi í mál- flutningi og komu þau frá helstu há- skólum Norðurlanda en Club Lög- berg var eina íslenska liðið. Keppnisliðin fluttu bæði skriflega og munnlega sókn og vörn í máli þar sem fjallað var um brot á Mannrétt- indasáttmála Evrópu með sama hætti og gert er fyrir Mannréttinda- dómstóli Evrópu. Hálfu stigi frá úrslitum Það gerir árangur íslenska liðsins ennþá glæsilegri að flest liðin flytja málin á sínu móðurmáli en íslenska er ekki viðurkennd sem keppnismál. Keppendur geta því aðeins valið að flytja málið á dönsku, sænsku eða norsku. Hvert lið er skipað sex ein- staklingum sem skipta með sér vörn og sókn. Viðfangsefni keppninnar er væg- ast sagt mikið hitamál en tekist var á um kæru til Mannréttinda- dómstóls Evrópu vegna búrku- banns. Deilt var um löggjöf sem bannar notkun á búrkum og öðrum trúar- legum klæðnaði sem hylur andlit á opinberum stöðum og um kærurétt félagasamtaka til Mannréttinda- dómstólsins. Íslenska liðið komst í undanúrslit og var einungis hálfu stigi frá að komast í tveggja liða úr- slit. Liðið var skipað þeim Gunnlaugi Geirssyni, Hauki Guðmundssyni, Salvöru Þórisdóttur, Víði Smára Petersen, Hinriku Söndru Ingi- mundardóttur og Ívari Má Ottasyni. Öll eru þau meistaranemar í lög- fræði við HÍ. Fræðileg umsjón var í höndum Kristínar Benediktsdóttur hdl. hjaltigeir@mbl.is Laganemar tókust á um búrkubann Lögberg Íslenska liðið stóð sig mjög vel í norrænu málflutningskeppninni 2010 sem haldin var í Kaupmannahöfn og hafnaði í þriðja sæti af tólf liðum. Á fyrsta fundi nýrrar bæj- arstjórnar á Sel- tjarnarnesi í fyrradag var samþykkt að Ás- gerður Halldórs- dóttir yrði bæj- arstjóri en hún hefur gegnt því embætti síðan í júlí 2009. Forseti bæjarstjórnar verður Guðmundur Magnússon og varaforseti Sigrún Edda Jónsdóttir. Ákveðið hefur ver- ið að árlega muni bæjarfulltrúar skipta með sér verkum þannig að nýr forseti verður skipaður að ári. Á fundinum var einnig skipað í ráð og nefndir til næstu fjögurra ára. Ásgerður bæjarstjóri Ásgerður Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.