Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 27
landið en var einstaklega fróður um staðarhætti og fylgdist grannt með ferðum barna sinna. Hann var einnig mikill göngu- garpur og naut útivistar í nátt- úrunni. Það voru góðir göngu- túrarnir sem við áttum saman. Það var frekar eins og verið væri að ganga með unglingi heldur en manni á tíræðisaldri. En það er ekki hægt að tala um afa án þess að minnast á hið ein- staka hjónaband sem þau afi og amma, Hjalti og Gíslína, áttu sam- an. Umhyggja þeirra og ást til hvors annars var eins óeigingjörn og hægt er að ímynda sér. Það er skrítið að hugsa til þess að eiga ekki eftir sjá þau aftur á gangi, haldast hönd í hönd eins og þau gerðu alltaf. Sífellt að stjana hvort við annað með bros á vör eins og ástfangnir unglingar. Nú undirbýr hann komu hennar, bíður hennar með bros á vör og opna arma. Elsku besti afi okkar, við kveðj- um þig með þakklæti og hlýhug. Takk fyrir að hafa verið okkur svona góð fyrirmynd og góður vin- ur, við elskum þig. Þínar, Elsa Karen og Jóhanna Berglind. Elskulegur afi minn og nafni er látinn. Afi Hjalti var nýorðinn 93 ára þegar hann lést og hafði lifað langa og góða ævi. Hann var mikill fjölskyldumaður, einstakur eigin- maður svo aðdáun vakti, sinnti börnum, barnabörnum og langafa- börnum af einstakri hlýju og alúð. Tengsl mín við afa Hjalta voru mikil og góð alla tíð og það var alltaf mjög gaman að heyra í honum, hann hringdi oft og vildi vita hvernig allir hefðu það. Símtölin byrjuðu alltaf á því að glaðleg rödd afa sagði „sæll nafni“. Minningar mínar um afa eru um skemmtilegan og hlýjan mann sem alltaf hafði tíma til að spjalla og fylgjast með hvað allir í stórfjöl- skyldunni höfðu fyrir stafni. Hann hafði ótrúlega gott minni alveg fram á síðasta dag og fylgdist vel með öllu í kringum sig og hafði mikinn áhuga á málefnum líðandi stundar. Afi starfaði lengst af sem bifreiða- stjóri, m.a. sem mjólkurbílstjóri og í vegavinnu. Sem krakki fékk ég að sitja í græna Benz vörubílnum þeg- ar farið var í vegavinnu eða í upp- skipun á Dalvík. Afi var mikill ná- kvæmnismaður og það sást á öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hreinni og betur bónaður vörubíll var vandfundinn við Eyjafjörð og maður mætti sko ekki í forugum gúmmískóm í Benzann. Þegar ég var í sveit hjá bræðrum ömmu Gísl- ínu á næsta bæ við Sólvang, var samgangurinn við afa og ömmu mikill. Um tíma bjó ég einnig hjá þeim í Sólvangi þegar ég var í raf- virkjavinnu á Dalvík og það væsti svo sannarlega ekki um mann þar, það var stjanað við mann. Missir drengjanna okkar er mikill, því Hjalti langafi skipaði alveg sérstak- an sess hjá þeim. Heimsóknir til ömmu og afa í Sólvang og síðar á heimili þeirra á Akureyri voru ávallt mikið tilhlökkunarefni og ekki spillti nú að afi Hjalti átti að eigin sögn „peningatré“ sem var alltaf í blóma þegar afabörnin komu í heimsókn. Afi Hjalti var einnig hafsjór af fróðleik um fyrri tíma og þegar Bjarni Davíð sonur minn var að vinna ritgerð í skólanum síðast- liðinn vetur, ræddi hann við langafa sinn um stærstu atburði á Íslandi á síðustu öld og hvernig þeir mörkuðu líf fólks á þeim tíma. Margt athygl- isvert kom fram í þeirra spjalli um lífsbaráttu fólks á síðustu öld og var þetta sérstaklega skemmtileg teng- ing fyrir þá báða. Það er mikils að minnast en helst er þó söknuður og þakklæti efst í huga fyrir yndisleg- an afa og langafa. Mestur er þó söknuður ömmu Gíslínu en um- hyggjusamari eiginmaður verður vart fundinn. Afi Hjalti hafði hag ömmu og fjölskyldunnar ávallt að leiðarljósi og var okkur hinum fyr- irmynd um ást, samheldni og fjöl- skyldu. Hjalti Már. Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2010 ✝ Oddgeir ÁgústLúðvík fæddist í Reykjavík 18.12. 1922. Hann andaðist á Landspítalanum í Fossvogi 8.6. 2010. Foreldrar hans voru Morten Ottesen, skrifstofustjóri í Bún- aðarbankanum, frá Ytra-Hólmi í Innri- Akraneshrepp og Anna G. Bjarnason enskukennari, frá Sauðafelli í Dölum. Er foreldrar hans skildu er hann var tveggja ára, þá flutti hann til föðurömmu sinnar, Sigurbjargar Sigurðardóttur, að Ytra-Hólmi og eftir lát hennar, þegar Oddgeir var 9 ára, gengu honum í foreldrastað þau hjónin Pétur Ottesen föðurbróðir hans og Pétrína Jónsdóttir. Alsystir hans var Guðný Ásta f. 1920, d. 1992 og hálfsystkini hans samfeðra eru Jón Thorstensen f. 1930, Anna Þórunn Ottesen f. 1942 og Anton G. Otte- hildur Svava hjúkrunarfræðingur f. 13.4. 1967. Barnabörn eru 14 og barnabarnabörn eru 7. Oddgeir stundaði nám við Hér- aðskólann í Reykholti og lauk seinna prófi frá Samvinnuskól- anum í Reykjavík. Þau hjónin fluttu til Hveragerðis 1954 og gegndi hann þar starfi sveitastjóra og oddvita í nokkur ár. Eftir það starfaði hann fimmtán ár á Hag- stofu Íslands og síðustu starfsárin gegndi hann aðalbókarastarfi á Heilsuhælinu í Hveragerði, ásamt því að reka gistiheimili í Hvera- gerði. Oddgeir var mjög virkur í Ungmennafélagshreyfingunni, hafði yfirumsjón með barnastúku í Hveragerði og var það fastur liður í mörg ár að fara með ungmenni staðarins í útilegu í Galtalækj- arskóg. Oddgeir var liðtækur penni og skrifaði fjölda greina og samdi revíu sem flutt var fyrir fullu húsi í Hótel Hveragerði. Oddgeir fluttist að Hrafnistu í Reykjavik 18. desember 2000, en áður hafði kona hans Geirlaug flust á Hjúkrunarheimili í Reykjavík. Útför Oddgeirs fer fram í dag, föstudaginn 18. júní 2010, frá Foss- vogskirkju og hefst athöfnin kl. 11. sen f. 1943. Uppeld- issystkini hans að Ytra-Hólmi voru Sig- urbjörg Ottesen f. 1924 og Jón Ottesen f. 1927, d. 1988. Oddgeir kvæntist Geirlaugu Skafta- dóttur þann 7. nóv- ember 1948, f. í Viðey 10. júlí 1927, d. 14.8. 2001. Börn þeirra eru: 1) Skafti Geir stýrimaður, f. 3.10. 1947, maki: Guðny Gunnþórsdóttir. 2) Sigurbjörg leikskólakennari f. 10.3. 1950. 3) Guðný Ásta banka- starfsmaður, f. 14.8. 1951, maki: Sigurður E. Ólafsson. 4) Anna Katrín sjúkraþjálfari, f. 28.3. 1954, maki: Björn Ingi Stefánsson. 5) Auður Ingibjörg garðyrkjufræð- ingur f. 27.4. 1957, maki: Páll Jök- ull Petursson. 6) Morten Geir tré- smíðameistari f. 5.4. 1959, maki: Kolbrún Bjarnadóttir. 7) Svava f. 8.10. 1964, d. 30.3. 1965. 8) Sól- „Hæ. Það er ball á Borg í Gríms- nesi í kvöld, ertu til í að koma ?“ „Já, að sjálfsögðu er ég til í það.“ Síðan töluðum við aðeins meira, þar til Oddgeir sagði: „Ætlaðir þú kannski að tala við Morten? Ég man enn tilfinninguna hvernig ég roðnaði niður í tær. Eftir þetta var að sjálfsöguðu alltaf spurt hvort þetta væri ekki örugglega Morten sem ég væri að tala við. Þetta var þegar við vorum að skjóta okkur saman fyrir 35 árum, og ég hafði ekki grun um að ég væri að tala við verðandi tengda- pabba. Þegar við Morten keyptum Frum- skógana af Oddgeiri og Geiru, breytt- um við húsinu mjög mikið og hann skipti sér aldrei af því, þótt hann væri búinn að breyta og byggja við húsið frá 1954. Kom hann alltaf austur fyrir fjall og hjálpaði til. Er við spurðum hvort það væri ekkert sárt að sjá okk- ur breyta ævistarfinu sagði hann að þessum kafla í lífi sínu væri lokið og nýr kafli tæki við. Ég man líka þegar við rifum húsin sem voru einu sinni hænsakofar þá sagði hann bara „Ja hérna. Það tekur Morten bara 6 klukkutíma að rífa niður það sem ég var 6 ár að byggja.“ Þetta lýsir hon- um vel. Við byggðum litlar íbúðir í stað hænsnaskúrsins og dvaldi Oddgeir hjá okkur á sumrin í einni af íbúð- unum. Hann sá algerlega um garðinn okkar og heita pottinn. Það verður erfitt verk að fylgja því eftir. Fyrsta verkið á morgnana var að fara og sópa pottinn. Það var verk sem hægt var að vinna kl. 6 á morgnana. Og síð- an að reyta nokkur beð þegar ferða- langarnir fóru að komast á stjá. „Jæja, Oddgeir, Mogginn er á borð- inu og heitt kaffi á könnunni,“ sagði ég við hann ef hann var ekki búinn að láta sjá sig um 10-leytið, því ekki vildi hann trufla ef hann hélt að ég væri önnum kafin. Þetta voru skemmtileg- ar stundir og endalaust hægt að tala um heimsmál. Heimskortið var eins og ljósmynd greypt í höfuð hans og þurftum við ekki Atlas til að vita hvar þetta og hitt landið væri í heiminum, þegar við vorum að ræða hvaðan ferðalangarnir okkar kæmu. Kolbrún Bjarnadóttir. Oddgeir stýrði bæjarmálum í Hveragerði þegar við kynntumst. Þar var hann farsæll og vinsæll. Annað vakti ekki minni athygli, að Oddgeir eignaðist börn glæsileg. Við töluðum um prinsessur þeirra Oddgeirs og Geiru og hrifu menn út yfir sýslu- mörk austur og norður. Þótti mér dýrmætast þegar sonur minn Hannes gat skartað eiginleikum afa síns eins og bindindissemi, hug- prýði og velvild til annarra. Við Oddgeir unnum saman í fé- lagsmálum, mest að uppbyggingu Heilsuhælisins í Hveragerði. Hann var ráðagóður og forsjáll og lagði mikið til þeirrar stórmerku starfsemi náttúrulækningamanna. Jafnframt sinnti Oddgeir félagsstörfum á ýms- um vettvangi og fórst það vel úr hendi. Oddgeir var mikill fjölskyldumað- ur, hlúði einlægt að sínum og var elskaður innilega af okkur sem nán- ast honum stóðum. Jólakvöldin í Frumskógum þar sem stórfjölskyld- an kom saman eru ógleymanleg. Fjöl- skyldumenn hlökkuðu til allt árið. Svo rann stundin upp – húsið fylltist af kátu fólki og eftirvænting skein úr hverju andliti. Menn öttu kappi í ól- sen-ólsen, söngur og fjör fylltu sal- arkynni og gleðin tók völd. Hlý fjöl- skyldustemning ríkti. Og þarna naut fjölskyldumaðurinn Oddgeir sín best. Hann annaðist gestina af alúð og sýndi fallegt þjónustueðli sem ein- kenndi hann. Sjálfstæði og heiðarleiki voru sterkir þræðir í persónugerð Odd- geirs og þegar hlýja og ástúð Geir- laugar konu hans bættust við verður skiljanlegt hversu heilsteypt og vel gerð börn þeirra eru. Oddgeir vildi ekki vera öðrum byrði – hann vildi þjóna og leggja öðrum lið. Þannig kvaddi Oddgeir – eftir stutta sjúk- dómslegu. Ég minnist Oddgeirs sem hetju, manns sem rækti fagrar dyggðir og verður okkur sem eftir stöndum hvati til góðra verka. Jón Gunnar Hannesson. Afi var ekki bara afi, heldur afi minn. Ég kynntist honum öðruvísi en hin barnabörnin. Já, ég kom aðeins á eftir hinum barnabörnunum og var lengi vel lang- yngst, þannig að ég missti af því þeg- ar barnabörnin komu saman og hitt- ust hjá afa og ömmu. Ég fékk að hafa afa alveg útaf fyrir mig, og naut þess. Þessi einstaki mað- ur var ekki bara góðhjartaður, húm- oristi og brosmildur heldur var hann líka mjög þolinmóður. Já, frá fjögurra ára aldri fékk ég að greiða honum og toga í hárið hans meðan hann sat sallarólegur og horfði á sjónvarpið. Þegar ég var ellefu ára fékk ég gefins hárklippur og jú afi var ekki lengi að bjóða sig fram sem til- raunadýr og þrátt fyrir að útkoman af klippingunni hafi verið hræðileg þá var afi mjög ánægður með hana. Afi kom oft og sótti mig og fór með mig í Kringluna, við vorum ekki í inn- kaupaleiðangri, nei við löbbuðum um Kringluna og afi spurði mig hvað væri í hverri búð. Benti á búðarglugg- ann og spurði: „Hvaða búð er þetta?“. Þá svaraði ég: „Já þetta er 17, svona tískubúð sem selur föt“. Svona hélt þetta áfram þangað til við vorum búin að labba fram hjá öllum búðarglugg- unum, en þá var komið að því að fá sér ís. Vanalega fékk maður sér barnaís í brauði en í eitt skiptið langaði mig svo mikið í sjeik og afi ákvað að fá sér líka. Eitthvað hefur afgreiðslustúlkan verið að flýta sér því sjeikinn var hrikalega þykkur og fyrir gamlan mann að reyna að sjúga þykkan sjeik með röri var bara einum of mikið, en sá gamli gafst ekki upp. Afi fylgdist alltaf með því sem mað- ur var að gera, og ég hef verið svo heppin að fá að hafa hann við hlið mér þegar ég var að fermast, þegar ég flutti og þegar ég útskrifaðist og er ég mjög þakklát fyrir það. Katrín Ottesen. Ég vil kveðja hann afa minn. Mér þótti vænt um hann. Þegar ég kom í heimsókn í Hveragerði þá átti hann alltaf nammi í hornhillunni handa mér. Ég borðaði stundum með afa á Hrafnistu og hann vildi alltaf gefa mér að borða. Hann þóttist alltaf gleyma hvað ég héti og spurði „heitir þú Sigga?“ og ég sagði „nei, ég heiti Kristjana“. Þá spurði hann „heitir þú Gunna?“ og ég svaraði „nei, ég heiti Kristjana“. Og svona hélt þetta áfram, „heitir þú Jóna?“. Þetta fannst honum rosafyndið. Blessi afi, ég mun sakna þín. Kristjana K. Minn kæri afi og nafni kvaddi þennan heim 8. júní sl. sáttur við sig og sína. Allt frá því ég var ungur drengur fram á síðustu stundu sagð- ist hann vilja deyja snöggt og vera ekki uppá aðra kominn og fékk hann þá ósk uppfyllta. Afi var ávalt árrisull, vinnusamur og ósérhlífinn. Hann vann fyrir stóru heimili var með hænsnarækt í mörg ár með fullri vinnu og svo prófaði hann kanínu- rækt og sneri sér að gistiheimila- rekstri eftir að hann fór á eftirlaun. Það eru margar góðar minningar sem koma upp þegar hugsað er til baka. Ég er elsta barnabarn hans og var lánsamur að njóta þeirra forréttinda að fá að vera talsvert hjá afa og ömmu í Hveragerði á mínum yngri árum. Dagurinn byrjaði iðulega mjög snemma hjá afa, hann leyfði manni samt að sofa út að hans mati eða til kl. 8 þegar hann gekk inn og sagði blíð- lega „jæja nú er kominn dagur“. Mér þótti nú alltaf gott að sofa út á þessum árum en lét mig hafa það að staulast á fætur og ávalt beið gómsætur hafra- grautur og lýsi auk sláturs. Afi hafði alltaf í nógu að snúast fyrir utan sína venjulegu vinnu á Hagstofunni og síðar Heilsuhælinu í Hveragerði. Það var alltaf þétt dagskrá og margt að gera þegar maður var í Hveragerði og ævinlega fékk maður að aðstoða við þau verk sem til féllu. Hann var lunkinn að segja manni til og treysta manni fyrir hlutunum. Þegar ég var 11 ára þá hjálpaði ég honum við heyskap á Sogni sem hann tók að sér í nokkur ár. Frumraun mín í traktorsakstri var þegar ég keyrði stóran Ford traktor frá Hveragerði að Sogni en ég var reyndar stór eftir aldri og hafði fengið góða þjálfun að keyra bíla þótt ungur væri. Hann fann það fljótt út að ég var laginn að bakka kerru og var því iðulega látinn gera það. Eins var gaman að taka þátt í girðingavinnu á fjallinu fyrir of- an Sogn með honum auk Hannesar Þórs og Andra þegar ég var 11-12 ára. Við þurftum að bera alla staura og búnað uppá fjallið og var hver ferð nýtt vel. Jólin í Hveragerði þar sem allir voru saman komnir, börn og barnabörn vekja hjá mér góðar minn- ingar. Afi getur verið sáttur við sitt lífshlaup. Ég þakka fyrir þann tíma sem við áttum saman og er sannfærður um að hann hefur fengið góðar móttökur fyrir handan. Oddgeir Reynisson. Nú er síðasti stofninn fallinn. Ég minnist yndislegra barns- og æskuára þar sem maður upplifði festu og það öryggi sem það er að vera hluti af góðri fjölskyldu. Samband foreldra minna við systk- ini móður minnar og maka þeirra var einstaklega sterkt og kærleiksríkt. Fyrir mér má líkja þessum einstak- lingum við sterka stofna sem höfðu ómetanleg áhrif á þetta tímabil ævi minnar. Þar voru ætíð til staðar ynd- islegir foreldrar, Ingibjörg systir mömmu og Guðmundur maður henn- ar, Þorlákur bróðir mömmu og Gyða kona hans, Geirlaug systir mömmu og Oddgeir maður hennar. Það var eins öruggt og sólaruppkoman að Gyða og Lalli kæmu í heimsókn um hverja helgi. Á því tímabili sem Odd- geir vann á Hagstofunni og það var til margra ára, kom hann reglulega og spilaði bridds við foreldra mína og hlátrasköllin hljómuðu um húsið. Það var notalegt að heyra þennan óm gleði og áhyggjuleysis þegar barnið var að festa svefn. Ófá sumur dvaldi ég viku eða vikur hjá Geiru og Oddgeiri í Hveragerði. Þar var líf og fjör í stórum og fjör- ugum barnahópi. Þegar ég skrifa þessar línur finn ég brennisteinslykt fyrir vitum mínum, svo sterkur er máttur minninganna. Oddgeir er sá síðasti af þessu heið- ursfólki sem hverfur á braut. Fyrir mér er ákveðnu tímabili lífs míns lok- ið og í raun merkileg sú tilfinning að tilheyra elstu kynslóð fjölskyldunnar. Oddgeir var á margan hátt marg- breytilegur maður. Ætíð var stutt í brosið, en hann var ekki allra. Hann var á vissan hátt fáskiptinn og leið vel með sjálfum sér, en einnig fé- lagslyndur og leið vel með öðrum. Hann var opinn fyrir nýjungum, en samt ekki nýjungagjarn. Hann var til baka, jafnvel hafði maður á stundum þá tilfinningu að hann væri feiminn, þrátt fyrir það var hann tilbúinn til að vera í forystu þeg- ar til var kallað. Hann var fínn kall, hann Oddgeir, var sagt við mig af manni sem þekkti til Oddgeirs. Það voru orð að sönnu. Fyrst og fremst var Oddgeir þó trúr sínu og sínum. Þau eðliseinkenni hans að vilja vera sjálfstæður og eng- um byrði, en þó ætíð til staðar, skap- aði einstaklega góð tengsl milli hans og afkomenda þeirra Geiru. Árin hafa liðið og stofnarnir eru fallnir. Árangur lífs þeirra má meta í glæsilegum hópi afkomenda sem lifa samkvæmt þeim heiðarleika sem fyr- ir þeim var hafður og eiga þá lífsgleði sem þeir hlutu í arf. Sveinn H. Skúlason. Mig langar að minnast míns góða vinar Oddgeirs Ottesen. Ég var að vinna við sambýli þroskaheftra að Sigluvogi 5 í nokkur ár. Íbúar sambýlisins hugsuðu mikið til sumarsins og langaði í ferðalag. Við höfðum samband við Oddgeir og ekki stóð á því að greiða götu okkar. Ferðin hófst í rútu austur í Hvera- gerði og þar tók þessi heiðursmaður á móti okkur og keyrði okkur heim til sín og lét okkur í té litla íbúð, sem við nutum í nokkra daga. Þetta var fyrsta ferðin til þeirra hjóna en ekki sú síð- asta. Öll okkar kynni við þetta heimili eru ógleymanleg. Ég sendi öllum börnum og að- standendum innilegustu samúðar- kveðjur. Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. (– Kvöldsöngur skáta ) Góður Guð annist ykkur öll. Guðrún Jónsdóttir. Oddgeir Ágúst Ottesen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.