Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.06.2010, Blaðsíða 20
20 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JÚNÍ 2010 Nú um stundir er al- mennt orðið við- urkennt að sú efna- hagsstefna sem fylgt hefur verið á umliðnum árum er meingölluð. Ein höfuðmeinsemd okkar peningakerfis var og er verðtrygg- ingin. Við efnahags- hrunið hafa höf- uðstólar verðtryggðra lána margfaldast og það á sama tíma og raunverð fasteigna hefur jafnvel lækkað um helming. Vegna verð- tryggingarinnar er okurverð á lán- um hérlendis. Einn þingmaður Sjálfstæðisflokks var hér á árum áður óþreytandi við að benda á þetta mál í ræðustól á Al- þingi. Þetta var Eggert Haukdal, en Eggert var alþingismaður Sunn- lendinga frá 1978–1995. Vel virtur og vinsæll, höfðingi í sínu héraði. Eggert flutti átta sinnum frum- varp til laga um afnám verðtrygg- ingar, en keppikefli hans var að vaxtapólitík Íslendinga yrði sam- ræmd því sem tíðkaðist í nágranna- löndunum. Frumvarp Eggerts dag- aði nærri alltaf uppi í efnahags- og viðskiptanefnd. Í greinargerð með fyrsta frumvarpi hans um þetta mál 1987 kom fram að verðtrygging fjár- skuldbindinga fengi ekki lengur staðist. Hún hækkaði verð innfluttra vara, yki skulda- og vaxtabyrði út- flutningsfyrirtækja, en einnig rík- issjóðs og þar með ykist skattþung- inn. Þá nokkrum árum fyrr hafði verðbótavísitala á laun verið afnumin, en láns- kjaravísitalan ekki, sem leiddi til þess að hundruð launþega misstu íbúðir sínar. Ég var meðflutn- ingsmaður að tillögu Eggerts 1992, en þá var tiltekið í fyrstu grein frumvarpsins að frá og með 1. janúar 1993 yrði óheimilt að verðtryggja fjár- skuldbindingar. Frum- varpið dagaði sem fyrr uppi, en ári síðar fluttum við Eggert frumvarpið á ný ásamt fleiri þingmönnum. Egg- ert flutti frumvarpið í síðasta sinn árið 1994. Þá höfðu enn fleiri þing- menn bæst í hópinn, en allt kom fyr- ir ekki. Málið var flutt alls á átta þingum og fékkst aðeins einu sinni afgreitt úr nefnd, en í það skipti var frumvarpinu vísað til ríkisstjórn- arinnar, sem aðhafðist ekkert. Enginn stjórnmálaflokkur í heild sinni studdi málið, þó svo að nokkrir þingmenn lýstu áhuga á að stuðla að framgöngu þess. Það var sem hulin hönd kæmi í veg fyrir það að málið fengi framgang. Ríkisstjórnir þessa tíma höfðu heldur engan áhuga á málinu. Eggert var þó alla tíð fastur fyrir í sínum málflutningi en um leið einlægur. Rétt er að halda til haga þraut- seigju og baráttuþreki Eggerts fyrir afnámi verðtryggingar. Til þess að lífskjör hér á landi geti til frambúðar orðið sambærileg við það sem best gerist í nágrannalöndunum þurfa lánakjör líka að vera hagstæð. Margt væri öðruvísi umhorfs nú, ef farið hefði verið að tillögum Eggerts og verðtrygging fjárskuldbindinga afnumin. Eggert Haukdal var alla tíð mjög sjálfstæður í vinnubrögðum og lét ekki segja sér fyrir verkum. En það er engu líkara en heiðarleiki og sjálf- stæði í vinnubrögðum borgi sig ekki. Ætíð skulu vera til menn sem níða skóinn af náunganum. Eggert var kærður fyrir fjárdrátt sem oddviti hreppsnefndar í Vestur- Landeyjahreppi, en kærendurnir voru nokkrir einstaklingar í hreppn- um, sem voru hvað ég best veit and- stæðingar Eggerts í stjórnmálum. Hófust nú langvinn málaferli og var Eggert dæmdur sekur um fjárdrátt í starfi sínu sem oddviti. Ég hef sjaldan orðið meira undr- andi en þegar ég hlýddi á þann dóm lesinn. Ég hafði þekkt Eggert lengi og vissi að hann var heiðarlegur, áreiðanlegur og vænn maður. Í ljós kom að Eggert undi því ekki að taka þessum sökum og hélt áfram baráttu fyrir því að sanna heið- arleika sjálfs sín. Eyddi hann öllum fjármunum sínum og starfskröftum í málsvörn næstu árin. Eggert var þá þegar orðinn heilsuveill, en það hvarflaði aldrei að honum að gefast upp hverju sem fram fór. Eggert fékk málið endurupptekið um síðir fyrir Hæstarétti og nýr dómur féll árið 2007. Það var nú mat réttarins eftir nánari könnun máls- ins að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sýna fram á sekt Eggerts og var hann því sýknaður af öllum kröfum þess. Ég lít ekki svo á að Hæstirétt- ur hafi tapað áliti við endurupptök- una, heldur viðurkennt að málið var illa undirbúið. Hins vegar tel ég þetta vera áfall fyrir ákæruvaldið og eðlilega hvarflar að manni sú hugsun hvort mistök af þessu tagi séu al- geng. Eggert náði fram réttlæti með gríðarlegu harðfylgi, en slíkt bar- áttuþrek er ekki öllum gefið og því óvíst hvort ýmsir þeir saklausir menn sem dæmdir hafa verið sekir fái nokkurn tíma uppreist æru. Sýknudómurinn er staðfesting þess að farið var offari við rannsókn og ákærumeðferð málsins og ljóst að þeir sem komu að málum höfðu ekki kynnt sér það nægilega vel. Ég hef hugleitt það hversu illa ákæruvaldið stendur að undirbún- ingi mála og fróðlegt væri að vita hversu miklum fjármunum skatt- greiðenda var varið í málsóknina á hendur Eggerti, en ríkissjóður þurfti sömuleiðis að greiða honum fjárbætur. Ég held að þessi herferð á hendur Eggerti hafi verið óskap- legt gönuhlaup enda kostaði það all- ar eigur hans og mannorð. Með þrautseigju og baráttuþreki hafði hann sigur að lokum, en þeir sem skipulögðu aðförina að Eggerti Haukdal hafa hins vegar aldrei þurft að svara til saka. Málaferlin gegn Eggerti Haukdal og bar- átta hans fyrir afnámi verðtryggingar Eftir Matthías Bjarnason » Sýknudómurinn er staðfesting þess að farið var offari við rann- sókn og ákærumeðferð málsins... Matthías Bjarnason Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Á síðasta ári kynnti Félag íslenskra bif- reiðaeigenda metn- aðarfulla áætlun sem gerir ráð fyrir að eng- inn látist í umferð- arslysum á heilu ári á Íslandi undir kjörorð- inu „Núllsýn FíB fyrir árið 2015“. Hefur hún þegar vakið athygli út fyrir landsteinana enda vissulega um metnaðarfullt markmið að ræða, raunhæft engu að síður þegar horft er til árangurs síðustu ára og aukinnar vitund- arvakningar um að umferðarslys séu ekki órjúfanlegur hluti af um- ferðinni. Á fyrri helmingi þessa árs hafa því miður þrír einstaklingar, allt ungt fólk, látist í umferðinni. Skelfileg slys sem kölluðu á mikla umræðu og samkennd í þjóðfélag- inu þrátt fyrir að aldrei hafa færri látist í umferðinni á sex mánaða tímabili um langt árabil. Ástæðan er að hvert banaslys er einfaldlega einu of mikið og um það erum við í raun öll sammála. Núllsýn FíB er því ekki einungis verðugt markmið heldur í fullu samræmi við vænt- ingar okkar í umferðinni. Því mið- ur náðu drög að núllsýn í umferð- inni í nýrri samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar ekki fram að ganga að þessu sinni en það er trú okkar að samgönguyfirvöld muni fyrr en síðar setja sér þessi sömu markmið og við þannig saman ná þeim árangri að Ísland verði fyrsta landið í heiminum þar sem enginn lætur lífið í umferðinni á heilu ári. Á alþjóðlegum vettvangi voru stór skref tekin í mars sl. í barátt- unni við umferðarslys að frum- kvæði móðurfélags okkar FIA en Sameinuðu þjóðirnar samþykktu fyrr á árinu átak til fækkunar um- ferðarslysa á árunum 2011 til 2020 undir kjörorðunum „Decade of Ac- tion for Road Safety“. Systurfélög FÍB í Evrópu hafa þegar markað sér höf- uðstefnu fyrir þennan „Áratug aðgerða“, sem er „European Campaign for Safe Road Design“. Félag íslenskra bifreiðaeig- enda er stoltur aðili að þessu átaki og hefur unnið að undirbúningi þessa merka áfanga síðustu ár. Stærsta verkefni okkar er þó að ná árangri hér innanlands og vera leiðandi í umræðunni á heimsvísu. Góð lög- gæsla og forvarnaverkefni m.a. frá Umferðarstofu sem unnin eru í samræmi við umferðarörygg- isáætlun stjórnvalda skipta miklu máli í þessu samhengi. Þá hafa ýmsar framkvæmdir síðustu ára haft fækkun umferðarslysa sem að- almarkmið og má þar nefna tvö- falda Reykjanesbraut sem hefur nú verið án banaslysa í sex ár. Sams- konar framkvæmdir á Suðurlands- vegi sem nú eru hafnar lofa því góðu en þar hafa samgönguyfirvöld gengið lengra hvað varðar umferð- aröryggisþætti í útboðinu en áður þekkist hér á landi með að setja kröfu um nauðsynleg vegrið strax í útboðsgögnum. Þessum einstaka þætti ber að fagna og fylgja því eftir að þetta jákvæða verkferli sé komið til að vera á sem flestum sviðum öryggisþátta í byggingu vega. Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur á síðustu tveimur árum unn- ið að svokölluðu EuroRAP-verkefni sem hefur þann tilgang að greina allar hættur á vegum landsins en fyrsta skýrslan hefur verið afhent stjórnvöldum og Vegagerðinni til úrlausnar. Þá hefur samskonar vinna hvað varðar umferðarörygg- isþætti í veggöngum, EuroTAP, hafist og verður fróðlegt að sjá hvernig veggöng á Íslandi koma út í samanburði við önnur lönd sem við viljum bera okkur saman við. Því miður má ætla að sá sam- anburður verði okkur ekki hag- stæður til að byrja með, en með skýrslu um þessi atriði má lagfæra það sem miður fer og þannig ná árangri sem við getum verið stolt af. Í niðurstöðum slysaskráningar Umferðarstofu fyrir árið 2009 má sjá jákvæða þróun hvað varðar fækkun alvarlegra umferðarslysa og banaslysa en þar kemur m.a. í ljós að á síðustu þremur árum lét- ust að meðaltali tæplega 15 manns í umferðarslysum á landinu en næstu þrjú ár á undan létust rúm- lega 24 ár hvert. Í þessu töl- fræðilega samhengi er ljóst að árið 2010 byrjar betur en sést hefur síðustu áratugi hér á landi og útfrá þeim árangri ætlum við að vinna áfram. Þessa jákvæðu þróun má vissulega þakka ökumönnum sjálf- um, auknu eftirliti lögreglu, auk- inni fræðslu og áróðri sem og betri skrásetningu á hættulegum veg- köflum með EuroRap og úrbótum Vegagerðarinnar í framhaldi af því. Í dag er lag til að tryggja síðari hluta ársins án alvarlegra slysa og banaslysa og þannig sjá niðurstöðu í lok ársins sem ekki hefur sést fyrr hér á landi. Sá árangur yrði gott veganesti í þeirri vegferð sem við nú vinnum eftir og gæti skapað okkur raunhæfa trú á verkefninu sem framundan er. Við ætlum að ná árangri Eftir Steinþór Jónsson » Því miður náðu drög að núllsýn í umferð- inni í nýrri samgöngu- áætlun ríkisstjórn- arinnar ekki fram að ganga að þessu sinni Steinþór Jónsson Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Föstudaginn 21. maí sl. birti Samkeppnis- eftirlitið ákvörðun nr. 17/2010. Þar er fjallað ýtarlega um „rannsókn Samkeppniseftirlitsins á meintri misnotkun Mjólkursamsölunnar ehf. á markaðsráðandi stöðu“. Þar sem ákvörðun þessi hefur fengið heldur litla um- fjöllun og eins vegna þess að mér er málið skylt, vil ég fara um hana nokkrum orðum. Upphaf málsins er að í júní 2007 ákvað Samkeppniseftirlitið í kjölfar upplýsinga og ábendinga frá Mjólku ehf. að hefja formlega rannsókn á meintri misnotkun Mjólkursamsöl- unnar ehf., Osta- og smjörsölunnar sf. og Auðhumlu svf. (MS). Í grein- argerðinni er farið mjög vel og skil- merkilega yfir málið í heild sinni. Lít- ill áhugi fjölmiðla á málinu helgast sjálfsagt af niðurstöðu málsins: „Ákvörðunarorð: Ekki er ástæða til aðgerða af hálfu Samkeppniseftir- litsins í máli þessu“. Húsleit var gerð í húsakynnum MS þann 5. júní 2007. Rannsókninni var frestað um tíma meðan dómstólar fjölluðu um ætlað vanhæfi forstjóra Samkeppniseftirlitsins í þessu máli. Rannsókn og frekari gagnaöflun fór fram í mars–október 2009. Var frek- ari gagna aflað frá MS og Mjólku og gagnaöflunarbeiðnir sendar 50 við- skiptavinum MS og/eða Mjólku. Það sést vel á framansögðu að mikil vinna og víðtæk er sett í þessa rannsókn og ber að fagna því. Þess trúverðugri og traustari ætti niðurstaðan að vera. Ekki þarf að fara mörgum orðum um að MS er markaðs- ráðandi fyrirtæki, enda er það mjög vel skil- greint í greinargerðinni. Það, sem starfsfólk MS var óánægt með, var að vera borið sökum um að hafa misnotað markaðs- ráðandi stöðu fyrirtæk- isins. Því ber að fagna sérstaklega niðurstöð- unni þar sem segir á bls. 9: „Þá verður ekki ráðið af gögnum málsins að MS hafi brotið gegn 11. gr. samkeppnislaga með öðrum hætti, s.s. með gerð einkakaupsamn- inga eða samkeppnishamlandi verð- lagningu að öðru leyti. Í þessu sam- bandi aflaði Samkeppniseftirlitið m.a. upplýsinga og gagna frá stórum kaupendum/fyrirtækjum á stórnot- endamarkaði til að ganga úr skugga um hvort MS hafi nálgast viðkom- andi fyrirtæki með samkeppnis- hamlandi hætti. Þær athuganir breyta ekki þessu mati“. Með hliðsjón af öllu ofanröktu og atvikum máls að öðru leyti er það mat Samkeppniseftirlitsins að ekki sé til- efni til íhlutunar í máli þessu.“ Í framhaldi af þessu vil ég benda á það sem segir í öðrum kafla grein- argerðarinnar. „Á fyrirtækjum í markaðsráðandi stöðu hvílir rík skylda til þess að grípa ekki til neinna aðgerða sem raskað geta með óeðlilegum hætti þeirri samkeppni sem ríkir á mark- aðnum eða misbeita með öðrum hætti stöðu sinni“. Í þessum kafla kemur nefnilega fram hversu vandrataður þessi stígur er og áfram vitna ég í 2. kafla grein- argerðar Samkeppniseftirlitsins: „Framangreint þýðir óhjákvæmilega að möguleikar markaðsráðandi fyr- irtækja til að taka þátt í samkeppni eru takmarkaðri heldur en almennt er heimilt í viðskiptum. Hugtakið eðlileg samkeppni í framangreindum skilningi hefur því þrengri merkingu en sú samkeppni sem fyrirtæki geta stundað sem ekki eru í ráðandi stöðu“. Og síðar segir: „Ljóst er að mark- aðsráðandi fyrirtækjum er heimilt að mæta samkeppni af afli, með hliðsjón af hagrænum aðstæðum hverju sinni, og ná skyldur markaðsráðandi fyr- irtækja ekki til þess að hlífa fyrir- tækjum á viðkomandi markaði sem ekki geta staðist eðlilega sam- keppni.“ Af þessu sést að meðalhófið, eins og það heitir, er vandratað. Oft hefur heyrst að markaðsráðandi fyrirtæki eigi bara að sitja með hendur í skauti og bíða þess sem verða vill án að- gerða. Í greinargerðinni er vel skil- greint til hverskonar aðgerða þau geta gripið, án þess að það fari í bága við 11. gr. samkeppnislaganna. Í því andrúmslofti sem við búum við í dag og öllu því forræðis- hyggjutali sem dynur á okkur, er mikilvægt að ákvörðunarorðum eins og þeim sem hér er rætt um, sé hald- ið á lofti, bæði vegna þeirra sem eiga í hlut, þ.e. starfsfólks MS, og ekki síð- ur vegna þeirrar opinberu stofnunar sem tekur ákvörðunina. Við höfum jú dæmi sem brenna á okkur í dag, þar sem opinberir aðilar höfðu ekki kjark til þess að standa í ístaðinu. Meint misnotkun á markaðsráðandi stöðu Eftir Magnús Ólafsson. Magnús Ólafsson. » Starfsfólk MS var óánægt með að vera borið sökum um að hafa misnotað markaðsráð- andi stöðu fyrirtækisins. Höfundur er fv. forstjóri Mjólkur- samsölunnar ehf., Auðhumlu svf. og Osta- og smjörsölunnar sf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.