Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 21
Minningar 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2010 ✝ Páll Gestssonskipstjóri fæddist á Siglufirði 13. júní 1926. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 7. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Gestur Guðjónsson skipstjóri frá Ási í Þelamörk, f. 22.3. 1893, d. 9.8. 1963, hann ólst upp í Hrísey, og Rakel Sig- ríður Pálsdóttir frá Siglufirði, f. 13.6. 1903, d. 6.10. 1980. Brúðkaupsdagur þeirra var 8. nóv- ember 1924 á Siglufirði. Systkini Páls eru Sjöfn, f. 7.3. 1925, Guðni, f. 5.3. 1928, Birgir, f. 27.4. 1932, d. 21.9. 1977, og Sævar, f. 20.6. 1943. Eiginkona Páls var Olga Bettý Antonsdóttir, f. 26.1. 1929, d. 17.1. 2003. Foreldrar hennar voru Jón Anton Árnason sjómaður frá Ytri- Haga á Árskógsströnd, f. 26.10. 1905, d. 12.3. 1948, og Pálína Val- gerður Oddsdóttir, sem vann við hótel- og þjónustustörf, frá Minni- Bakka í Hólshreppi í Skálavík, f. þeirra er Sigurður. Börn Sjafnar, Baldvin Þór og Þórunn, sambýlis- maður Ágúst Bent Sigbertsson; fað- ir þeirra er Magnús Þór Sigmunds- son. 6) Kristjana, f. 1.5. 1960, maki Andrés Bjarnason. Dætur þeirra eru: Sigrún Helga, Andrea Ruth, og Agla Bettý. 7) Gestur, f. 20.9. 1963, maki Linda Guðlaugsdóttir, börn þeirra eru: Signý, Valgerður og Páll. Langafabörnin eru 14. Páll útskrifaðist úr Stýrimanna- skólanum í Reykjavík 1949. Hann starfaði sem stýrimaður og skip- stjóri á togurum . Hann var skip- stjóri og einn af eigendum Siglfirð- ings SI 150 sem kom til Siglufjarðar árið 1964 og var fyrsti skuttogari Íslendinga. Árið 1970 fluttist fjöl- skyldan frá Siglufirði til Rauf- arhafnar. Þar gegndi Páll starfi framkvæmdastjóra Jökuls hf., en fjölskyldan flutti síðan til Reykja- víkur. Páll starfaði hjá Asiaco við sölu á veiðarfærum þar til hann og félagar stofnuðu Ísfell hf. árið1992. Páll var tengdur sjónum alla tíð. Síðustu árin naut Páll ástríks fé- lagsskapar vinkonu sinnar, Bjargar Finnbogadóttur. Útför Páls verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag, 18. júní 2010, og hefst athöfnin kl. 13. 10.1. 1907, d. 20.11. 1984. Þau giftu sig 1927 og hófu búskap sinn í Árnahúsi í Hrís- ey, en fluttu til Siglu- fjarðar um 1944. Páll og Bettý gift- ust 6. janúar 1951 á Siglufirði og eign- uðust sjö börn: 1) Ant- on Valur, f. 15.3. 1951, börn hans eru: Árni Valur, maki Marleen van Geest, Inga Birna, maki Stefnir Kristjánsson, Olga Bettý, maki Baldvin Hafliða- son og stjúpsonur Hrólfur Krakan. Móðir hans er Ragnheiður Eggerts- dóttir. 2) Rakel Guðný, f. 24.10. 1953, maki Gunnlaugur Ingimund- arson, börn þeirra eru: Málfríður Anna, maki Stefán Ingi Guðmunds- son, Páll, maki Lucy Anna Marie Scime og Erna Margrét, maki Kristinn Þór Guðbjartsson. 3) Krist- ján, f. 4.11. 1954, d. 18.3. 1955. 4) Svanbjörg, f. 12.4. 1956, maki Mia Bergström. 5) Sjöfn, f. 18.3. 1959, maki Þórhallur Sigurðsson, sonur Faðir minn, láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál, slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði, vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Elsku afi, takk fyrir yndislega samleið. Guð geymi þig. Signý, Valgerður og Páll. Mig langar til að minnast elsku- legs móðurbróður míns, hans Palla, sem nú er fallinn frá, með örfáum orðum. Palli var stórbrotinn per- sónuleiki sem umvafði okkur ætt- ingja sína og vini af alúð og um- hyggju. Hann hafði sérstakt lag á jákvæði og léttleika í samskiptum við fólk þannig að öllum leið vel í návist hans. Hann var stálminn- ugur og fróður og minnist ég sér- staklega hins mikla frásagnarhæfi- leika hans þegar hann sagði frá mönnum og málefnum úr fortíðinni. Maður gleymdi þá stað og stund við að hlýða á þann mikla fróðleik sem hann hafði einstakt lag á að koma frá sér, oft á kíminn og skemmtilegan hátt. Palli frændi hafði ákveðnar skoð- anir og var mjög hreinskiptinn maður. Hann sagði alltaf meiningu sína og hafði heilbrigðar skoðanir og hugsanir allt fram á dánardæg- ur. Ég mun aldrei gleyma þeirri ástúð og umhyggju sem hann hefur sýnt Sjöfn systur sinni á erfiðum tímum og mun ég ávallt vera þakk- lát fyrir að hafa átt þennan ynd- islega mann fyrir frænda. Börnum hans, barnabörnum og ástvinum votta ég mína dýpstu samúð á erf- iðum stundum. Svava Þorsteinsdóttir, Hellu. „Óendalegur kærleikur er vopn sem vinnur á öllu. Hann er hnossið æðsta, eiginleiki hinna hugdjörfu, þeirra eitt og allt. Hann er sérstakur eiginleiki hjartans“. (Mahatma Gandhi) Mér finnst þessi orð eiga vel við Pál Gestsson, því hjarta hans átti óendanlegan kærleika. Þegar elsti sonur minn, Árni Val- ur, fæddist fyrir rúmum 35 árum var hann fyrsta barnabarn Palla og Bettýjar. Hann hefði ekki getað fengið stærri og betri vöggugjöf en ást og umhyggju Palla afa og Bet- týjar ömmu. Þeirra samband við barnabarnið var ætíð mjög sterkt og einstaklega náið. Þær tilfinningar sem eru mér efst í huga nú er ég kveð hann Palla minn eru þakklæti, virðing og ást. Þakklæti fyrir að fá að kynnast honum og verða honum samferða í rúm 35 ár og fyrir allt það sem hann gaf mér. Virðing fyrir honum sem alltaf trúði á hið góða í sér- hverjum manni og djúp ást sem mun búa í hjarta mínu um eilífð. Ég votta ykkur kæra fjölskylda, mína dýpstu samúð. Hrefna. Páll Gestsson kvaddi þetta jarðlíf á snöggan og nokkuð óvæntan hátt eftir farsælan feril jafnt í einkalífi sem starfi. Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar faðir minn og fleiri forystumenn sveitarfélagsins á Raufarhöfn brutust til þess sum- arið 1969 að kaupa togskip til þess að koma hjólum atvinnulífsins í gang eftir síldarhrunið. Yfirmenn komu flestir að þar sem slík útgerð hafði ekki verið til á Raufarhöfn um nokkurt skeið. Skipstjórarnir komu frá Siglufirði og var Páll Gestsson eða Palli eins og hann var jafnan kallaður annar þeirra. Palli hafði verið skipstjóri á Siglfirðingi sem hann lét smíða ásamt félögum sínum og var merki- legur fyrir það að vera fyrsta fiski- skip Íslendinga með skuttog. Þetta var farsæl ráðning, þeir fiskuðu vel og Raufarhöfn rétti úr kútnum. Þeir fluttu með sínar fjöl- skyldur í þorpið og tengdust íbúun- um. Það fór ekki hjá því að stráka- guttar sem höfðu áhuga á sjósókn framar öllu öðru litu upp til þess- ara manna með mikilli lotningu. Palli fór í land tveimur árum seinna og tók við sem fram- kvæmdastjóri útgerðarinnar um tíma. Fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur 1971 og Palli flutti síð- an alfarið ári seinna. Hann fór fljótlega að vinna við sölu á veið- arfærum hjá Asiaco og varð fljót- lega sölustjóri. Það var síðan í janúarmánuði 1992 sem við áttum örlagaríkt spjall í eldhúsinu þeirra Bettýar í Tjarnarbóli. Þar ákváðum við að stofna nýtt félag til veiðarfærasölu ásamt fleiri þar sem verulega var farið að fjara undan Asiaco og Palli ákveðinn í því að hætta og reyna eitthvað nýtt. Þannig varð Ísfell til og hóf starfsemi í mars 1992. Palli var að sjálfsögðu sölustjóri félags- ins sem óx og dafnaði allt fram á þennan dag. Á það samstarf bar aldrei skugga enda var Palli einstakt ljúf- menni þótt ekki væri hann skap- laus og lét ekki valta yfir sig ef því var að skipta. Hann ávann sér óskipta virðingu samstarfsfólks, birgja og viðskiptamanna eins og annars staðar þar sem hann lagði hönd á plóg á sinni gifturíku starfs- ævi. Palli var rétt að verða 66 ára gamall þegar Ísfell hóf starfsemi. Að fara á eftirlaun og hætta að vinna var honum svo fjarlæg hugs- un að á það var ekki minnst fyrr en 11 árum seinna, nokkrum mánuð- um áður en Palli dró sig í hlé, næstum 78 ára gamall. Hann hélt samt áfram að fylgjast með okkur og kom reglulega í heimsókn enda einstaklega vel á sig kominn á allan hátt þar til síðustu misserin að nokkur veikindi sóttu að honum án þess þó að hann léti það hamla sér mikið. Lífið er eins og að ganga á þunn- um ís, þú veist aldrei hvenær und- an þér brestur. Palli hafði gengið langan veg mjúkfættur eftir þess- um ís og skilur eftir sig mikla auð- legð í afkomendum og orðstír. Við Margrét svo og starfsfólk Ís- fells þökkum vináttuna og frábært samstarf um leið og við sendum fjölskyldu Palla og öðrum ástvinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Pétur Björnsson. Páll Gestsson ✝ Hallgrímur Guð-mundsson fædd- ist 6. febrúar 1921 í Útibæ í Flatey á Skjálfanda. Hann lést á heilbrigð- isstofnun Þingeyinga 10. júní 2010. Foreldrar Hall- gríms voru Guð- mundur Jónasson, f. 12.10. 1886, d. 13.9. 1958, og Þuríður El- ísa Pálsdóttir, f. 26.2. 1889, d. 8.1. 1943. Hallgrímur var einn af 13 börnum þeirra. Hallgrímur kvæntist 15. desem- ber 1951 Guðrúnu Sólveigu Sig- urðardóttur, f. 6. apríl 1927. Börn þeirra eru Guðmundur Hall- grímsson, f. 21. júní 1951, eig- inkona hans er Jó- hanna Kristín Guðmundsdóttir, f. 3. apríl 1950. Sólveig Halla Hallgríms- dóttir, f. 25. janúar 1969, eiginmaður hennar er Símon Bjarnason, f. 10. nóvember 1966. Fóstursonur Hall- gríms og Sólveigar er Guðmundur Karl Jóhannesson, f. 29. september 1959, eig- inkona hans er Harpa Jóna Jónasdóttir, f. 24. júlí 1967. Útför Hallgríms fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag, 18. júní 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Elsku pabbi minn Ást min virðing og þakklæti varða leið þína til nýrra heima. Allar góðu stundirnar okkar man ég. Þegar þú leiddir mig litla um fjöruna og út að vita, sem var uppá- halds gangan okkar. Mín litla hönd örugg í þinni stóru. Ég kveð þig, pabbi minn, í trausti þess að þegar minn tími kemur, verðir þú þar, réttir mér höndina og við göngum saman aftur. Sólveig Halla. Elsku afi, þó ég viti hver gangur lífsins er þá er það mér afskaplega sárt að kveðja. Betri afa hefði ég ekki getað fengið. Síðustu dagana hef ég rifjað upp ófáar stundirnar sem ég átti með þér allt frá því að ég var pínulítil þar til á dánardaginn þinn þegar ferðaplönin mín breyttust skyndilega og ég var komin norður í land viku á undan áætlun án þess þó að vita í hvað stefndi hjá þér. Ég hugsa með söknuði til göngu- túranna okkar niður á bryggju, í fjöruna, niður á andapoll og þegar við fórum að skoða hestana hans Dodda Kobb úti við sláturhús. Ég man eftir litlu hendinni minni inni í stóru og sterku hendinni þinni á þessum ferðalögum okkar, elsku afi. Það er mér ómetanlegt að gullmol- inn minn hún Alma Björk hafi fengið að kynnast þér og göngutúrunum þó svo að þeir hafi nú ekki verið eins langir og hjá okkur forðum daga. Það er mér mikil huggun að hugsa til þess að ég hafi getað glatt þig þeg- ar ég hitti þig í síðasta sinn á lífi. Í dag áttaði ég mig á því að þegar við amma fórum þá kvaddir þú mig al- veg eins og þú gerðir alltaf þegar ég var að fara suður en ekki eins og ég myndi sjá þig aftur seinna sama dag eða daginn eftir. En það var ekki ég sem var að fara í ferðalagið í þetta sinn, heldur þú. Elsku afi minn, takk fyrir allt. Ég skal passa ömmu eins vel og ég get. Hvíl í friði Þín Jónína (Nína). Eitt af því sem gefur lífinu gildi er að kynnast góðu fólki á lífsleiðinni. Fólki sem maður getur treyst og er tilbúið að miðla þekkingu sinni og lífsreynslu til þeirra sem yngri eru. Árið 1979 hóf ég störf hjá Fiskiðju- samlagi Húsavíkur við almenn verkamannastörf í Aðgerðinni. Þar hitti ég fyrir menn á öllum aldri. Vinnustaðurinn var samfélag manna sem höfðu þurft að hafa töluvert fyr- ir lífinu og gengið í gegnum ýmis- legt. Menn sem þekktu tímana tvenna og veigruðu sér ekki við að vinna erfiðisvinnu frá morgni til kvölds. Þeir þekktu ekkert annað. Þar voru líka ungir menn eins og ég sem voru að stíga sín fyrstu alvöru skref á vinnumarkaði. Fljótlega kynntist ég Hallgrími Guðmunds- syni frá Flatey á Skjálfanda, hest- inum eins og við kölluðum hann. Hann var tæplega 40 árum eldri en ég. Það sem vakti strax athygli mína var hvað þessi hái og myndarlegi maður var mikið hörkutól. Það skipti ekki máli hvort við stóðum í aðgerð, vorum að salta, skera af skreið eða pakka. Alltaf var Hallgrímur á fullu og menn nutu þess að vinna með honum. Hann leit á okkur sem jafn- ingja og leiðbeindi okkur eftir bestu getu. Dugnaður og vandvirkni var hans aðalsmerki. Á níunda áratugnum var rekin öfl- ug útgerð fiskiskipa frá Húsavík. Á þeim tíma vorum við Hallgrímur samferða í löndunargengi sem sá um uppskipanir úr bátum og togurum sem komu til löndunar á Húsavík. Þetta var góður og eftirminnilegur tími. Þrátt fyrir að Hallgrímur væri mun eldri en við hinir í löndunar- genginu gaf hann okkur ekkert eftir enda vildi hann aldrei láta standa upp á sig. Það tók okkur langan tíma og reyndar nokkur ár að fá Hallgrím til að færa sig úr lestinni upp á lúgu. Þar vildum við hafa kallinn enda létt- ara starf en um leið mjög krefjandi og því fylgdi mikil ábyrgð. Hann tók starfið alvarlega og var umhugað um okkar velferð. Þá fyrst fór hann að öskra á okkur, enda hafði hann ör- yggi okkar að leiðarljósi. Skipaði okkur að fara frá þegar aflinn var hífður upp úr lestinni og eins þegar klafarnir komu niður aftur. Eitt sinn urðum við að gera smáhlé á löndun meðan við sigruðumst á hláturskasti sem kom til vegna þess að hesturinn var að skipa okkur að fara frá með slíkum ákafa að hann missti fölsku tennurnar niður í lest. Sem betur fer tókst okkur að grípa þær áður en þær brotnuðu við fallið í lestargólf- inu. En svipurinn á hestinum var ógleymanlegur. Með þessum orðum vil ég kveðja góðan vin sem ég bar mikla virðingu fyrir, sönnum heiðursmanni. Það eru forréttindi að hafa fengið tækifæri til að njóta samvista við slíkan sóma- mann. Lært réttu handtökin og hlustað á allar skemmtilegu sögurn- ar sem hann sagði okkur, sumar sannar og aðrar sem urðu til á staðn- um. Félagi, nú skilja leiðir en síðar munum við fá tækifæri til að rifja upp allar ánægjustundirnar sem við áttum saman í Aðgerðinni með okk- ar samferðarfólki. Þá verður hlegið eins og í gamla daga og sagðar sög- ur. Að lokum votta ég Guðrúnu Sól- veigu Sigurðardóttur og fjölskyldu mína dýpstu samúðarkveðjur. Megi guð hjálpa ykkur í gegnum sorgina. Aðalsteinn Á. Baldursson. Hallgrímur Guðmundsson ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐBRANDUR SVEINSSON, Unuhóli, Þykkvabæ, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Lundi, Hellu, þriðjudaginn 15. júní. Útförin fer fram frá Þykkvabæjarkirkju laugardaginn 26. júní kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið í Rangárvallasýslu. Sigurfinna Pálmarsdóttir, Pálína Svanhvít Guðbrandsdóttir, Birgir Óskarsson, Pálmar Hörður Guðbrandsson, Jóna Elísabet Sverrisdóttir, Heiðrún Björk Guðbrandsdóttir, Kristján Ólafur Hilmarsson, Sigríður Guðbrandsdóttir, Valtýr Georgsson, Sveinn Guðbrandsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.